Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 24. október 1984 wsm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - _____________LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skattalækkun úr sögunni Nú virðist vera útséð með það að skattalækk- unarleiðin til að auka kaupmátt ráðstöfunar- tekna launafólks verður ekki að veruleika. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, benti á þessa leið og jafnframt að hún hefði í för með sér raunhæfari kjarabætur heldur en miklar prósentuhækkanir, sem óhjákvæmi- lega myndu valda aukinni verðbólgu. Ýmsir eru nú þegar búnir að semja um miklar launa- hækkanir, um og yfir 20%, og því kemur þessi leið ekki til greina. Það er mjög miður að svona skyldi fara. Launaskattur sem hefur meðal annars það markmið að stuðla að tekjujöfnun í þjóðfélag- inu er orðinn hálfgert vandræðabarn, stuðlar að skattsvikum og verkar ekki vinnuhvetjandi. Þó svona afi farið ísamningamálunum bereftir sem áður að draga úr eða afnema þessa skatta- heimtu, eins og samkomulag er um meðal stjórnarflokkanna. Tekjur þurfa hins vegar að koma á móti og til að draga úr misréttinum í þjóðfélaginu gæti komið til greina að auka eignaskatt á stóreignamenn, sem komist hafa yfir sitt með verðbólgugróða og á annan auðveldan hátt. Vinnuveitendasambandið og nokkur lands- sambönd verkafólks hafa á undanförnum vikum rætt um lausn á kjaramálum á grund- velli skattalækkana. Þar sem það mál er úr sögunni að sinni verður að hefja leikinn á ný - byrja aftur frá grunni. Þetta tefur BSRB- samninga, þar sem á þeim vettvangi er beðið eftir því að einhver viðunandi lausn fengist á almenna vinnumarkaðinum, sem gæti orðið leiðbeinandi fyrir aðra. Samningsrétt til starísmannafélaga Blöð í landinu koma nú út aftur eftir meira og minna stopp í sex vikur vegna verkfalls bóka- gerðarmanna. Gífurlegt tjón hefur hlotist af þessu verkfalli fyrir prentiðnaðinn í landinu og vart verður séð að árangur þeirra sem voru í verkfalli sé ísamræmi viðfórnirnarsemfærðar voru. Á Akureyri voru menn tilbúnir til að leysa þessa deilu strax í upphafi. Hins vegar fékkst ekki heimild til þess frá höfuðstöðvunum fyrir sunnan. Þetta hlýtur að verða mönnum umhugsunarefni og leiða itl þess að í alvöru verði farið að huga að því að hvert og eitt starfsmannafélag fái sérstakan samningsrétt. Þau eru mörg handtökin við fiskinn þar til hann er tilbúinn á neytendamarkað. Hef ur yf irleitt gengið vel að útvega hráefni - Dagur í heimsókn í Fiskvínnslustöð KEA í Hrísey. Spjallað við Sigmar Halldórsson yfirverkstjóra í Hrísey er að sjálfsögðu veiddur fiskur, annað þætti trúlega nokkuð skrýtið. Þar sem fiskur er veiddur eru fisk- verkunarstöðvar og í Hrísey íeknr KEA fiskvinnslustöð. Tíðindamenn Dags brugðu undir sig betri fætinum og héldu út í Hrísey einn góðan haustdag og heimsóttu þá fisk- vinnslustöð KEA. Ylírverk- stjóri þar er Sigmar Halldórs- son og hann fræddi okkur ör- Iítið um frysrihúsið og fleira. Hann var fyrst spurður hvað margir ynnu í fiskvinnslustöð- inni. „Það er nú svolítið breytilegt, fer eftir því hvað mikið er að gera. Núna eru starfsmenn á bil- inu 60 til 70." - Okkur virtist þetta ver;! ný- legt hús þegar við komum hér að„ „Að hluta til er húsnæðið nýtt, það var byggt við gamla hlutann og það tekið í notkun í fyrra. Þessi nýi hluti er aðstaða fyrir starfsmenn, en þessi partur sem við erum hér í er orðinn allgam- all." Þið eruð með togara, er ekki svo? „Við erum með einn togara í viðskiptum, en við höfum líka haft trillur í viðskiptum, en ekki fast. Við höfum tekið allt sem hefur náðst í. Hér eru allar fisk- verkunargreinar, þ.e. frysting, saltfiskur og skreið. Undanfarið hefúr verið mest frysting." Hvernig er með kvótann hjá