Dagur - 24.10.1984, Síða 1

Dagur - 24.10.1984, Síða 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 24. október 1984 104. tölublað Allt stopp! - í samningaviðræðum VSÍ og landssambandanna. „Ju þetta er nú svolítið þreyt- andi. Það eru helst vindlarnir sem halda manni gangandi. Það er bara verst að þær teg- undir sem ég reyki helst eru búnar í verslunum hér í Reykjavík,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, sáttasemjari, þegar Dagur ræddi við hann á léttari nótunum. Starfsmenn Dags brugðu við, kembdu verslanir á Akureyri og fundu vindla handa Guðlaugi og sendu honum með sérlegum sendimanni. Meðfylgjandi var eftirfarandi bréf: „Ágæti sáttasemjari. Okkur hér á Degi á Akureyri rann það til rifja að heyra að þú sért að verða uppiskroppa með það sem hvað helst heldur þér gangandi í mjög svo erfiðu hlut- verki sem maður sátta meðal stríðandi þjóðar. Við gerum okk- ur grein fyrir því hversu hlutverk þitt er mikilvægt og ef þessi send- ing okkar gæti orðið til þess að þú héldir óskertri starfsorku, þrátt fyrir langar vökur og nána umgengni við hin stríðandi öfl í þjóðfélaginu - sem hlýtur að vera ákaflega þreytandi - þá er vel. Því miður eru uppáhaldsvindl- arnir þínir búnir í verslunum á Akureyri, rétt eins og í Reykja- vík, en þú hafðir orð á því í síma- samtali okkar í morgun að þú reyktir þá og þessa tegund jöfnum höndum (eða jöfnum reykjum öllu heldur). Við vonum því að þessir 100 vindlar komi að tilætluðum notum. Með kærri kveðju og óskum um áframhaldandi velgengni í starfi sem sáttasemjari. Svældu þá til samninga, þessa höfðingja. Hermann Sveinbjörnsson, ritstjóri.“ „Því miður verður að segja eins og er, að samningavið- ræður á almenna vinnumark- aðinum eru úr sögunni í bili að minnsta kosti, allt stopp. Ég er ekki bjartsýnn á lausn á næst- unni og einnig er ég hræddur um að þessi vika sé frá hjá BSRB og ríkinu. Samninga- nefnd ríkisins var að bíða eftir því að það kæmi einhver lína fram í viðræðum landssam- bandanna og VSÍ, en nú er það Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri lokaði um síðustu helgi fyrir endurvarpssendingar manns nokkurs á Akureyri, en hann hefur fengist við það um nokkuð langan tíma að endur- varpa útsendingum útvarpsins í Luxemborg og fleiri stöðva. Rannsóknarlögreglunni barst kæra vegna þessa athæfis eftir að starfsmenn Pósts og síma miðuðu út sendingar hans og reyndust þær koma frá húsi á Oddeyri. Lögreglan kom að húsinu um miðnætti sl. fimmtudagskvöld og viðurkenndi maðurinn strax að hann endurvarpaði sendingum útvarpsstöðva. Þar sem slíkt er ólöglegt féllst hann strax á að hætta endurvarpinu. Ekki gerði lögreglan tækjabún- aðinn upptækan en þegar sækja átti sendinn daginn eftir tjáði endurvarparinn lögreglunni að hann hefði ekki sendinn lengur undir höndum, þeir gætu leitað að honum á öskuhaugunum. borin von. Þegar menn fóru ofan í skattadæmið náðist ekki samstaða. Eins og staðan er núna tel ég að byrja þurfi alveg upp á nýtt,“ sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari í viðtali við Dag. Eins og kunnugt er snerust viðræður Landssambands iðn- verkafólks og Verkamanna- sambandsins við VSÍ, sem ASÍ kom síðan inn í, um skattalækkunarleiðina svo- Sá sem hér um ræðir mun að sögn hafa stundað þetta endur- varp í um 5 ár með nokkrum hléum þó, og hefur heyrst að hann hafi m.a. endurvarpað sendingum BBC í Skotlandi á dögunum er Skotland og ísland léku í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. gk- Það var mjótt á munum í at- kvæðagreiðslu Starfsmannafélags Akureyrarbæjar um nýgerða kjarasamninga við Akureyrarbæ, sem fram fór í gær, en aðeins munaði 9 atkvæðum þegar upp var staðið. 