Dagur - 07.09.1984, Side 3

Dagur - 07.09.1984, Side 3
7. september 1984 - DAGUR - 3 >> Efinn er nauðsynlegur — kvöldspjall við Örn Magnússon píanóleikara frá Ólafsfirði Texti og myndir: KGA. Það er kvöldsett í Ólafsfirði, mávarnir sofnaðir en Ólafsfirð- ingar eru í hátíðaskapi af því það er afmæli. Merkisafmæli meira að segja. Ólafsfjörður sjálfur búinn að vera til í hundrað ár. Minna má nú gagn gera. Tíð- indamenn Dags á ferli. Banka upp á í húsi við Ægisgötu. Örn Magn- ússon býður í bæinn, hér er hann húsráð- andi í afleysingum - systir hans á faraldsæti og Örn hugsar um börn og blóm á meðan. Kaffi - að sjálfsögðu, ekkert er viðtal án kaffis. Rót- sterkt meira að segja. Örn hefur verið í útlöndum, Vestur-Berlín, en kom heim í endaðan febrúar af því hann var orðinn blankur. „Ég var að læra á mitt píanó,“ segir hann um til- gang veru sinnar í Þjóðverja- Iandi. „Þegar ég var þarna úti í hittifyrra í heimsókn hjá vini mínum Hjörleifi Hjartarsyni, kynntist ég fyrir tilviljun þessum píanista sem ég var nú að læra hjá. Það er öldruð rússnesk kona, Irena Möwius, hún spilar eins og engill.“ En Örn ætlar ekki að stansa lengi í Ólafsfirði. í byrjun októ- ber liggur leiðin til Englands - London - að læra meira á píanó- ið. „Ég verð í læri hjá Alfred nokkrum Kitchin, það er mjög góður karl. Hann getur kennt mér ákveðna hluti sem ég þarf að læra.“ - Var gaman í Þýskalandi? „Mjög gaman. Ekki síst það að kynnast þýsku þjóðerni. Það er nú einu sinni svo að mestu músíkbókmenntir sögunnar hafa orðið til í Þýskalandi. Berlín er á vissan hátt miðpunktur í listum í gömlu Evrópu. Tónlistarlíf er ákaflega mikið. Og þegar tónlist- arvirtuosar heimsins eru að fara sitt árlega tourné koma þeir alltaf við í Berlín þótt hún sé eins og eyja í hafi þarna í miðju Austur- Þýskalandi og kosti mikil ferða- lög að komast þangað. Aftur á móti er tónsköpun og túlkun tónlistar alveg feikilega stöðnuð í Þýskalandi. Þar eru komnar formúlur fyrir því hvern- ig á að flytja verk snillinganna - og sá sem breytir út af því jaðrar við að vera glæpamaður. Astæð- an er kannski sú að raunar eru Þjóðverjar ennþá stríðshrjáð þjóð andlega, þótt veraldlega séu þeir vellauðugir. En peningar og auður lækna ekki öll sár - öðru nær. Það er leitun að þeim Þjóð- verja sem er stoltur af sínu þjóð- erni. Og til að menn geti skapað frjálsir mega þeir ekki skammast sín fyrir að vera til, slíkt er heft- ing á frelsi andans og eðlilegu flæði sköpunarinnar. Ég hef trú á að á næstu árum verði endurfæðing í túlkun á tón- list hinnar gömlu Evrópu. í hug- um fólks er þessi tónlist eitthvað sem heyrir fortíðinni til, en hún á mikið erindi til nútímans. Túlk- un þessarar tónlistar er komin í fastar skorður, og það hlýtur að kalla á andstæðu sína - frelsi í túlkun. Tónverk meistara jaðrar við að vera lífræn heild sem getur staðið sjálf og lifað eigin lífi, þar sem eitt tekur við af öðru í líf- rænu samhengi. Og galdur túlk- andans er að fá viðkomandi verk til þess að sameinast sínum anda og líkama þannig að sú lífræna hreyfing sem í tónverkinu býr fari jafnframt fram í flytjandan- um. Sá maður sem lifir nú á dögum er sá sami og lifði fyrir 2000 árum. Til að sanna það þarf ekki annað en að lesa grfskan harmleik til að finna að sáralítið sem ekkert hefur breyst. Um- gjörð hlutanna og yfirborð er ef til vill ahnað, en kjarninn er sá sami.