Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 1
___ V ¦>.>¦¦;.-»¦">?¦¦¦.. ¦¦>¦> ¦¦¦.¦¦¦¦:;..¦¦- i ¦>>> ¦ —' • "jm&g& ^gftt^Stá ..-#> ^StfiÉfcW*^ ¦¦- W 1 Baldvin Guðmundsson. „Atti ekki von á að komast í lið" - segir Baldvin Guðmundsson sem hefur vakið athygli í marki Þórs í 1. deild Þegar langt var liðið á keppnina í 1. deild birtist skyndilega ungur markvörð- ur í liði Þórs. Strákurinn vakti talsverða athygli í sín- um fyrstu leikjum, ekki hvað síst á Akureyri þar sem hann var algjörlega óþekktur, og ekkert hafði verið sagt um það í fjölmiðlum að Þórsliðið ið væri búið að fá nýjan markvörð. Hann heitir Baldvin Guð- mundsson og er tvítugur. í yngri flokkunum spilaði hann með KR alveg upp í 2. flokk. Þá flutti hann til Hafnarfjarðar og árið 1982 lék hann bæði með 2. flokki og 2. deildarliði félagsins. „Ég man að ég spilaði m.a. gegn Þór það ár," segir hann er við rifjum þetta upp. í fyrravor settu meiðsli strik í reikninginn þannig að hann gat lítið spilað. „Ég hætti alveg í júnf að reyna þetta og hafði ekk- ert æft þegar ég kom hingað í maí í vor," segir hann. - En hvers vegna kom hann til Akur- eyrar? „Eigum við ekki að segja að ég hafi verið að elta stelpu," segir hann og hlær. „Ég ákvað þá að fara að æfa aftur hérna og Þór varð fyrir valinu. Ekki átti ég þó von á því að komast í lið eftir að hafa sleppt æfingum svona lengi. En það er erfitt að slíta sig frá þessu." - Baldvin var ekki lengi að komast í gang, enda með mikla reynslu af tvítugum markverði að vera. Hann spilaði m.a. á sínum tíma 7 drengjalandsleiki fyrir ísland. En hver var hans fyrsti leikur með Þór? „Það var bikarleikurinn á móti KR sem var spilaður á KR-vellin- um og ég neita því ekki að ég var taugaóstyrkur í byrjun, ég var að spila á móti mörgum af mínum gömlu félögum og á mínum gamla velli. Fyrsti leikurinn í 1. deildinni var svo heimaleikur á móti Þrótti sem tapaðist 0:1." - Mikill munur að leika í 1. deild og 2. deild? „Já, hann er talsverður. Það er spilað undir meiri pressu að mínu mati enda eru menn meira í sviðsljósinu ef þeir spila í 1. deild." - Baldvin er húsasmíðanemi og starfar við þá iðn hér á Akur- eyri. Við spurðum hann hvernig hann kynni við sig hér í bænum. „Ég hef kunnað mjög vel við mig hérna. Hérna er allt annað veðurfar en fyrir sunnan og betra. Það kom t.d. oft fyrir þeg- ar ég var með FH að við vorum skyndilega settir á malarvöllinn um mitt sumar vegna þess að grasið var óleikhæft vegna rign- inga. Ég hef mikinn áhuga á að vera hérna áfram og spila með Þór en það veltur nokkuð á því hvort ég fæ vinnu hérna áfram í mínu fagi," voru lokaorð Baldvins. „Strákana vantar ekki áhugann" „Það vantar ekki áhugann hjá strákunum, þeir mæta allir á hverja einustu æfingu og hafa gert í allt sumar," sagði Árni Stefánsson leikmaður meist- arafiokks og iþróttakennari, en hann hefur í sumar eins og í fyrrasumar séð um Knatt- spyrnuskóla Þórs. Það voru 35-40 strákar sem sóttu skólann í sumar," sagði Árni er við ræddum við hann. „Þeir eru á aldrinum 5-10 ára og áhuginn er geysilegur. Ég reyni að byggja þetta þannig upp að þeir séu alltaf með bolta, það er bolti á mann og svo reyni ég að hafa þetta eins mikið í leikja- formi og hægt er. Þetta er tvímælalaust rétti aldurinn til þess að byrja, þeir verða að fá undirstöðuna á þess- um aldri. Það sjást miklar fram- farir hjá strákunum frá í vor, þeir eru farnir að taka miklu meiri þátt í leiknum, eru virkari þegar þeir eru ekki sjálfir með boltann og farnir að þekkja leikinn betur." - Knattspyrnuskóli Þórs stóð yfir í tæpa þrjá mánuði og voru sömu strákarnir með allan tímann, æfðu 4 sinnum í viku tvo tíma í senn. í lokin var haldið til Dalvíkur þar sem leikið var gegn heimastrákum og vann Þór þann leik 3:1. Áður hafði verið leikið við knattspyrnuskóla KA og vannst annar leikurinn 4:2 en hinn endaði með jafntefli 0:0. Árni Stefánsson. ÍE „ Við criiin að mimista kosti sloppnir af tnesta fallhíettusvaeo- inu eftir sigurimt gegn Kcflavik um síðustu helgi" en fræðtlega séð erum við enn í fallhættu,*' sagði Aniar Guðlaugsson liðstjóri l'órs í meistaraflokki er við i icddum vtð hann um stöðuna i I. deiidinni í dag. Arnar sagði að sigurinn í Kefla- vík yrði væntanlcga lil |>css að losa aðcins um spennunu scm verið hefur á mannskannum að umluii- fornu. „Við ætiiim að géta spilað þá tvo leiki sciii við eigum eftir af- shi|)|iaðri heldur en siðusiu leikt, |)óii auðviiað megi menn ekki fara að gefa neítt eftir," bætti Antar víð. I'óisliðiuii getur gengið mjög vel eftir að leikmenn fengu frí frá leikjuiii l'viri hhlta agúslma.iaða;. Fyrst eftir fríift tck t»ór vtft! Fráitt, |»ví na'sl við KR og lokst við Kefla- vík um siðtisiu helgi. Leikirnir við Frattt og KR voru báðir heimateik- ir og unnusl samifærandi tig svo kom sigurinn i Keftavík sem að vísu var gegn gangi leiksíns en moiiiuiiii fannst tími lil kontinn að Þórsaíar fengju að kynnast því hvernig er að hai'a heppnina nteð sér. Scni' sagt, 9. stíg í þremur teikjum eftir frt eða HMI"» árang- ur. ()g næst er |»að leikurimt gegn Víkingi sem verður ú Akureyrar- velli kl, 14 a laugardag. Þann leik ætla l»órsarar sér að \inna hvað sem það koslar. og myndt liðið þá iim leið endanlega gulltryggja sig frá falli t 2. deild. og sigur hefðí |»að í l'or með sér að liðið nálgaðist enn efstu lið deitdarinnar. \ikingar ern þt> sýnd veiftt en' ekki gefin, þeir iiiiuu Skagantenn á dögunum eins og frægt er orðið og þeir hafa synt það að þeir geta bitið frá sér ef svo ber m.dir. I»að verðtir þvi hörkuleikur á taugar- dag t»g er ásta-ða til að hvetja fótk að Ijölmenna og HVETJA ÞÓR ni. StGÍiRS!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.