Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA "ERKI Pétur Pálmason látinn Pétur Pálmason, verkfræð- ingur á Akureyri varð bráð- kvaddur á iaugardag. Hann var fæddur 10. janúar 1933 í Reykjavík. Pétur starfaði mikið að félags- málum, m.a. á vegum Framsókn- arflokksins og átti sæti í fjöl- mörgum nefndum. Hann starfaði einnig að íþróttamálum og eink- um var skíðaíþróttin honum hug- leikin. Hann lætur eftir sig eigin- konu, Hrafnhildi Pétursdóttur og fimm börn. - HS. Launin hækkuð Á fundi bæjarstjórnar í gær var samþykkt tillaga um að starfsmenn bæjarins fengju launahækkun, sem gildir frá 1. mars sl. Um er að ræða sam- ræmingu á launatöxtum í sam- ræmi við þá samninga sem Al- þýðusamband Norðurlands gerði fyrir sína umbjóðendur á Noröurlandi vestra og síðar voru gerðir við starfsfólk Sól- borgar, eftir að samið hafði verið við bæjarstarfsmenn á Akureyri. Hækkunin er frá 0,79% upp í 7,03%. Mjög skiptar skoðanir voru í bæjarstjórn um þetta mál. Sig- urður Jóhannesson var með aðra tillögu en hún kom ekki til af- greiðslu, þar sem þessi var samþykkt. í tillögu Sigurðar var gert ráð fyrir að allir 127 starfs- mennirnir sem um er að ræða, fengju 1.800 kr. launauppbót, sem hann sagði að myndi hafa meiri tekjujöfnun í för með sér. Hann sagði að 46 lægstlaunuðu starfsmennirnir í þessum hópi sem væru á lágmarkslaunum, fengju enga hækkun með þeim samningi, sem þamþykktur var. Þessu var mótmælt þar sem for- sendur þessa mats væru mjög óljósar. Áðurgreind tillagá var sam- þykkt með fimm atkvæðum Val- gerðar Bjarnadóttur, Úlfhildar Rögnvaldsdóttur, Þorgerðar Hauksdóttur, Helga Guðmunds- sonar og Freys Ófeigssonar. Aðr- ir sátu hjá nema Jón Sólnes, sem sagði nei. Næst á þessari mynd KGA er sprungan sem opn aðist í átt að Kröfluvirkjun. Virkjunin sjálf er rétt neðan myndrammans. Aftur framleiðsla í Kröfluvirkjun Þótt ekkl hafí verið raforku- framleiðsla í Kröfluvirkjun í sumar hafa starfsmenn þar ekki setið aðgerðalausir. Unn- ið hefur verið við viðhald, og auk þess við tengingu á tveim- ur borholum sem boraðar voru í fyrrasumar. Gunnar Ingi Gunnarsson stað- artæknifræðingur við Kröfluvirkj- un tjáði Degi að holurnar tvær sem unnið hefur verið við að tengja muni skila 7-8 mega- wöttum. í fyrra framleiddi Kröfluvirkjun 23-24 megawött þannig að framleiðslan nú verður um 30 megawött. Framleiðsla hófst á ný í virkj- uninni sl. laugardag eftir að hún hafði legið niðri í sumar. Eins og fyrr er aðeins annar rafall virkj- unarinnar gangsettur, hinn bíður uppsetningar í stöðvarhúsinu og hefur gert lengi, en ekki mun hafa verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær hann kemst í gagnið. Sl. mánudag var formlega gengið frá yfirtöku Lands- virkjunar á rekstri Kröflu- virkjunar, og voru nokkrir gestir viðstaddir er sá atburður átti sér stað. Færeyingar með nót í skrúfunni: „Engin fyrir- mæli um að af- greiða þá ekki“ - segir hafnarvörðurinn á Siglufirði „Við höfum ekki fengið nein fyrirmæli um að afgreiða þá ekki,“ sagði Kristján Rögn- valdsson hafnarvörður á Siglu- firði, en þangað kom um helg- ina færeyskur nótabátur sem var að koma af Grænlandsmið- um. Báturinn sem heitir Havlot og er frá Fuglafirði hafði verið á hin- um umdeildu loðnuveiðum á Grænlandsmiðum er hann fékk nótina í skrúfuna. Kom hann til Siglufjarðar um helgina sem fyrr sagði, nótin var skorin þar úr skrúfunni og að auki tók skipið vatn. „Ég ræddi við karlana á Havlot og þeir sögðu að það væru 2 eða 3 aðrir færeyskir bátar á þessum miðum en afli hefði verið sáralít- ill og mest væri það smáloðna sem þeir hefðu séð og henni slepptu þeir,“ sagði Kristján. Menntunarstig ykist - en einnig kostnaður, segir í skýrslunni um háskólanám