Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 7. september 1984 7. september 1984 - DAGUR - 7 Dagur í heimsókn á kanínubúinu Auðkúlu í Svínadal: — segir Halldóra Jónmundsdóttir, kanínubóndi „Þetta er léleg eftir- tekja, það eru bara engin ber núna. Ég er búin að vera í IV2 tíma og rétt með botnfylli, vanalega fœ ég 10 lítra á sama tíma. Ég skil bara ekkert í þessu. “ Það er Halldóra Jón- mundsdóttir, húsfreyja á Auðkúlu í Svínadal, sem hefur orðið. Hall- dóra var í berjamó er okkur bar að garði og var sótt til að spjalla við okkur. En það voru ekki ber sem við œtluðum að frœðast um, heldur kanínubú- skapur sem rekinn er á Auðkúlu og Halldóra sér aðallega um. „Það er rétt að maður fœr ber og rjóma og ég sem er berjasjúk. Það er slæmt aðfá ekki í sultu og saft. “ Halldóru gengur illa að sœtta sig við lélega berjasprettu í Svínadal og kemst að lokum að þeirri niður- stöðu að hún verði lík- lega að fara eitthvað lengra til að fá ber. Eftir kaffisopa göngum við niður að fjósinu, en þar eru engar kýr lengur heldur kanínur og eithvað af hænum hefur þar að- setur líka. Er við komum inn í fjósið/kanínubúið sjáum við 2 lausa, hálfstálpaða unga á gólf- inu. Halldóra grípur strax annan: „Þetta er Sammi, hann er ævin- týrakanína. Þannig var að við tókum hann heim í hús og þar var hann laus, gekk inn og út út kass- anum sínum eins og hann vildi. Einn daginn fóru hundarnir að atast í honum og Sammi varð svo hræddur að hann hljóp sem fætur toguðu og hvarf út í buskann. Heimilsfólkið svaf vart fyrir áhyggjum næstu nætur og hafði miklar áhyggjur af Samma. En eftir 4 daga fannst Sammi í hey- inu, þangað hafði hann forðað sér á hlaupunum, allir urðu ákaf- lega glaðir og hann er nú uppá- haldskanínan á bænum.“ Sammi er nú settur ofan í kassann hjá systkinum sínum. Halldóru er greinilega mjög annt um dýrin sín og hugsar vel um þau. Næst sýnir hún okkur Evu, fallegasta kvendýrið á bænum. „Þetta er prinsessan á bænum, alveg sér- staklega fallegt dýr. Það komu Þjóðverjar hingað í sumar og þeir voru mjög hrifnir af Evu. Þessir Þjóðverjar fóru hringferð Það fer vel um dýrin hjá Halldóru og greinilegt að hún ber mikla umhyggju fyrir þeim, það er ekki bara gróðasjónarmiðið. Ekki munum við hvað þessi heitir, en nógu falleg er hún. um landið og leiðbeindu um kan- ínuræktina, kenndu okkur að klippa þær og þar fram eftir göt- unum. í framhaldi af Jjví voru stofnuð félög á hverjum stað eða hverri sveit. Eva fer að komast að rúningu, hún gefur svona 12- 1400 gr af ull. Það þarf að velja svona góð dýr eins og hana til undaneldis. Það er mjög mikilvægt að velja rétt dýr til ræktunar. Það er alls ekki sama hvaða dýr eru notuð. Við gerðum t.d. tilraun fyrir stuttu, með að nota karl sem við ekki þekktum og það komu gölluð dýr út úr því. Þau voru öll með lafandi eyru.