Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 2
14 - DAGUR - 5. september 1984 „Árangurinn allgóður" - segir Sigurður Vatnsdal formaður unglingaráðs „Árangur yngri flokka Þórs var allgóður í sumar og ég er ánægður með hann að flestu leyti,“ sagði Sigurður Vatns- dal, en hann er formaður ung- lingaráðs Þórs. Kvennalið okkar var í 2. sæti í íslandsmótinu, 2. flokkur hafn- aði í 3. sæti í íslandsmóti, 3. flokkur komst í úrslit í íslands- mótinu og stóð sig mjög vel en sá flokkur vann sinn riðil með markatölunni 37:0. í úrslitunum urðu Þór, Fram og Keflavík jöfn að stigum og réði markatala því að við komumst ekki í úrslitaleik- inn. Við fórum með 5. flokk í úr- slitakeppni 7-manna liða. Þá höfum við eignast Akureyrar- meistara í 3. og 6. flokki og fleiri titlar geta unnist til viðbótar. Mikil aðsókn var að íþrótta- og leikjanámskeiði okkar og knatt- spyrnuskóli Þórs var afar vel sóttur. Á næsta ári breytast liðin við það að strákarnir færast á milli flokka svo það er aldrei að vita hvað þá gerist. Það þarf að búa vel að yngri flokkum okkar því í þeim eru framtíðarknatt- spyrnumenn félagsins,“ sagði Sigurður Vatnsdal. Sigríður Pálsdóttir. „Mikill áhugi“ - segir Sigríður Pálsdóttir „Ég byrjaði að æfa knatt- spyrnu fyrir tveimur árum vegna þess að besta vinkona mín var komin í Þór,“ sagði Sigríður Pálsdóttir, en hún leikur með yngra liði Þórs í knattspyrnu. „Við höfum mjög mikinn áhuga á fótbolta og það mæta svona 16-25 stelpur á æfingar. Við tókum þátt í íslandsmóti 12- 15 ára, spiluðum fjóra leiki og unnum einn þeirra. Ég er alveg ákveðin í að halda áfram að æfa og vonandi á okkur eftir að fara fram en þjálfarinn okkar Guð- mundur Svansson var mjög ánægður með þetta fyrsta sumar hjá okkur,“ sagði Sigríður. Valdimar Pálssun. „Vantar leikreynslu" - segir Valdimar Pálsson „Ég byrjaði í Þór þegar ég var 7 ára og var þá undir stjórn Þrastar Guðjónssonar,“ sagði Valdimar Pálsson sem er fyrir- liði 3. flokks Þórs. Valdimar sagðist hafa leikið sem tengiliður lengst af og sagði hann það vera skemmti- legra en að vera í öftustu vörn- inni en þar hefur hann einnig leikið. „Okkur gekk ágætlega í sumar, komumst í úrslit í íslands- mótinu og unnum þar ÍK og Fram en töpuðum fyrir ÍBK. Svo lékum við gegn Hetti um 5. sætið og unnum þá 8:2. Við erum ekk- ert slakari en Reykjavíkurliðin en vantar illilega leikreynslu,“ sagði Valdimar. Birkir Guðnason. „Ákeðinn Þórsari“ - segir Birkir Guðnason „Það kom aldrei til greina að fara í KA þó ég eigi heima á Brekkunni, ég er ákveðinn Þórsari,“ sagði Birkir Guðna- son, en hann byrjaði að æfa með Þór 7 ára og leikur nú í 6. flokki. „Pabbi lék með Þór og ÍBA og ég á tvo bræður sem báðir eru í Þór. Það hefur gengið ágætlega hjá okkur í sumar, við komumst að vísu ekki í úrslit í Eimskipa- félagsmótinu en við erum Akur- eyrarmeistarar í 6. flokki a, b og c. Árni Stefánsson þj álfari. “ - Við spurðum Birki hvort hann stefndi ekki að því að kom- ast í landsliðið. „Jú það væri gaman að leika með landsliðinu eins og pabbi," svaraði hann ákveðinn. Páll Gíslason. „Frábær hópur“ - segir Páll Gíslason „Ég er búinn að vera í Þór í 9 ár og sé ekki eftir þeim tíma sem hefur farið í fótboltann,“ segir Páll Gíslason. Hann er 14 ára - hefur því byrjað 5 ára - og er fyrirliði 4. flokks Þórs. Flokkurinn okkar er góður núna, frábær hópur og góð stemmning. Við komumst hins vegar ekki í úrslitin í íslandsmót- inu, en setjum stefnuna á þau næsta sumar. Árni Stefánsson þjálfar okkur og vonandi verður hann með okkur áfram. Ég er al- veg ákveðinn í því að setja mark- ið hátt og stefni að því að komast í meistaraflokk þegar þar að kemur,“ sagði Páll. Steingrímur Pétursson. „Óheppnir í sumar“ - segir Steingrímur Pétursson „Það vantaði einu sinni markmann á æfingu hjá okkur. Ég fór þá í markið, fékk mark- mannsveikina og stðan hef ég verið í marki.“ Sá sem þetta segir er Stein- grímur Pétursson markvörður 5. flokks Þórs. Hann er 12 ára og hefur æft með Þór í 4 ár, lék fyrst sem tengiliður. „Við vorum nokkuð óheppnir í íslandsmótinu í sumar, vorum jafnir KA að stigum en þeir kom- ust í úrslitin á hagstæðari marka- tölu. Við komumst hins vegar í úrslit í Eimskipafélagsmótinu en gekk illa þar. Þjálfari okkar er Páll Guðlaugsson og hann er góður þjálfari," sagði Steingrím- ur. Þær æfðu með úrvalsliði KSI Fjórar stúlkur úr Þór voru í sumar valdar til þess að leika með úrvalsliði KSÍ, 19 ára og yngri, en andstæðingar liðsins voru stúlkur frá Bandaríkjun- um. Þessar Þórsstúlkur voru Diana Gunnarsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Þórdís Sigurðar- dóttir og Eydís Benediktsdótt- ir. Diana sagði að 22 stúlkur hefðu mætt á æfingar hjá KSÍ en síðan voru valdar 16 stúlkur til þess að leika. Þær Diana, Kol- brún og Þórdís voru í þeim hópi. Kolbrún var síðan í byrjunarlið- inu en þær Diana og Þórdís komu inn á í síðari hálfleik. „Þetta var mikil reynsla fyrir okkur og heiður að fá að leika fyrir hönd íslands," sagði Diana. Éins og fram hefur komið sigraði Þór í b-riðli 1. deildar kvenna og lék gegn Akranesi um íslands- meistaratitilinn og tapaðist sá leikur 1:4. Þjálfari Þórs er Guð- mundur Svansson og binda stúlk- urnar vonir við að hann verði áfram með liðið. „Það er í mörg horn að líta“ - segir Sæbjörn Jónsson sem á sæti í vallarnefnd Frá vígslu grasvallar Þórs 1980. Haraldur Helgason fyrrverandi formaður félagsins t.v. og Sigurður Oddsson núver- andi eru eitthvað að bralla og ungir Þórsarar fylgjast með af áhuga. „Aðalverkefni okkar í sumar hefur verið að undirbúa svæð- ið fyrir norðan malarvöllinn, en þar fáum við stóran grasvöll,“ sagði Sæbjörn Jónsson, en hann á sæti í vall- arnefnd Þórs. „Við höfum hug á því að fara í það strax næsta vor að tyrfa þetta svæði, en það fer auðvitað eftir fjárhagnum hvort það verður hægt. Völlurinn verður sennilega 90x200 metrar að stærð, og okkur reiknast til að torf á þetta komi til með að kosta um 400 þúsund krónur. Þegar þessum framkvæmdum lýkur verðum við orðnir býsna vel settir, með tvö stór grassvæði og ágætan malarvöll. Þá förum við í það að girða þetta af og vinna að fegrun á svæðinu. Nú, við erum með tilbúna tennisvelli að því leyti að við erum búnir að byggja þá upp, en það er eftir að leggja malbik ofan á. Það er því í mörg horn að líta hjá okkur við uppbyggingu á Þórssvæðinu,“ sagði Sæbjörn Jónsson. Sæbjörn Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.