Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 5. september 1984 Eldridansaklúbburinn Dansleikur verður í Húsi aldraðra laugardag 8. sept. nk. Húsið opnað kl. 9.00 e.h. Allir velkomnir. Stjórnin. Fundur um ferðamál Fimmtudaginn 6. sept. kl. 20.30 verður haldinn að Hótel KEA almennur kynningarfundur vegna fyrirhugaðrar stofnunar Ferðamálasamtaka á Norðurlandi. Frummælandi Kolbeinn Sigurbjörnsson. Þetta er 15 lesta bátur sem ekki hefur enn selst. Telur Gísli það vegna kvótakerfisins fræga, enginn vill kaupa fiskibáta á þessum síðustu og verstu tímum. Á meðan þjóðin var í óða önn að afla sér lífsgæða og nútíma- þæginda efldist og dafnaði lítill bær er stendur út við ysta sæ. Löngum lét þessi bær lítið yfir sér, Iæddist meðfram veggjum rétt eins og feiminn skólastrák- ur og hafði sig lítið í frammi. Ferðamálafélag Akureyrar. Til sölu er þessi lipra bifreið Mazda E 1600 árg. 1981, ekin aðeins 59 þús. km. Hægt er að kippa flutninga- húsinu af og nota hana sem venjulegan pallbíl. Hagi hf. Óseyri 4, Akureyri 96-21488 og 21489. FrAMÚRAKSTUR Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferö. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. yUMFERÐAR RÁÐ - Fyrirtækið skiptist niður í deildir? „Já, hér er járnadeild, skipa- smíðastöð, plastsmíði og tré- smiðja. Þó við höfum þessa deildaskiptingu, þá getum við fært starfsmenn á milli deilda ef svo ber undir. Það fer eftir at- vinnuástandi í hverri deild. Það eru um 20 manns á launaskrá og atvinnuástand er gott í dag. Okk- ur vantar frekar starfsmenn en hitt. Jú, það er fremur rólegt yfir háveturinn. Við einbeitum okkur þá að framleiðslu á lager fyrir sumarsöluna. Auk þess geymum við innivinnu fram á veturinn. Á trésmiðjunni vinnum við giugga, hurðir, innréttingar og það fer mest á markað hér í kringum okkur.“ - Hvernig er eignaraðild háttað? „Guðmundur Lárusson á helming fyrirtækisins og Höfða- hreppur keypti hinn helminginn. Mér er óhætt að segja að rekstur- inn hefur gengið þokkalega. Það koma vissulega alltaf góðir og slæmir tfmar. Ástandið hjá okkur í dag er ekki slæmt.“ - Inni í smiðjunni sáum við all” Gfsli Bjömsson. - Þið eruð með framleiðslu úr plasti? „Já, við framleiðum töluvert úr plasti. Laxeldisker í mörgum stærðum og heita potta til að hafa við hús. Einnig framleiðum við sundlaugar, en gerum ekki mikið af því nú orðið. Olíutanka má nefna og ýmislegt fyrir olíufélög- in, auk alls kyns tanka. Þar er markaðurinn allt landið. Við smíðum mikið af plastbátum, erum með allt frá 14 feta vatna- bátum upp í 15 tonna báta. Við höfum umboðsaðila á Akureyri sem hefur selt mikið af plastbát- um fyrir okkur. í febrúar sl. hóf- um við framleiðslu á sérstakri gerð plastbáta og þeir hafa runn- ið út eins og heitar lummur. Þetta eru 14 feta bátar og taka 4—5 menn. Þeir kosta um 40 þúsund krónur og eru mjög vinsælir hjá fólki sem aðgang hefur að vötnum, t.d. við sumarbústaði. Stærð þeirra og verð er þannig að það geta allir keypt sér svona báta. Við veitum líka ágætis greiðslukjör.“ mþþ Fyrir helgina: Nautakjöt af nýsláturðu Kjörmarkaðsverd Y-------------------------------> Badminton- námskeið Verður í Skemmunni vikuna 10.-16. sept. Leiðbeinandi verður Garðar Alfonsson. Þátttakendum verður skipt í hópa og mun hver hópur væntanlega fá 5 tveggja klst. æfingatíma. Þátttöku- gjald: kr. 500.- fyrir fullorðna og kr. 300.- fyrir ung- linga (10-17 ára). Þátttökulisti liggur frammi í Sporthúsinu en einnig er tekið við skráningu og uppl. veittar í síma 25817 á kvöldin. Stjórn T.B.A. L ------------------------------2 Dráttarbraut slippsins mikil lyftistöng Tímar liðu og aftur tóku hetjur að ríða um héröð. Varð af gustur svo mikill að þjóðin tók viðbragð og skundaði á Skaga- strönd, en svo mun títtnefndur bær út við ysta sæ nefnast nú til dags. Þar munu búa um 700 manns og er atvinnulíf fjöl- breytt. Þarna er meðal annars rekin Tré- og skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar og var hún stofnuð árið 1970. Tré- smiðjan var að vísu stofnuð nokkru fyrr, eða 1964. Dagur hitti framkvæmdastjóra Skipa- smíðastöðvarinnar Gísla Björnsson að máli og ræddi við hann um rekstur stöðvarinnar. Við spurðum fyrst hverjar væru helstu framkvæmdir í sumar. „Við erum að smíða aðveitu- stöð fyrir Rafmagnsveitur ríkis- ins en hún er staðsett hér rétt ofan við bæinn. Helsta verkefni okkar í sumar er þó smíði sleða fyrir dráttarbrautina í slippnum. Við reiknum með að taka drátt- arbrautina í notkun í næsta mán- uði. Hún getur tekið allt upp í 200 tonna báta og ætli það kallist ekki meðalslippur. Hann kemur til með að þjóna flotanum í ná- grenninu og það verður mikil lyftistöng fyrir byggðarlagið. Við vonumst til að geta þjónað fleiri bátum með viðgerðir þegar slipp- urinn kemst í gagnið." verulegan bát. Hvernig gengur að selja? „Þessi bátur hérna er nýsmíði nr. 23, þetta er 15 lesta bátur. Við höfum enn ekki getað selt hann og það er vegna kvótakerf- isins. Menn kaupa ekki fiskibáta á þessum tíma. Við buðum Ak- ureyringum bátinn á góðum kjörum sem lóðsbát, en það hef- ur ekkert komið út úr því. Um daginn seldum við 6 tonna bát til Hafnarfjarðar og í janúar seldum við einn vélarlausan, við getum kallað hann fokheldan, hann var ekki alveg fullfrágenginn. Á undanförnum árum höfum við selt töluvert af stórum bátum. Eins og ég sagði áðan, þá gengur þetta þokkalega hjá okkur og við höfum skapað okkur nafn í þess- um bransa.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.