“ Halldóra sýn- ir okkur ungahópinn með laf- andi eyrun og það er vissulega nokkuð skrýtin sjón. „Fólk verður að vara sig á að nota dýr til undaneldis sem ekki eru nógu góð. Eg held bók- hald yfir öll dýrin svo ekkert fari úrskeiðis með ræktunina og það eru ótal smáatriði sem þarf að at- huga í þessu sambandi. Það eru til dýr sem ekki ættu að vera til og það er með þennan búpening, eins og annan, að ef ekki er vand- að til ræktunarinnar er ekkert úr þessu að hafa. Ég er með 2 karla til undaneldis, Kain og Káinn, þeir hafa báðir verið viðurkenndir. Þjóðverjarnir voru mjög reiðir yfir því að ég skyldi skíra svona fallegt dýr Kain.“ Við tökum eftir því að Hall- dóra virðist þekkja öll dýrin með nöfnum og förum að forvitnast um hvað þau séu mörg og hvort hún þekki þau virkilega öll í sundur. „Ég skíri allar kanínurn- ar og þekki þær í sundur, þær eru um 100 núna. Þær þekkja mig líka, þær þefa af fólki og virðast þekkja það á lyktinni og leggja mikið upp úr því að alltaf sé sami hirðirinn.“ Dýrin eru í búrum, eitt í hverju búri, nema hvað ungarnir eru allir saman í stórum kassa, sem Halldóra segir að þurfi að hækka því þeir séu farnir að stökkva upp úr honum. Einn hafði greinilega stokkið upp úr kassan- um og troðið sér undir eitthvað því ullin var grútdrullug. Þá er klippa ullina af og henda henni því hún er ónýt. Ungamir eru 7 vikna og þegar þeir eru orðnir 6 mánaða er hægt að velja úr þeim til kyn- bóta. Þegar ungamir em 6 vikna gefa þeir um 60-70 gr af ull, sem svo smá eykst. Um 6 mánaða er svo komið í ljós hvað kanínan Halldóra Jónmundsdóttir: „Mjög mikilvægt að velja rétt dýr til undaneldis“. gefur mikla ull ög þá er hægt að velja kynbótadýr. Við smíðum öll búrin sjálf. Það er mjög lítið mál að hirða þær, það fer ekki mikill tími í það, en hitt er svo annað mál að ég gleymi mér oft hérna því ég hef svo gaman af að dútla við þessar elskur. Þær borða aðallega hey og fá einnig 50 gr af korni á dag, sem er sérstakt kanínufóð- ur. Þeim er gefið korn einu sinni á dag, en fá hey eins og þær geta í sig látið. Það er verið að athuga hvort ekki er hægt að framleiða þetta efni sem þær þurfa hér á landi svo ekkert þurfi að flytja inn. Það er einnig hægt að rækta fóðurrófur til að gefa þeim og við erum að hugsa um að fara út í það. Ég er ákveðin í að halda áfram að fjölga dýrunum.“ - Hvað er oft rúið og hvernig gengur að selja ullina? „Hvert dýr er rúið á 3ja mán- aða fresti, en samt ekki öll í einu. Ef svo væri hefði maður lítið að gera í 3 mánuði og svo kæmi mik- il törn. Álafoss kaupir ullina og borgar tæpar 1000 kr. fyrir kílóið af 1. flokks ull. Það eru 5 gæða- flokkar á ullinni, en mest af henni fer í 1. og 2. flokk. Þeir hafa framleitt mjög fallegar peys- ur úr ullinni." - Þú talar mikið um hversu rétt ræktun sé mikilvæg. Hvernig eiga góð dýr að vera? „Þau eiga náttúrulega að gefa mikla ull, það er gott að þau séu mikið loðin í framan og á eyrum. Sköpunarlagið á að vera sem jafnast, rétt eins og á sauðkind- inni.