Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 05.09.1984, Blaðsíða 3
5. september 1984 - DAGUR - 15 - acyn riuaiui Guðjónsson sem farinn er í ársleyfi til Bandaríkjanna mér. t*ó neita ég því ekki að ég hef gælt við þessa hugmynd og ég veit að einstaka menn hafa áhuga á því að ég spreyti mig en ég veit ekki hvað á að segja um þetta meira.“ - Á vegum Þórs hefur Þröstur sótt námskeið erlendis, hann fór t.d. á námskeið hjá Þýska knatt- spyrnusambandinu og á sínum tíma dvaldi hann hjá hollenska félaginu Feyenoord þar sem hann kynnti sér þjálfun og fleira. Þá hefur Þröstur farið með lið á vinabæjamót margsinnis og hefur heimsótt öll Norðurlöndin með unglingalið frá Akureyri. Við spurðum Þröst að því hvort hon- um þætti ástæða til að þjálfun yngri flokkanna væri breytt frá því sem nú er. „Sumarið hjá okkur er stutt og það er að mínu mati illa nýtt að því leyti að allt of mikil áhersla er lögð á keppni og aftur keppni. Ýmislegt varðandi æfingarnar sjálfar mætti breytast. Það er t.d. lítið vit í því að vera með 20 stráka á æfingu og aðeins 2 bolta, það verður að vera bolti fyrir hverja tvo stráka og tækniæfingar eiga að hafa forgang. En tæknin kemur ekki nema með þrot- lausum æfingum undir leiðsögn. Maður sér ennþá í meistaraflokki menn sem vantar undirstöðuat- riði og tækni, því miður.“ - Hefur þú ekki áhuga á að taka upp þráðinn þegar þú kemur heim aftur frá Bandaríkjunum, steypa þér í þjálfunina? „Ef það er áhugi fyrir því að hafa mig þá verð ég örugglega til í slaginn. Ég hef alltaf haft mjög gaman af þjálfun. Fjölskylda mín hefur líka tekið virkan þátt í þessu brölti mínu og það hefur ekki svo lítið að segja.“ - Við þökkum Þresti fyrir spjallið, og Þór á vonandi eftir að njóta starfskrafta hans um ókom- in ár. fyrstu þjálfaraspor voru tek- in á ísafirði þar sem hann fæddist og bjó lengi vel, en hann er „búinn að vera að brölta í íþróttum í 30 ár“ eins og hann segir sjálfur. - Um helgina tók Þröstur sig upp ásamt fjölskyldu sinni og hélt til Bandaríkjanna. Þar ætlar hann að dveljast næsta árið, og við spurðum hver tilgangur ferðarinnar væri. „Ég er í ársleyfi og ætla að vera í Colorado. Það má segja að megintilgangurinn sé að rifja upp það sem ég lærði í íþrótta- kennaraskólanum á sínum tíma, og svo vonast ég til að geta aukið við þekkingu mína á ýmsum sviðum. Ég ætla að kynna mér kennslufyrirkomulag í hinum ýmsu íþróttagreinum, ég ætla að leggja mikla áherslu á íþróttir fyrir fatlaða en það má segja að ég hyggist sækja öll þau nám- skeið sem ég get komist yfir að sækja.“ - Hvenær hófst þú þjálfun hjá Þór? „Ég byrjaði að þjálfa hjá Þór sumarið 1972 og var þá með 4. flokk þar sem voru kappar eins og Árni Stefánsson og Nói Björnsson svo einhverjir séu nefndir. Síðan hef ég þjálfað á hverju ári hjá félaginu, yfirleitt verið með tvo flokka og sumarið 1982 var ég yfirþjálfari félagsins. í sumar hef ég svo fylgst með og reynt að sjá um að skipuleggja þjálfun yngri flokkanna. Þá má minnast á það að sl. 4 ár hef ég séð um alla inniþjálfun knatt- spyrnumanna Þórs yfir vetur- inn.“ - Hefur aldrei komið til tals að þú tækir við meistaraflokki fé- lagsins? „Ég held að það hafi aldrei komið til tals af neinni alvöru, en ég hef lítið verið að velta því fyrir Þröstur Guðjónsson. Það mun óhætt að segja að fáir hafi lagt meira af mörkum varðandi unglinga- starf hjá Þór undanfarin ár en Þröstur Guðjónsson íþróttakennari. Hann á orð- ið um 20 ára þjálfaraferil að baki þótt hann sé ekki nema liðlega hálffertugur. Hans „Tæknin kemur með þrotlausum æfingum“ STORLEIKUR A Akureyrarvelli nk. laugardag kl. 14. Nú er ekkert lát á sigurgöngu Þórs. Hvetjum Þór til sigurs í siðasta heimaleik sumarsins Þorsteinn Ólafsson þjálfari Þórs. Björn Arnason, þjálfari Víkings VÖR? BATASMIDJA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.