203 félagar í STAK samþykktu samningana, eða nefndu. Þegar á reyndi náðist ekki samstaða, enda málið flókið og allt of skammt á veg komið eftir að kjaradeilurnar hörðnuðu svo sem raun varð á. Einn viðmælenda blaðsins sagði að ekki hafi verið ein- hugur um þessa leið, hvorki meðal atvinnurekenda né full- trúa launþega. Hins vegar hafi sumir talið sem svo að gott væri að geta sagt að þessi leið hafi verið reynd, en aðrir sem hafi eyðilagt hana. Þetta hafi e.t.v. verið skýringin á því að ekki gekk saman. Eins og fram kom hjá sátta- semjara biðu menn eftir því í viðræðum BSRB og ríkisins að einhver lína fengist í þessum málum á almenna vinnumark- aðinum. Nú þegar allmargir aðilar hafa samið um verulegar kauphækkanir er skattalækk- unarleiðin hins vegar úr sög- unni. Menn þurfa því að byrja upp á nýtt, endurmeta stöðuna og vopnast á ný. Ekki er því útlit fyrir að BSRB-deilan leys- ist í þessari viku. Hún er hins vegar farin að hafa mjög veru- leg áhrif á fjölmarga þætti þjóðlífsins. HS 49,75% þeirra sem þátt tóku í at- kvæðagreiðslunni. 194 vildu fella samningana, eða 47,55%. 11 seðl- ar voru auðir eða ógildir, sem er 2,7%. Alls tóku 408 manns þátt í atkvæðagreiðslunni, af 555 sem voru á kjörskrá, eða 73,51%. - GS Sjá nánar bls. 9. Norðurland eystra: Kvótamir á þrotum Kvótar eru víðast hvar á þrot- um hjá útgerðarfyrirtækjum á Norðurlandi eystra. Sér- staklega er lítið eftir af þorsk- kvótum en þeim mun meira af ýsu-, kola- og grálúðukvót- um sem ekki er víst að hægt verði að veiða upp í að fullu. Ef litið er á hina ýmsu staði, kemur í ljós að Akureyrartog- ararnir eru langt komnir með að veiða upp í kvóta. Á Húsavík dugir kvótinn sennilega út árið en þar hefur líka annar togarinn verið á rækjuveiðum síðan í byrjun apríl. Þrfr til fjórir bátar hafa verið á línu og þeir eiga sáralítið eftir, samkvæmt þeim upplýsingum sem Dagur fékk hjá Tryggva Finnssyni, fram- kvæmdastjóra Fiskiðjusamlags- ins. í Ólafsfirði hefur skapast al- varlegt ástand í atvinnumálum. Allir togararnir hafa siglt með afla að undanförnu og nú er svo komið að aðeins eru eftir um 700 tonn, uppistaðan ýsa og aðrar minna veiðanlegar fisk- tegundir. Sagði Valtýr Sigur- bjarnarson, bæjarstjóri óvarlegt að ætla að meira en 400 til 500 tonn næðust fram til áramóta. Óvíst væri hvar þessum afla yrði landað og fyrirsjáanlegt væri mikið atvinnuleysi í frystihús- unum fram til áramóta. Svipaða sögu er að segja frá Grenivík. Knútur Karlsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks hf. sagði að Núpur væri búinn með sinn kvóta en svolítið hefði fcngist til viðbótar og væri verið að veiða það magn núna. Fyrir- sjáanlegt væri að báturinn yrði aðeins um fjóra mánuði að vciða þorskkvótann á næsta ári miðað við óbreytt ástand. Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Rauf- arhöfn, gaf blaðinu þær upplýs- ingar að nú ætti togarinn Rauði- núpur um 300 tonn eftir af kvót- anum, þar af aðeins 50 tonn af þorski. Ekki hefði verið unnið í frystihúsinu sl. tvær vikur og horfur á bágbornu atvinnu- ástandi, þar til loðnan færi að berast til Raufarhafnar. Margir yrðu þó án atvinnu út þetta ár. - ESE Endurvarpsstöð á Akureyri: Stöðvuð með lögregluaðgerð Mjótt á munum hjá STAK

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.