Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 07.09.1984, Blaðsíða 7
7. september 1984 - DAGUR - 7 Það var dulítill nœðingur að norðan kvöldið sem Ól- afsfirðingar ákváðu að fara út að borða. Hús- mæður fengu frí frá elda- mennsku föstudagskvöld í síðustu viku. „Við borðum úti í kvöld" var sagt á svo til hverju heimili. „Verður okkur ekki kalt?" Eftir hundrað ár kalla Ólafsfirð- ingar ekki allt ömmu sína og streymdu því að barna- skólanum hvar til stóð að halda heljarinnar mikla - Hátíð mikil í Ólafsfirði grillveislu, einhverja þá mestu er sögurfara af. Að minnsta kosti í Ólafsfirði. Voru menn vel útbúnir, mættu sumir með sólstóla þó blaðamenn sæju enga sólina. Hins vegar kall- aði Guðbjörn undirbúnings- nefndarmaður í kallkerfi er glumdi um barnaskólalóðina, „að nú leikur sólin við okkur....." Mér fannst hálfkalt. Ólafsfirðing- um ekki. Þeir voru í lopapeysum og létu sér ekki fyrir brjósti brenna að setjast niður sunnan við hús og slafra í sig grillað lambakjöt. Stúlka seldi miða í tveimur litum, skyldu fullorðnir kaupa sér grænan miða og var hann ávísun á lambakjötið en börn fengu Grilluð voru ógrynni af kjöti, enda Ólafsfirðingar matmenn miklir. Þau voru sammála um að hátíðahöldin væru skemmtileg, ekki hvað síst fyrir burtflutta Ólafsfirðinga eins og þau. bleikan miða og við ávísun hans til réttra aðila fengu þau afgreidda pylsu með öllu og gos, við mik- inn fögnuð. Og enn blés úr norðrinu. Blaðamaður læddist um svæðið eins og grár köttur í grænni kápu og hafði njósnir af því að öllum þótti „æðislega gaman". Samt lét einn hafa eftir sér að „betra væri að vera dán en hálfdán" en þá lífsspeki skildu blaðamenn ekki. Er ekki skárra að vera hálfdán, nema maðurinn hafi verið að meina Hálfdán? Eitthvað var um hunda á svæð- inu, hvernig miða áttu þeir að kaupa sér? „Voff, voff, ég ætla að fá eina með tómat og hráum? Æ, það passar ekki. En það var mikil örtröð við borðið, allir vildu lambið éta. „Getið þið ekki haft stafrófsröð á þessu," sagði einn glaðbeittur. Hefur eflaust ekki heitið Ögmundur. Á tíma- bili varð kjötþurrð og sagði Guð- björn að það væri allt í himna- lagi, verið væri að ná í meiri birgðir og ef 1.200 manns kæmu í viðbót þá væri smá möguleiki að allt kláraðist. Annars bauðst hann til að syngja fyrir viðstadda, því þá væri öruggt að allir myndu yfirgefa svæðið hið snarasta. Varð ekkert úr söng Guðbjarnar. Ég vék mér að náunga sem grillaði í óða önn og spurði hversu mikið væri búið að grilla. „Ætli við séum ekki búnir að grilla meðalbúhjörð. Jú þetta er áreiðanlega „vísitölubú" sem 01- afsfirðingar hafa borðað hérna. Þeir eru svangir í dag." Skátaflokkur hafði komið sér fyrir við varðeld er kveiktur var í tilefni dagsins. Þar var hressi- legur náungi sem stjórnaði söng af röggsemi og urðu margir til að taka undir söng hans. „En fleyið bar hann aldrei heim að fjarðar- strönd" það var ósköp sorglegt út af fyrir sig, a.m.k. fyrir Maríu, en hægt var að gleyma sorgum sín- um á „frístæl" danssýningu í Tjarnarborg eftir varðeldinn. Hún var ekki mjög löng, en þess áhrifameiri. Er blaðamenn komu út á Aðalgötuna mátti sjá náunga er engdist sundur og saman sem ánamaðkur væri með riðuveiki. Það er ekki bara í New York sem dansað er á götum úti. Aftur þustu menn að barnaskólanum og upphófst flugeldasýning all- mikil. Var'það hin glæsilegasta sýning. Kveikt var á 100 blysum, 1 fyrir hvert ár og sungu Ólafs- firðingar „hin gömlu kynni gleymast ei" með angurværð og trega. Það var heilmikil stemmning. Upp úr því fóru menn að tygja sig heim á leið eft- ir vel heppnað kvöld, nema ung- lingarnir sem fengu diskó í Tjarn- arborg og samkvæmt bestu vit- und fór það vel fram. Segir þá ekki meira af hundrað ára Ólafs- firðingum. mþþ. í skini stjörnuljósa sungu Ólafsfirðingar, ungir sem aldnir, um hin gömlu kynni sem gleymast ei. Texti: mþþ. i.&-i;agS»»|,(||, WSft'ífiS^jí :íí:' -J-v-i : jw~ y < ~^v^„.. . y^~^_^ S»V *&fK/*~ O 1 v. • ^jt^y j»s^g' Jðk %¦ cVD i rví *^f4.:\P löL> iHgwF- ¦. ^ "¦¦ ^UT' V"^*T ¦ 1 « 1* ^^Le> S fccj* jzm ^pebk tfrwmi^ '«.? ?S»». '¦ 'íL- 1 %fi Bfa»w 'Tr 'm WÆ "':¦¦¦•* ¦ "j^^^Hil %$2m \HH #.' ** ' •»*«¦*. |*'\f\ ^' \i *** %i^ • ' V WLÆ % Á ' * S*JJ>» *"W ifc,. ."-¦¦¦ ^scs ***'s^HI isás&viBÍ i ._„ _,.......^„a Myndir: KGA. Breikdansinn í Tjarnarborg vakti óskipta lukku. Við varðeldinn hljómaði kröftugur fjöldasöngur undir styrkri stjóm Hannes- ar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.