Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 3
5. september 1984 - DAGUR - 3 Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Sólborg og söfnuðu 888 kr: Steinunn Guðmundsdóttir, Aðalheiður Sig- ursveinsdóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, Þórhildur Elva Þórarinsdóttir og Elín Áslaug Kristinsdóttir. Auk þeirra voru þær Aðalheiður Guðmundsdóttir og Katrín Guðmundsdóttir, en þær vantar á myndina. Frábært sumar en svart- sýni með atvinnuástand „Hér gengur allt ágætlega, það er að vísu byrjað að rigna, en það er nú afskaplega gott veður ennþá og veðrið er búið að vera frábært í sumar. Ég man bara ekki annað eins,“ sagði ÓIi Halldórsson á Gunn- arsstöðum, er Dagur innti hann frétta úr Þistilfirðinum. Sagði Óli að heyskap væri lok- ið í sveitinni og menn hefðu verið að enda við að heyja grænfóður, sem töluvert væri verkað af í vot- hey þar í sveit. Farið verður í göngur 11.-13, september og er réttardagur 14. sept. Mikil berja- spretta er eins og víðast á Norðurlandi. Togarinn landaði á mánudag- inn og það er næg atvinna ennþá Nk. laugardag hefjast að nýju sýningar hjá Leikfélagi Akur- eyrar á Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner, sem sýndur var fyrir fullu húsi 27 sinnum sl. vor. Vegna þrengsla í Samkomu- á Þórshöfn og nágrenni. Menn sjá fram á að kvótinn endist ekki út árið og þá er ekki vitað hvað tekur við. Sagði Óli að nokkur svartsýni væri ríkjandi með at- vinnu á síðustu mánuðum ársins. Eitthvað er um framkvæmdir, bæði í sveitinni og á Þórshöfn. Byggðar hafa verið 3 votheys- hlöður og eru menn að klára þær. Barnaskóli er í byggingu á Þórshöfn, var hann gerður fok- heldur í fyrra og stendur til að taka hann í notkun í haust. Tölu- vert er einnig um íbúðarhúsa- byggingar á Þórshöfn, verið er m.a. að byggja verkamannabú- staði. Verið er að byggja 2 brýr í sveitinni og á að taka þær í notk- húsinu og annarra verkefna verða sýningar á Kardemommu- bænum aðeins í september. Fyrsta frumsýning vetrarins verð- ur á Einkalífi eftir Noél Coward 12. október. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason. un í haust eða vetur. Lagt hef- ur verið töluvert af bundnu slit- lagi á Þórshöfn í sumar. Merkjasala Hjálp- ræðis hersins í dag hefst árleg merkjasala Hjálpræðishersins á Akureyri. Seld verða merki til styrktar starfi Hjálpræðishersins á Islandi og Akureyri. Félagar í Hjálpræðishernum munu ganga í hús og selja merki sín á götum úti fram til föstudags- kvölds. Merkin kosta 30 krónur. Orgel- tónleikar í Akur- eyrar- kirkju Ungur organleikari, Björn Steinar Sólbergsson, mun halda orgeltónleika í Akureyr- arkirkju fímmtudaginn 6. sept- ember nk. kl. 20.30. Björn stundar nám í París, en er hér heima í sumarleyfi. Björn mun leika verk eftir J.S. Bach og þrjú frönsk tónskáld. Þess má geta, að Björn mun taka við starfi organleikara við Akureyrarkirkju að loknu námi. Bjöm Steinar Sólbergsson. Sýningar hefjast aftur hjá L.A. SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. m wwm NÝLAGNIR PRÁr zr Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Utsalan heldur áfram þessa viku Þú gerír reyfarakaup á útsölunni Sporthú^icL Pennar í urvali og fyllingar Blýantar margar geröir Strokleður * Blyantsyddarar * Reglustikur í urvali Pennaveski * Skolatöskur * Möppur allar gerðir Stafróf * Plastumslög * Gatapokar * Vaxlitir Tusslitir * Skólalím * Föndurskærí Hú erum við á 1. hæð Ritfangadeild SlMI (96) 21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.