Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 7. september 1984 Sigursveitir í karlaflokki: Bjami Arngrímsson. Andri P. Sveinsson Rúnar H. Sigmundsson, Páll A. Pálsson, Sjóstangveiðimót Akureyrar 1984: Akureyringar sigursœlir „Þetta var mjög gott mót, af- bragðsveður báða dagana og veiðin betri en verið hefur undanfarin ár," sagði Rúnar H. Sigmundsson hjá Sjóstang- veiðifélagi Akureyrar, en mót í tilefni af 20 ára afmæli félags- ins var haldið um síðustu helgi. Um tveggja daga mót var að ræða að þessu sinni og voru keppendur frá Akureyri, Reykjavik, Vestmannaeyjum og ísafirði. Alls mættu 62 keppendur til leiks, og réru þeir á 13 bátum. Farið var frá Dalvík báða keppn- isdagana, verið að í 9 tíma fyrri daginn en 7 tíma síðari keppnis- dag. Heildarafli hinna 62 keppenda var 6330,78 kg og fjöldi fiska sem veiddust var 4941. Stærsta fisk mótsins veiddi Andri P. Sveins- son Akureyri, það var þorskur sem var 6,36 kg. Aflahæsti bátur- inn var Hrönn, skipstjóri var Jón Ólafsson frá Ólafsfirði. Hér fara á eftir helstu úrslit mótsins: Stærsti þorskur: Andri P. Sveins- son A 6,36 kg. Stærsta ýsa: Páll A. Pálsson A 1,74 kg. Stærsti ufsi: Aðalbjörg Bern- ódusdóttir V 1,60 kg. Stærsti steinbítur: Ulfar Ágústs- son í 3,52 kg. Stærsta lúða: Ríkharð Ingibergs- son R 2,56 kg. Stærsti karfi: Kristmundur Björnsson A 1,40 kg. Stærsti koli: Árni Björgvinsson A 1,58 kg. Stærsta lýsa: Arnór Sigurðsson V 1,08 kg. Stærsta keila: Jósefína Gísladótt- ir í 4,56 kg. Stærsti marhnútur: Jósefína Gísladóttir í 0,56 kg. í sveitakeppninni urðu Akur- eyringar mjög fengsælir og voru þrjár efstu karlasveitirnar frá Ak- ureyri. í efsta sæti urðu Rúnar H. Sigmundsson, Páll A. Pálsson, Andri P. Sveinsson og Bjarki Arngrímsson. Þeir veiddu sam- tals 642,80 kg og var fiskafjöldinn 499. í öðru sæti voru Jóhann Kristinsson, Kristinn H. Jó- hannsson, Björn Jóhannsson og Sævar Guðmundsson með 569,70 kg og fiskafjöldinn var 457. í þriðja sæti urðu Jóhann Einars- son, Þorvaldur Nikulásson , Lár- us R. Einarsson og Kristmundur Bjarnason með 564,08 kg eða 434 fiska. Vestmannaeyjastúlkurnar Aðal- björg Bernódusdóttir, Þóra Bemódusdóttir, Arndís Sigurð- ardóttir og Freyja Önundardóttir sigruðu í sveitakeppni kvenna, fengu alls 462,20 kg. ísfirska sveitin varð önnur og sveit Akur- eyrar í þriðja sæti. I þeirri sveit voru Helga Sigfúsdóttir, Sólveig Erlendsdóttir, Svandís Gunnars- dóttir og Erla Kristjánsdóttir. Sá einstaklingur sem dró flesta fiska var Kristinn H. Jóhannsson Akureyri, en hann innbyrti alls 165 fiska. Hann var jafnframt aflahæsti einstaklingur mótsins með 213,24 kg. Aflahæsta konan var Arndís Sigurðardóttir V sem fékk alls 147,94 kg. Sá einstakl- ingur sem hafði mestu meðal- þyngd var Karl Jörundsson A sem var með 1,44 kg í meðal- þyngd. Kristinn H. Jóhannsson var aflamesti einstaklingur mótsins. Félagsstarf aldraðra Þriðjudaginn 18. sept. verður síðasta sumarferð- in í ár á vegum Félagsmálastofnunar. Farið verð- ur frá Húsi aldraðra kl. 13.30 að Minjasafni Akur- eyrar. Þeir sem þess óska verða þar eftir og skoða safnið með leiðsögn. Aðrir fara í Kjamaskóg. Um kl. 15.00 sameinast hóparnir að nýju og haldið verður í gróðrarstöðina og veitingahúsið Vín í Eyjafirði, þar sem verða veitingar. Áætluð heim- koma um kl. 17.00. Þátttökugjald kr. 200.-. Þátttaka tilkynnist í síma 25880 í síðasta lagi föstudag 14. september. Félagsmálastofnun Akureyrar. Hússtjórnarskóli Þingeyinga á Laugum auglýsir Hússtjómarbraut frá 9. jan.-15. maí 1985 sem metin er í áfangakerfi framhaldsskólanna, nemendum gefst einnig tækifæri til að taka upp einstaka greinar í 9. bekk samkvæmt nánara samkomulagi við Laugaskóla. Uppl. í síma 96-43135 eða 96-43132. Skólastjóri. SAMpIast auglýsir Hafin er framleiðsla á hitapottum úr trefjaplasti. Stærð 195x195. Vatnshæð 40 og 80 cm. Kynningarverð aðeins 20 þúsund kr. Einnig getum við mótað ýmsa aðra hluti, svo sem fískeldisrör, rennur og margt fleira. Reynið viðskiptin. $L A ÍVInlttet Höfðabrekku 27, k3/VLVl|/Jtff9f Húsavík, sími 41617. -Ut tltlt Fyrir hönd Krístnesspítala er óskað eftir til- boðum í lagningu dreifikerfis hitáveitu við Kristnesspítala. Um er að ræða um 1.300 m af pípulögnum d = 25 mm - d = 70 mm í einföldu og tvöföldu kerfi. Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. nóvember 1984. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu VST hf., Glerárgötu 30, Akureyri frá og með mánudegin- um 10. september nk. gegn skilatryggingu kr. 2.000.-. Tilboð skulu hafa borist til VST hf. Glerárgötu 30, Akureyri, eigi síðar en þriðjudaginn 18. septem- ber nk. kl. 11.00 en þá verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda, sem viðstaddir verða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.