Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 24. október 1984 Hvað gerðirðu skemmtílegt í sumar? Steinunn Heba Finnsdóttir: Ég fór á Hvanneyri að passa, svo fór ég líka til Reykjavíkur og Akraness. Unnur Steinþórsdóttir: Ég fór til Danmerkur í sumar- hús meö pabba og mömmu. Auðbjörg Geirsdóttir: Ég fór í sveitina í heimsókn. Emma Ámadóttir: Ég fór í mörg ferðalög, m.a. oft til Reykjavíkur. Jón Gunnar Steinarsson: Ég fór í ferðalag, bæði Vaglaskóg og Aðaldal. „Ég hef ekki á tilfinningunni yfirleitt að ég sé að yiima í ná- íægð við dauðann. Ég hef sagt það áður að það virðast ýmsir halda að hér séum við hrær- andi í hauskúpum og beinum alla daga en því fer fjarri," sagði Dúi Björnsson kirkju- garðsvörður á Akureyri í stuttu spjalli við Dag. Dúi hef- ur gegnt þessu starfi frá árinu 1960, og hann er jafnframt kirkjuvörður við Akureyrar- kirkju. „Það eru mikil mannleg sam- skipti í sambandi við þetta starf og ég met þau mikils. Það er sem betur fer ekki alltaf mikil sorg í kringum þessa hluti, því margt fólk tekur þessu með jafnaðar- geði og svo er þetta starf gagn- vart mér að mörgu leyti ekki ann- að en skrúðgarðavinna. Það er helst að þetta starf sé erfitt og taki á taugarnar þegar verið er að jarða börn og yngra fólk. Það eru hlutir sem maður venst aldrei og á erfitt með að sætta sig við. Það er fremur að maður sætti sig við þetta þegar eldra fólk á í hlut, þetta er jú leiðin sem við förum öll að lokum. Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að þegar börn og unglingar eiga í hlut vöknar manni oft um augu." - Er eitthvað um að fólk sé með sérstakar óskir varðandi grafir sinna nánustu? „Það er lítið um slíkt, en þó kemur fyrir að fólk vill t.d. láta klæða grafirnar að innan með greinum og þá reynum við að verða við þeim óskum. Annars er venjan sú að við klæðum grafirn- ar að innan með neti eða plasti þannig að ekki sjáist í moldina á meðan útförin á sér stað. Hér áður fyrr voru mikið notaðir kassar sem settir voru í grafirnar. Kassinn var settur niður fyrst, kistan síðan í kassann og lok yfir." - Er líkbrennsla á Akureyri? „Nei, það er bara í Reykjavík og það er mjög sjaldgæft að fá ösku hingað. Það er eins og fólk héðan af svæðinu vilji ekki slíkt. Þetta gerist hugsanlega einu sinni eða tvisvar á ári og þá er askan sett í leiði ættingja, það er ekki sérstakur öskureitur hér eins og í Reykjavík." - Er það í ykkar verkahring að fylgja kistunum eftir síðasta spöl- inn og Iáta þær síga í grafirnar? „Nei, það gera aðstandendur sjálfir. Við tökum gröfina og undirbúum allt, og eftir að þeir sem fylgja kistunni eftir síðasta spölinn eru farnir komum við og mokum yfir." Hvenær var kirkjugarðurinn á Akureyri tekinn í notkun? „Það mun hafa verið árið 1864 og mér reiknast til að nú séu í garðinum um 5.000 leiði. Það er „Hef ekki á tilfinn ingunni að ég vinni í nálægð við dauðann cc Rætt við Dúa Björnsson kírkjugarðsvörð á Akureyri enn mikið pláss eftir og langt í land að það þurfi að fara annað. Þetta pláss mun duga eitthvað fram á næstu öld." - Hvernig stóð á því að þú fórst að starfa hér? „Það vildi þannig til að faðir minn starfaði hér á undan mér, hann byrjaði hér 1936. Sonur minn vinnur hérna núna en það er enn ekki komið að því hvort hann tekur við af mér eða ekki." - Nú ert þú einnig kirkjuvörð- ur í Akureyrarkirkju, í hverju er það starf fólgið? „Það er fyrst og fremst hús- varðarstarf. Eg er viðstaddur nær allar athafnir sem fram fara í kirkjunni og einnig þær samkom- ur sem eru haldnar þar. Þá gegni ég einnig starfi hringjara. Það má eiginlega segja að þetta sé 365 daga vinnuár. Eg hugsa að ég verði í þessu starfi áfram það sem eftir er, en sennilega er nú ekki langt eftir." - Það eru sem sagt fáir frídag- ar eða engir, og því væntanlega ekki mikill tími til þess að gera annað. „Nei, en þó á ég mitt áhugamál sem er skátastarfið. Ég byrjaði í skátastarfi árið 1935 og hef verið viðloðandi það síðan. Annars þakkar maður bara fyrir að fá að vera með orðinn svona gamall, og gleðst yfir því að unga fólkið vill hafa mann með." gk- Dúi Björnsson ásamt tveimur starfsmönnum kirkjugarða Akureyrar. Þarf „vissa slysatíöni"? Anna Kr. skrifar: Mig langar að koma þeirri fyrir- spurn á framfæri til ráðamanna, hvort ekki standi til að leggja gangstétt meðfram Hlíðarbraut að austanverðu, milli Þorpsins og Brekkunnar. Einnig vildi ég fá að vita hvort ekki eigi að setja upp göriguljós við gangbrautirnar við Hlíðarbraut. Ég furða mig á að ekkert skuli hafa verið gert í þessum málum, því þetta getur verið lífsspurs- mál, eða þarf e.t.v. „vissa slysa- tíðni" til þess að framkvæmdir verði hafnar? Þarna hefur verið ekið á pilt sem stórslasaðist. Er það ekki nóg? Ekki þarf að bera við fjárskorti ef marka má framkvæmdir við göngugötuna, því þar voru lagðar milljónir á milljónir ofan í fram- kvæmdir, allt fyrir fínheitin. En framkvæmdir við Hlíðarbrautina og fleiri gangstéttarlausar leiðir eru nauðsyn. Ég óska eindregið eftir svari því ég veit að ég tala fyrir hönd margra. Hlíðarbrautin væri þræl- skemmtileg gönguleið væri hún fær. SVAR: Lesendahornið leitaði svara hjá Stefáni Stefánssyni bæjarverk- fræðingi, Stefán sagði: „Það er fyrirhugað að leggja gangbraut meðfram Hlíðarbraut- inni að austanverðu. Það náðist ekki að fá fé til þeirrar fram- kvæmdar á þessu ári, en ég geri ráð fyrir að á fjárhagsáætlun næsta árs verði við það miðað að ráðast í þessa framkvæmd þá. Gönguljós við gangbrautirnar yfir Hlíðarbraut verða ekki sett upp að svo stöddu. Þessi ljós kosta sitt og þess vegna er ekki hægt að setja gönguljós alls stað- ar þar sem æskilegt væri. En það er unnið að því að skoða allar þessar gönguleiðir í bænum, og það verður haldið áfram að koma upp þessum ljósum eins og kost- ur er til þess að fyrirbyggja slysa- hættu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.