Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. september 1984 Alyktanir Fjórðungs- þings Norðlendinga - sem haldið var að Reykjum í Hrútafirði um síðustu helgi Á Fjórðungsþingi Norðlend- inga, sem haldið var að Reykj- um í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september voru samþykktar fjölmargar ályktanir sem snerta hagsmuni Norðlend- inga. Fara nokkrar þær helstu hér á eftir. Iðnráðgjöf Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 bendir á að bæta þarf við öðrum iðnráðgjafa á vegum sambands- ins, sem allra fyrst. Treystir þing- ið því að nægileg fjárveiting fáist í þessu skyni eigi síðar en á næsta fjárlagaári. í trausti þess felur þingið fjórðungsstjórn að ráða sem fyrst annan iðnráðgjafa til starfa með aðsetri á Norðurlandi vestra. Þingið felur atvinnuþróunar- og orkumálanefnd að ræða við fulltrúa iðnþróunarfélaga, sam- taka vinnumarkaðarins, Iðn- tæknistofnunar og iðnaðarráðu- neytisins um framtíðarskipulag iðnráðgjafastarfsemi á Norður- landi. Skal nefndin síðan leggja fram tillögur þar að lútandi á næsta Fjórðungsþingi. Námskeið, um stofnun og rekstur fyrirtækja Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 felur framkvæmdastjóra og fjórð- ungsráði að beita sér fyrir í sam- ráði við Iðntæknistofnun Islands, að koma á fræðslu- og leiðbein- ingarnámskeiðum um iðnþróun og rekstur fyrirtækja og beinist að þjálfun einstakra þátttakenda sérstaklega. Jafnframt er skorað á iðnaðarráðuneytið að hlutast til um að sú fyrirgreiðsla, sem Iðn- tæknistofnun veitir varðandi námskeiðin þurfi ekki að endur- greiðast. Varar Fjórðungsþingið við þeirri endurgreiðslustefnu, sem opinberar stofnanir reka varðandi þá þjónustu, sem telja verður eðlilegt að þær veiti án endurgjalds. Slíkar greiðslur auk greiðslu ferðakostnaðar vegna veittrar aðstoðar utan Reykja- víkur skapa óréttlætanlegan mis- mun á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Þingið skorar á alþingismenn Norðlendinga að beita sér fyrir endurskoðun þess- ara starfshátta. Iðnþróuharsjóðir Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 bendir á brýna nauðsyn þess að sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklingar hafi aðgang að nægu fjármagni til að standa undir frumkostnaði við könnun á at- vinnumöguleikum og til að standa að undirbúningi atvinnufyrir- tækja. Þingið telur rétt að sveit- arfélög hafi frumkvæði að stofn- un iðnþróunarsjóða til að takast á við þetta verkefni. Staða Kröfluvirkjunar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 vekur athygli á því vegna samn- inga milli ríkisins og Landsvirkj- unar um yfirtöku Kröfluvirkjun- ar í landskerfið að þrátt fyrir skipti á rekstraraðila verði ekki dregið úr orkuöflunarfram- kvæmdum, svo tryggja megi við- unandi rekstrargrundvöll virkj- unnar. Námsvistargjöld vegna iðnfræðslu Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 beinir til menntamálaráðherra og alþingismanna Norðlendinga að unnið verði gegn þeirri stefnu að sérskólar iðnaðarins, sem stað- settir eru í Reykjavík og ná- grenni, en þjóna öllu landinu innheimti námsvistargjöld vegna Fjórðungsþingið ítrekar stuðn- ing sinn við uppbyggingu orkufr- frekra iðnfyrirtækja á Norður- landi, þar sem aðstæður leyfa. Háhitarannsóknir í Oxarfirði Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 telur, að með tilliti til atvinnu- ástands á Norðausturlandi sé ekki verjandi að láta annað tveggja háhitasvæða við sjó á Ís- landi, sem það að auki er í byggð vera lítt kannað öllu lengur. Felur þingið fjórðungsráði að vinna því framgang að rannsókn- um (tilraunaborunum) á háhita- svæðinu í Öxarfirði verði lokið hið fyrsta, svo fullljóst verði leggur þingið til að áfram verði haldið útgáfu ferðamálabæklings- ins „Northern Iceland" á vegum þeirra samtaka enda stuðli þau að kynningu á Norðurlandi og einstökum byggðum þess. Jafn- framt ítrekar þingið fyrri sam- þykktir um að beina því til ferða- málaráðs að veittir séu styrkir úr ferðamálasjóði til skipuleggja ferðamál í landshlutum. Vegamál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 harmar að Alþingi skuli ekki hafa staðfest langtímaáætlun um vega- gerð. Ljóst er að framkvæmd vegaáætlana, sem í verulegum mæli byggjast á skiptingu fjár- magns milli kjördæma, veldur nemenda úr öðrum sveitarfé- lögum. Staðarval