“ Við þömbum meira kaffi, þetta er að verða eins og í skáldsögu eftir Guðrúnu frá Lundi, nema það vantar kleinurnar. Örn fer að tala um námið, sem er endalaus vinna og aftur vinna. Og ekkert gefið - ekki þar frekar en anna- ars staðar. Sífelld endurskoðun og óvægin sjálfsgagnrýni er nauð- synleg. „Þegar ég er viss um að hafa höndlað eitthvað er ég í hættu.“ Það er gott á meðan ég efast. Efinn er nauðsynlegur." - En sé maður sífellt að efast, nær maður þá nokkurn tíma tak- marki? „Aðalatriðið er að viðurkenna efann um að ná nokkrum tíma takmarki. Efann um að maður sé nokkurn tíma á réttri leið. Ég hef trú á því að allir menn efist. Efinn er einn af sterkustu þáttun- um í menningu okkar. Einu sinni var grískur rithöfundur sem var alinn upp í Aþenu og honum þótti jafnan lítið til þessa Parþen- on hofs koma, skildi ekki hvað það var sem gerði þetta hof svona merkilegt. Hann ferðaðist víða um Evrópu og skrifaði sögur um hinn stórkostlega arkitektúr og byggingar sem þar voru reistar. Og alltaf þótti honum minna og minna til Parþenon hofsins koma. En svo þegar hann sneri aftur til síns heimabæjar þá skildi hann þessa óviðjafnanlegu vídd sem fólst í formum hofsins, því að það s'ameinuðust í einni bygg- ingu vissan og efinn. Ég er hræddur við þá stefnu sem nú er að ryðja sér til rúms í mörgum löndum Evrópu - harðlínufólk sem þykist vita og gefur efanum engan séns. Horfir þröngsýnt fram á við og sér ekki hvað er að gerast í kringum það - Margret Tatcher í Bretlandi er nærtæk- asta dæmið. Þegar kreppir að eins og nú, verður fólk þreytt á lýðræðinu og fer að leita að ein- um sterkum foringja með járn í hjartanu. Ég held að góður stjórnandi ætti að láta fólkið í friði svo það geti í ró myndað það lífsform sem því er eðlileg- ast . . . “ Örn þagnar. „Heyrðu,“ segir hann eftir stundarþögn. „Þú ættir alveg að sleppa þessu. Ég hef ver- ið að reyna að segja þetta með orðum, en það er ef til vill ekki hægt. Ef ég næ fram í tónlistinni því sem ég hef verið að reyna að lýsa, þá þarf ekkert að segja.“ Samt höldum við áfram að pæla í efasemdum um tilveruna, en þær vangaveltur færu illa á blaði svo að við ákveðum að sleppa þeim. Loks tekst okkur að finna okkur ákveðinn stað, nefni- lega Ólafsfjörð. Nú var Örn í Evrópu og kynntist þessum mikla tónlistarheimi, hvernig er að koma til Ólafsfjarðar aftur? „Ólafsfjörður er eini staðurinn á jörðinni þar sem ég get hvílt mig,“ segir Örn og brosir. „Enda er ég ekki fyrr kominn heim til ís- lands en ég er kominn norður - Garðshorn." Það er löngu komin nótt þegar við kveðjum Örn, hátíðaflugeld- arnir útbrunnir, en Ólafsfjörður samt ennþá með sparisvipinn. Og við brennum heim á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.