Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 3
24. október 1984 - DAGUR - 3 Grænmeti og ávextir af skornum skammti - En nóg er til af annarri matvöru Nokkur vöruskortur er farinn að gera vart við sig í bænum nú þegar verki'all opinberra starfsmanna hefur staðið í þrjár vikur. Enn sem komið er mun vöraskorturinn ekki vera tilfinnanlegur, nema fyrir reykingamenn en vindlingar eru orðnir fágæt vara í ölluiii verslunum. Ingvi Guðmundsson innkaupa- stjóri Birgðadeildar KEA sagði að staðan hjá þeim væri nokkuð góð. I>að væri helst laukur sem lítið væri til af en birgðir myndu þó duga fyrir viðskiptavini út næstu viku. Nóg er til af ýmiss konar dósamat hjá verslunum KEA líkt og hjá Hagkaupum þannig að staðan varðandi mat- vælin er alls ekki svo slæm þrátt fyrir verkfallið. Guðmundur Friðriksson, verslunarstjóri í Hagkaupum sagði í samtali við blaðamann Dags að það væru einkum ávextir og grænmeti sem væru af skornum skammti. Laukur væri t.a.m. á þrotum hjá versluninni en af allri annarri matvöru væri nóg til. Ein sígarettutegund er til í Hagkaupum en töluvert af vindlum. _ £§g Staða lands- byggðar aðalmálið Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, verður gestur á kjördæmisþingi fram- sóknarmanna í Norðuriands- kjördæmi eyslra sem haldið verður á Hótel Húsavík dag- ana 26. og 27. október nk. Kjördæmisþingið hefst kl. 20 á föstudag og stendur fram á laugardagskvöld. Sérmál þingsins verður „Staða landsbyggðar - framtíðarhorfur". Á föstudagskvöld mun for- sætisráðherra verða með fram- söguræðu og á eftir verða al- mennar umræður. Á laugardag starfa nefndir og mál verða af- greidd. Útlit fyrir að blaðamenn semji Kjarnanefnd Blaðamanna- félags íslands og samninga- nefnd útgefenda sátu á fundi í „Karphúsinu" fram til klukkan að ganga tvö í nótt. í>á var fundi slitið án þess að samningar hafi náðst, en lítið ber í milli, að sögn eins samningamanns úr röðum blaðamanna. Að hans sögn er ekki annað séð en samn- ingar náist fyrir helgina, áður en boðað verkfall blaða- manna kemur til 'fram- kvæmda. Samkomulag hefur náðst uni launaliðina, en ágreiningur er um hvort fyrstu hækkanirnar eiga að koma til framkvæmda við undirskrift, eins og útgefend- ur vilja, eða hvort þær eiga að reiknast frá 1. september, eins og blaðamenn vilja. -GS. Gestur E. Jónasson og Guðlaug María Bjarnadóttir í hlutverkum sínum í Einkalífi. Einkalíf genour vel „Sýningarnar hafa gengið vel, við eram alls ekki óánægð þar sem fjölmiðlar hafa ekki kom- ið út og við þar af leiðandi ekki getað auglýst sýninguna sem skyldi, en þrátt fyrir það er ekki undan neinu að kvarta. Sumir telja að vöntun á sjón- varpi og útvarpi hefði átt að auka aðsóknina, en við teljum að svo hafi ekki orðið. Stærst- ur hluti okkar áhorfenda þarf þá hvatningu sem gjarnan felst í auglýsingum í fjölmiðlum." Theodór Júlíusson, leikari hjá L.A., svaraði þessu til þegar við hittum hann á förnum vegi og spurðum um gang sýninga á Einkalífi, sem nú er á fjölunum hjá Leikfélaginu. „Við erum búin að sýna fjórum sinnum, aðsókn hefur verið ágæt og undirtektir mjög góðar. Sýn- ingin hefur slípast og jafnast mjög mikið frá því sem var á frumsýningu og verkið er farið að leikast mun betur," sagði Theo- dór að lokum. HS Nyr songstjon Atli Guðlaugsson tónlistar- kennari hefur verið ráðinn söngstjóri Karlakórs Akureyr- ar. Atli er Akureyringum að góðu kunnur, hefur m.a. verið skóla- stjóri Tóntistarskóla Akureyrar sl. tvö ár. Pá hefur hann stjómað Lúðrasveit Akureyrar um 3ja ára skeið. Karlakórsmenn hafa ýmislegt á prjónunum í vetur og ætla sér stóra hluti með nýja söngstjór- ann. Pá hvetja þeir söngmenn að ganga til liðs því hægt er að bæta við mönnum í allar raddir. (Sjá nánar auglýsingu í blaðinu.) Undirleikari Kadakórs Ákur- eyrar er hinn góðkunni Ingimar Eydal. Atll Guðlaugsson. Blomberq Stílhrein hágæda hcimilistæki 2ja ára ábyrgð Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. O NÝLAGNIR VIÐGEROIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. Kápur og kjólar sumúmer. Úlpur og stakkar marg,r Glansgallar tvær tegundir. Barnaföt í úrvali Sængurverasett og handklæði. Siguihar GubmutidssonarJf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI I BORNIIM Bömiri eiga auðvitað aö vera í belt- um eöa barnabílstólum í aftursæt- inu og bamaöryggislæsingar á Singer sauma- ivélakynníng 1 hurðum. <lrXF FERÐAR verður í verslun vorrí föstudaginn 26. október. Leiðbeint verður um notkun og gefín góð ráð. Einnig er fyrirhugað námskeið í meðferð prjónavéla laugardag 27. október. Nánarí upplýsingar verða gefhar í verslunínni föstudag 26. október. SlMI f (98)21400 Járn- og glervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.