á Akureyri í nefndaráliti því um háskóla- kennslu á Akureyri og eflingu Akureyrar sem miðstöð mennta og vísinda utan höfuð- borgarinnar, sem sagt var frá í síðasta blaði, kemur fram að nefndin telur að stefna beri að þvi að hefja kennslu í sumum þeirra greina sem nefndar eru þegar árið 1985. Ekki sé nauð- synlegt að kennsla í öllum greinunum hefjist samtímis, en æskilegt að allar tillögurnar verði komnar til framkvæmda haustið 1986. Rétt er að geta þess að einhugur var í nefnd- inni um niðurstöðurnar. Varðandi kostnaðarhlið máls- ins segir í álitinu að ekki leiki vafi á að beinn kostnaður fyrir ríkis- sjóð við kennslu á tveimur stöðum yrði meiri en á einum. Á móti komi hins vegar minni kostnaður nemenda sem búa heima og þar með minni lánsþörf úr Lánasjóði íslenskra náms- manna sem ríkissjóður veitir fé til. Auk þess bendir nefndin á að kennsla gæti í sumum tilvikum orðið meiri að gæðum vegna minni hópa og að tiltölulega fleiri yrðu eftir í atvinnulífinu á staðnum. „Enginn vafi er á að menntun- arstig þjóðfélagins ykist þegar á heildina er litið og þarf að vega það á móti viðbótarkostnaði,“ segir í nefndarálitinu. Þær greinar sem helst hefur verið rætt um að byrja að kenna á Akureyri eru gagnavinnsla og fyrri hluta nám í verslunar- fræðum. HS. „Sunnan- og suðvest- anáttir verða ríkjandi næstu daga hjá ykkur,“ sagði veður- fræðingur í morgun. „Það gæti rignt öriítið í dag en á morgun verður þurrt og bjart- ara en það verður sæmiiega hlýtt báða dagana.“ # Raunir Allaballa Að líkindum er andstaðan vegna fyrirhugaðs álvers við Eyjafjörð sterkust í sveitun- um framan Akureyrar. Þetta hafa Allaballar gert sér Ijóst, enda höfðuðu þeir óbeint til álversandstæðinga í fundar- boði fyrir almennan stjórn- málafund sem haldinn var í Freyvangi í síðustu viku. En ekki dugði það samt tll, því samkvæmt heimildum Dags kom aðeins einn maður á fundinn, auk frummælend- anna; Steingríms Sigfússon- ar og Ragnars Arnalds - og það var frændi Steingríms sem mætti af tryggð við ætt- ina. Sáu Allaballar þá ekki annað ráð en að kalla á „trygga“ flokksgæðinga þannig að fundarfært yrði. # Hitastigið og Ómar Ómar Ragnarsson, frétta- maður sjónvarps, var stadd- ur á Akureyri þegar fréttir bárust af landsiginu sem var undanfari Kröflueldanna í nótt. Ómar var á iði allt kvöld- ið og loks stóðst hann ekki mátið. „Það er best að ég fari bara í Reynihlíð og sofi þar í nótt,“ sagði hann og flaug tii Mývatns. Þegar þangað kom má segja að sprungan hafi opnast undir flugvélinni. Ómar sá sem sagt upphafið og ef að líkum lætur hefur honum ekkl orðið skotaskuld úr því að taka nokkrar myndir sjálfur, jafnframt því sem hann flaug vélinni. Um tíma var hann tengiliður við al- mannavarnir og flaug mjög lágt, „var að kanna hitastig- ið“, eins og einhver sagði. # Rollan og Ragnhildur Fjórðungsþing Norðlendinga var með svolítið sérstæðum hætti að þessu sinni og segja sögur að Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra, hafi átt nokkurn þátt í að svo varð. Þegar Ragnhildur kom fljúgandi með litilli elnkavél og lenti á einhverjum flug- melnum þarna vestra var rolla fyrir á brautinni. Bíl- stjórinn sem beið eftir að flytja ráðherra á þingstað þurfti að standa í smala- mennsku svo vélin gæti lent. Ragnhildur stendur nú í því að skera niður útgjöld vegna skólamála að fyrirskipan Alberts fjármálaráðherra, þó sumum finnist sá niður- skurður eiga að skiptast svolítið misjafnlega eftir landshlutum. En nóg um það hér, þessi vfsa varð til vegna þráa rollunnar að leyfa flug- vél ráðherrans að lenda: Sauðkindin gaf skýrt í skyn skilst mér engan furðl. Að hún værí andsnúin öllum niðurskurði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.