Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 5
7. september 1984 - DAGUR - 5 I 30. ágúst til 1. september 1984, telur endurskoðun laga um út- varpsrekstur tímabæra, m.a. til að tryggja í lögum skyldu ríkisút- varpsins um að halda uppi lands- hlutaútvarpi innan dagskrárkerfis hljóðvarpsins. Þingið leggur áherslu á tengsl landshlutaút- varpsins við heimaaðila og telur að í útvarpslögum þurfi að vera ákvæði um samstarfsnefndir, sem kosnar séu af landshlutasam- tökum og séu til ráðuneytis út- varpsráði og starfsliði um efnisval og stjórnun landshlutadeilda út- varpsins. Fjórðungsþing fagnar því að fastráðinn er sérstakur fréttamaður við hljóðvarpsdeild- ina á Akureyri er sinni frétta- störfum um Norðurland í sam- starfi við fréttaritara einstakra staða. Samhliða þessu leggur fjórð- ungsþingið áherslu á að komið sé á fót aðsöðu til efnisöflunar fyrir sjónvarp á Akureyri, með föstu starfsliði. Með tilliti til þess leggur þingið áherslu á að þótt rýmkaður verði réttur til útvarpsstarfsemi, megi ekki skerða tekjumöguleika ríkisútvarpsins til að vera áfram útvarp allra landsmanna. Hagsmunastaða minni sveitarfélaga Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 telur ljóst að verulega hafi hallað á hin minni sveitarfélög í sam- skiptum við ríkisvaldið hin síðari ár og bendir margt til þess að út- gjöld þeirra til skylduverkefna séu þeim ofviða. Með stækkun sveitarfélaga fæst ekki fjárhags- leg lausn á þessum vanda. Því skorar Fjórðungsþingið á Sam- band ísl. sveitarfélaga í samráði við landshlutasamtök sveitarfé- laga og hagsmunaaðila minni sveitarfélaga að beita sér fyrir því að dregnar verði skýrar línur í verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga og stöðvuð verði sú þróun að ný löggjöf velti sífellt nýjum byrðum yfir á sveitarfélögin án þess að nýir tekjustofnar komi á móti. Atvinnustaða sveitanna Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 fagnar því að tekist hefur að koma á samstarfsnefnd landshluta- samtaka sveitarfélaga, Stéttar- sambands bænda og Fram- kvæmdastofnunar ríkisins um at- vinnumál sveita. Fjórðungsþingið bendir á að íbúar sveitanna verða í vaxandi mæli að sækja atvinnu til þéttbýl- isstaða. í>ví er að dómi Fjórð- ungsþingsins gagnkvæmt hags- munamál sveita og þéttbýlis að atvinnugrundvöllur sveitanna verði treystur með auknu atvinnuvali til að koma í veg fyrir fólksflutninga til annarra lands- hluta og vaxandi atvinnuleysi. Skólamál Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 fordæmir harðlega síendurtekinn drátt á lögboðnum greiðslum ríkisins til reksturs grunnskóla. Telur þingið eðlilegt og sjálfsagt að allar greiðslur ríkisins til skól- anna verði greiddar til viðkom- andi starfsmanna án milligöngu sveitarsjóða. Þingið beinir þeim eindregnu tilmælum til sveitarfé- laga að þau greiði ekki á komandi skólaári hlut ríkisins í launum og akstri ef framlög berast ekki skilvíslega. 1. Þingið leggur áherslu á að þátttaka ríkisins í kostnaði við grunnskóla byggist á því að jafna sem mest aðstöðu nem- enda til náms hvar sem þeir búa. 2. Þingið mótmælir framkomnum hugmyndum sem myndu auka verulega þann kostnaðarmis- mun sem fyrir hendi er, svo sem í akstri, viðhaldi, orku-, heimavistar- og byggingar- kostnaði. Þingið felur nefnd þeirri sem kosin var á fundi sveitarstjórnarmanna að Laugaborg 8. júni 1984 að vinna áfram að þessum málum í samráði við strjálbýlisnefnd. Verð á raforku Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 beinir þeirri eindregnu kröfu til Rafmagnsveitna ríkisins að tafar- laust verði tekið til endurskoðun- ar hið háa verð á raforku til húsa- hitunar og að ekki verði dýrara fyrir sveitabæi að fá inn þriggja fasa rafmagn en önnur heimili á landinu. Bankastarfsemi Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 beinir því til viðskiptabankanna og bankayfirvalda að samdráttur í útlánastarfsemi komi ekki sér- staklega niður á landsbyggðinni. Kostnaðarhlutdeild ríkisins í rekstri fram- haldsskóla Fjórðungsþing Norðlendinga haldið að Reykjum í Hrútafirði 30. ágúst til 1. september 1984 krefst tafarlausrar leiðréttingar á þeirri mismunun sem nú ríkir varðandi kostnaðarhlutdeild ríkisins í uppbyggingu og rekstri framhaldsskólanna. Fjölbrautar- skólarnir lúti sömu reglum og menntaskólarnir nú hvað þetta varðar. MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI INNTÖKUPRÓF Inntökupróf í Myndlistaskólann á Akureyri fyrir skólaárið 1984-85 verða dagana 17. september til 20. september. Umsóknarfrestur er til 12. september. Nánari upplýsingar veittar í skrifstofu skólans Glerárgötu 34, sími 24958 Skólastjóri. Námsflokkar Akureyrar Innritun Innritun í almenna flokka, verslunardeild og kjarnanámskeiö hefst mánudaginn 17. sept- ember. Innritun fer fram á skrifstofu námsflokkanna í Kaupangi alla daga frá kl. 17-19 og lýkur laugar- dag 22. september. Nemendur greiði námsgjöld við innritun. Allar nánari upplýsingar veittar í síma 25413 milli kl. 10 og 12. Skólastjóri. 100% hreinn appelsínusafi frá Flórida Engum sykri, litarefnum, rotvarnar- efnum, né öðrum aukaefnum er bætt í Picana I hverjum líter af safa eru u.þ.b. 2.4 kg af Flórida appelsínum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.