ykkur? „Snæfellið er ekki búið með kvótann, það er eitthvað eftir. Það er erfitt að segja til um hvort það verður atvinnuleysi, maður vonar ekki." Hefur verið mikið að gera í sumar? „Það er búin að vera allveruleg vinna í sumar, nánast unnið dag og nótt. Það hafa ekki verið margar mínúturnar sem maður hefur haft aflögu fyrir sjálfan sig í sumar." - Þið eruð ekki búnir Eið tölvu- væða? „Nei, það er ekki komið tölvu- kerfi, en það er á leiðinni. Það eru komnar vogir til að tengja við tölvuna en það vantar safnstöð- ina sem safnar daglegum upplýs- ingum. Tölvan sem kemur hing- að er millitölva sem verður tengd með línu til Akureyrar, þá geta þeir innfrá fylgst beint með fram- leiðslunni hérna." - Hafa skólakrakkar fengið vinnu hérna? „Það hefur verið þannig að all- ir fá vinnu sem þess óska. Það er frekar að okkur vanti fólk en hitt. Það eru skólakrakkar hér á hverju sumri, alveg niður í ferm- ingu og jafnvel niður í 11-12 ára þegar mest er að gera. Þessi yngstu vinna þó yfirleitt aðeins hálfan daginn." - Eruð þið með eitthvað af að- komufólki í vinnu? „Það er aldrei mikið af að- komufólki hérna, en samt alltaf eitthvað. Það er hér hús sem það getur verið í. Þar er eldunarað- staða og svo er hér veitingastaður þar sem það getur keypt sér máltíð." - Hafið þið verið með laus- frystingu? „Já við byrjuðum með hana eftir áramótin 1982-1983 og það hefur gengið alveg ágætlega. Sal- an hefur verið nokkuð góð í laus- frystum fiski." - Hvað takið þið á móti miklu magni af fiski á ári? „Mig minnir að við höfum tek- ið á móti 3-4.000 tonnum í fyrra. Það er mjög breytilegt hvað mik- ið fer í gegn um húsið á dag. Það getur verið frá 6-8 tonnum og upp í 30 tonn. Það fer eftir því hvað margt fólk er í vinnslunni, hvaða fisk er verið að vinna og á hvaða markaði hann á að fara. Það er mjög ólíkt að vinna fisk á Bretlandsmarkað og Bandaríkja- markað. Það sem fer á Bandarík- in þarf að roðfletta, beinhreinsa og skera niður í litlar einingar. Fyrir Breta er hins vegar ekki roðflett eða beinhreinsað nema að hluta. Bretar hafa aðrar neysluvenjur en Bandaríkja- menn, þar eru gerðar minni kröfur. Það tekur því lengri tíma að vinna fisk sem fer til Banda- ríkjanna, en það gefur líka meira af sér. Núna erum við t.d. að vinna kola á Bandaríkjamarkað og ef við hefðum unnið hann fyrir Bretana hefðum við fengið helm- ingi minna fyrir hann". - Vendum þá okkar kvæði í kross og forvitnumst aðeins um þig sjálfan. Ertu innfæddur Hrís- eyingur? „Nei, nei, það er ég ekki. Ég er búinn að vera í þessu starfi í 4 ár, ég kom úr Reykjavík þar sem ég var búinn að vera í 10-12 ár. Ég kann mjög vel við mig hérna, væri ekki hérna annars." - Eitthvað að lokum? Sigmar Halldórsson, yfirverkstjóri. „Mér finnst það alveg mega koma fram að mér finnst fjöl- miðlar aðeins draga fram nei- kvæðu hliðarnar í atvinnulífinu. Ég get nefnt sem dæmi að í vetur þurftum við að segja upp fólki vegna hráefnisskorts. Það voru ekki liðnir 2 tímar frá því upp- sagnarbréfunum var dreift þar til búið var að hringja frá einum fjölmiðli og við spurðir hvort við værum að segja fólkinu upp. Það er hins vegar aldrei hringt ef mik- ið er að gera og næg atvinna. Mér finnst þetta vera fyrir neðan allar hellur. Mér finnst það skylda fjölmiðla að koma með jákvæðu hliðarnar líka. Svo er líka annað í þessu og það er að þó verið sé að segja upp kauptryggingunni, þá hefur fólkið vinnu í viku og það getur margt gerst á vikutíma. Það er sjaldgæft að fólk missi vinnu sína, þetta er oftast tíma- bundinn hráefnisskortur og málin reddast oftast á þessari viku sem uppsagnarfresturinn er. Það hef- ur oftar gengið vel en illa að út- vega hráefni hér í Hrísey." -HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.