“ Halldóra sýnir okkur dýr sem uppfylla þessi skilyrði, en við sáum lítinn mun, enda ekki vanar að umgangast ullarkanínur. En hvað skyldi vera gert við kjöt af þeim kanínum sem dæmast ekki nógu góðar. „Ég er búin að vera með þennan búskap í 2 ár og hef ekki slátrað neinu ennþá, en ég býst við að þegar það verður selji ég kjötið til veitingahúsa. Mér er sagt að það sé góður markaður fyrir kanínukjöt í landinu. Það er víst líkt kjúklingakjöti, bara ennþá safaríkara og meyrara. Hvort ég mundi borða kanínu- kjöt, ég held ekki. Ég mundi alla , vega aldrei borða kjöt af mínum kanínum og ég borða ekki kjúkl- ingakjöt þannig að ég á ekki von á að ég fari að leggja mér kanínu- kjöt til munns. Ánnars get ég sagt ykkur sögu af manni sem kom á fund á Blönduósi. Þar voru á annan tug kjötrétta á boðstól- um og sagðist hann geta borðað allt kjöt nema kanínukjöt. Hann fær sér pottrétt. sem þarna er og þegar hann er búinn að borða segist hann aldrei hafa smakkað betri pottrétt. Þegar farið var að athuga málið kom í ljós að það var kanínukjöt í réttinum.“ Kanínurnar eru allar merktar á eyrum. Halldóra kallar það að tattóvera þær. Þær eru merktar með númeri, fæðingarmánuði og ári í annað eyrað og í hitt eyrað fer númerið sem bærinn hefur. Þetta er mjög mikilvægt upp á bókhaldið. Halldóra sagði okkur að krakkarnir hefðu verið mjög lítil þegar þau fóru að marka lömbin, en þau hlaupa í burtu þeg- ar hún merkir kanínumar af því að þær skrækja aðeins. „Ég sagði þeim að mér fyndist þetta skrítin pólitík." v. j-, jj - Okkur var tjáð hér á öðrum bæ að þú værir formaður félags sem hér hefði verið stofnað í kringum kanínurnar? „Já, við stofnuðum félag, en ég er nú ekki orðin formaður ennþá. Mér er hótað að ég verði formað- ur, en við höfum enn ekki getað hist, þannig að félagið er ennþá formannslaust." - Eru þessi dýr viðkvæm fyrir sjúkdómum? „Ekki svo mjög. Það hefur gengið vel hjá okkur. Fyrst eftir að við byrjuðum drápust nokkur dýr úr skitu, en það var bara fyrir vankunnáttu. Éf ungamir fá súlfatöflur í drykkjarvatnið þegar þeir eru 6 vikna í 10 daga kemur ekkert fyrir þá. Ef þeir fá kvef gefum við þeim súlfa og þeir hætta að snýta sér eftir 2 daga.“ - Svona að lokum, heldurðu að það sé framtíð í þessari bú- grein? „Mér sýnist það, já. Ég held að markaðshorfur séu góðar. Við höfum gífurlegan áhuga á þessu. Það er ekki til neins að vera með þessar hefðbundnu offramleiðslu- búgreinar sem allir rífast út af. Við vorum með beljur, en hætt- um með þær. Núna erum við með lítið fjárbú auk kaníanna og blessuð hrossin, sem við getum ekki verið án. Við höfðum alltaf áhuga á kanínum og þær hafa ekki brugðist okkur. Það er óhemju gaman að umgangast þessi dýr, maður kemst í svo gott samband við þær og það er hægt að gera þær að algjörum gæludýr- um. Þjóðverjarnir sögðu að þetta Halldóra gerði tilraun með að rækta undan karli sem hún ekki þekkti og útkoman varð ungar með lafandi þeir. væri mjög gott land til kanínu- ræktar. Við eigum að geta fengið. meiri ull af hverju dýri hér vegna kuldans og rakans. Ullin vex hraðar en í heitu löndunum og ég sé því enga ástæðu til annars en að vera bjartsýn á þetta.“ -HJS „Takiði mynd af mér,“ sagði Káinn undaneldisgripur. „Þú þarft ekkert að vera hræddur við hundana“ gæti Halldóra verið að segja við Samma á þessari mynd. Þetta er nú bara venjulegar kanínur eins og bömin dunda við að Hafa í skúmm hér og þar. Halldóra var með þær í fóstri um tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.