stóriðnaðar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 bendir á að staðarval stóriðju í land- inu mun hafa lokaáhrif á hvort haldið verður áfram núverandi virkjanastefnu sem gerir ráð fyrir virkjun Blöndu og síðan Fljóts- dalsvirkjun að hvort orku Blönduvirkjunar verði veitt suður og lögð megináhersla á að halda áfram virkjun á Þjórsár - Tungnársvæði vegna nýrrar upp- byggingar stóriðnaðar á Suðvest- ur- og Suðurlandi. Slík frávik frá núverandi virkjunarstefnu munu að áliti þingsins hafa víðtæk áhrif á möguleika annarra stærri iðn- fyrirtækja til að njóta stærri orku- /umarkaðar auk þess sem slík stefnubreyting mundi auka bú- seturöskun í landinu enn frekar. hvaða nýtingarmöguleika þar sé um að ræða. Ferðamál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 telur nauðsynlegt að sveitarfélög- in gaumgæfi betur þá miklu möguleika sem geta falist í at- vinnu af ferðamannaþjónustu. Vekur þingið athygli á þeim þætti, sem getur talist hlutverk sveitarfélaganna, að veita upplýs- ingar um byggðarlagið og ferða- möguleika innan þess, ásamt al- mennri fræðslustarfsemi fyrir ferðamenn, og stuðla að upp- byggingu almennrar ferðamanna- móttöku. Með stofnun samtaka ferðamálaaðila á Norðurlandi sem nú er í undirbúningi og byggjast á ferðamálafélögum og ferða-i málanefndum sveitarfélaganna því að eyður myndast í vegafram- kvæmdum á milli þeirra, þannig að vegir sem tengja byggðir landsins saman mæta afgangi við röðun framkvæmda. Fjórðungs- þingið varar við þessari þróun. Jafnframt ítrekar þingið að gerð verði langtímaáætlun um þjóð- brautir. Þingið leggur áherslu á mikil- vægi þess að gerður verði ársveg- ur um Þverárfjall. Sá vegur mun tengja saman og opna möguleika til mun nánara samstarfs þéttbýl- isstaðanna á Norðurlandi vestra miðju t.d. í atvinnulegu tilliti. Jafnframt leggur þingið áherslu á að vegurinn yfir Lágheiði verði endurbyggður og hraðað verði jarðgangnagerð í Ölafsfjarðar- múla. Flugvallamál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 leggur áherslu á að gerð sé lang- tímaáætlun um flugvallafram- kvæmdir, með líkum hætti og á sér stað um vegaframkvæmdir. Stofnaður verði sérstakur flug- vallasjóður, sem á sama hátt og vegasjóður hafi fasta tekjustofna, t.d. flugvallaskatt. Jafnframt verði gerð langtímaáætlun í flug- vallaframkvæmdum, sem stefni að því að byggja upp áætlunar- flugvelli með farþega- og vöruað- stöðu, öryggisbúnaði, lýsingu og bundnu slitlagi. í þeirri áætlun verði gert ráð fyrir að alþjóðlegur varavöllur sé í landinu og flug- vellir sem geti annað millilanda- flugi séu á Norðurlandi. Frumvarp til nýrra skipulagslaga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 getur ekki mælt með því við fé- lagsmálaráðherra að hann leggi frumvarp skipulagsstjórnar um skipulagsmál fram á Alþingi, þar sem frumvarpið gengur gegn yfir- lýstri stefnu fjórðungsþinga að aðalfunda annarra landshluta- samtaka um dreifingu skipulags- þjónustunnar, annað hvort með útibúum frá Skipulagi ríkisins eða með kerfi skipulagsráðgjafa. Jafnframt bendir þingið á að frumvarpið stefni að því að við- halda og auka miðstýringu í höndum embættismanna ríkisins, sem hvorki eru tilnefndir af sam- tökum sveitarstjórna eða ráð- herra. Þannig er meirihluti skipulagsstjórnar skipaður emb- ættismönnum en ekki fulltrúum sveitarfélaganna í landinu. Þing- ið skorar á félagsmálaráðherra að leggja ekki fram frumvarp til nýrra skipulagslaga fyrr en það hefur fengið efnislega umræðu á vegum samtaka sveitarfélaga. Tengslin við Menning- arsamtök Norðlendinga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984, bendir á veigamikið hlutverk Menningarsamtaka Norðlend- inga og leggur áherslu á aukin tengsl þeirra við starfsemi sam- bandsíns að því er varðar með- ferð menningarmála. Norðurlandsleikar æsk- unnar Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984, leggur til að kannaðir séu mögu- leikar í sambandi við ár æskunn- ar 1985 að koma á keppni og leikjum æskunnar, sem nær eink- um til yngri aldurshópa. Jafn- framt leggur þingið til að leitað verði í þessum efnum samstarfs við skólana og æskulýðsráð stærri sveitarfélaga, svo og íþróttafélaga og ungmennasam- taka um framkvæmd þessa verk- efnis. Endurskoðun útvarps- laga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.