Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 6
DAGUR - 24. október 1984 Örvænting á Anfield Road Mjög óvenjulegt ástand hefur nú skapast í herbúðum Liver- pool á Anfield Road. Engin furða, því árangur þessa fræga félags undanfarnar vikur hefur verið vægast sagt óvenjulegur. Liverpool hefur ekki unnið leik í deildarkeppninni síðan 27. september er liðið sigraði Luton, og Liverpool hefur ekki skorað í deildinni í samtals 360 mínútur. Þótt markaskorarinn Ian Rush væri með gegn Everton á laugar- dag varð engin breyting þar á, og Everton sigraði 1:0. Er það í fyrsta skipti í um 20 ár sem Everton heldur frá Anfield með sigur. Og talandi dæmi um þá ólgu sem nú er í herbúðum Liver- pool er að áhangendur liðsins sem eru taldir til mestu friðsemd- aráhorfenda í Englandi slógust á áhorfendapöllunum á laugardag. Menn velta að sjálfsögðu fyrir sér hvað sé að hjá leikmönnum Liverpool, og flestir hallast að því að það stóra skarð sem Greame Souness skildi eftir sig sé autt eða svo gott sem. Hann stjórnaði öllu spili liðsins og eng- inn sé til að taka við. Betur gengur hins vegar hjá Arsenal, sem nú vinnur hvern sigurinn af öðrum. Nú mætti liðið Sunderland á heimavelli en vann reyndar ekki nema 3:2 sigur. Er Arsenal nú með örugga forustu í deildinni, en skammt er liðið á keppnistímabilið og ýmislegt get- ur gerst. Lítum þá á úrslitin á laugardag í 1. deildinni. Jóhannes Atlason. Arsenal-Sunderland 3:2 1 A. Villa-Norwich 2:2 X Ipswich-WBA 2:0 1 Liverpool-Everton 0:1 2 Luton-Watford 3:2 1 Man. Utd.-Tottenham 1:0 1 Newcastle-N. Forest 1:1 X QPR-Coventry 2:1 1 Sheff. Wed.-Leicester 5:0 1 Southampton-Chelsea 1:0 1 Stoke-West Ham 2:4 2 Huddersfield-Leeds 1:0 1 Síðast taldi leikurinn í2. deild. Staðan í 1. deild er nú þi ;ssi, leikjafjöldi í fremri dálki og síð- an stigin: Arsenal 11 25 Sheff. Wed. 11 21 Man. Utd. 11 20 Everton 11 20 Tottenham 11 19 Nott.Forest 11 18 West Ham 11 18 Southampton 11 16 Newcastle 11 16 Ipswich 11 15 QPR 10 14 Sunderland 11 14 Aston Villa 11 14 Chelsea 11 13 WBA 11 12 Luton 11 12 Liverpool 11 11 Norwich 11 11 Coventry 11 9 Leicester 11 9 Stoké 10 7 Watford 11 7 Jóhannes — Leikur Sigurður Lárusson með liðinu? Jóhannes Atlason hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Þórs í knattspyrnu næsta keppnistímabil. Frá ráðningu Jóhannesar var gengið um helgina, og sagði Guðmundur Sigurbjörnsson formaður knattspyrnudeildar Þórs að Jóhannes kæmi norður áður en langt um liði og „legði lín- una" og ræddi við leikmenn, en ekki væri víst hvenær hann kæmi norður og tæki við Iiðinu af fullum krafti. Jóhannes hefur áður þj^lfað á Akureyri. Hann var með lið ÍBA á sínum tíma og eftir að KA og Þór hófu að senda eigin lið til keppni í meistaraflokki karla þjálfaði hann hjá KA. Jóhannes er gamalreyndur þjálfari, hann þjálfaði m.a. landslið íslands á síðasta ári og í sumar var hann með nýliða Fram í 1. deild. Sigurður Lárusson sem leikið hefur með Akranesliðinu og landsliðinu undanfarin ár, er nú sterklega orðaður við Þór. Sig- urður var á Akureyri um síðustu helgi og ræddi þá við forráða- menn Þórs og eru taldar talsverð- ar líkur á að hann gangi nú til liðs við Þór. Þá hafa sögusagnir þess efnis að Sigurður Halldórsson og Bjarni Sigurðsson frá Akranesi muni einnig leika með Þór næsta sumar verið í gangi. Guðmundur Sigurbjörnsson sagði að hann hefði heyrt þennan orðróm en hann ætti ekki við rök að styðjast. Guðjón Guðmundsson mun ekki leika með Þór næsta sumar þar sem hann er fluttur til Hafn- arfjarðar. Þá-er talið óvíst hvort Óli Þór Magnússon verður áfram með Þór. Iljörn Sveinsson skoraði 30 stig fyrir Þór um helgina. Sóknarlei Þórs slap - er liðið tapaði fyrir Fram „Eg var hræddur um það fyrir þessa leiki að við myndum tapa þeim báðum eins og raun varð á, en það var súrt að þurfa að kyngja ósigri gegn Reyni," sagði Eiríkur Sigurðsson þjálfari körfuknattleiks- liðs Þórs. Þór lék sína fyrstu Ieiki í 1. deild um helgina, gegn Fram í Reykjavík og nýliðum Reynis í Sandgerði og mátti Þór þola tvo ósigra. Fyrri leikurinn var gegn Fram, og var allt í járnum framan af, staðan í hálfleik 30:30. Það var einnig jafnt fyrstu mínútur síðari hálfleiksins en þá brotnuðu Þórsarar algjörlega. Framarar tóku öll völd í sínar hendur og unnu stórsigur 80 stig gegn 54. Benda 24 stig Þórsara í síðari hálfleik til þess að sóknarleikurinn hafi verið afar bágborinn. Stigahæstu leikmenn Þórs voru Björn Sveinsson með 16 stig og Konráð Óskarsson með 14. Á sunnudag lék Þór svo við Reyni. í þeim leik höfðu Þórsarar undirtökin framan af, og t.d. 7 stig yfir í hálfleik 35:28. Lengst af í síðari hálfleik hélst þessi munur. Reynir komst hins vegar 5 stig yfir er 3 mínútur voru til leiks- loka. Þór minnkaði þann mun og komst yfir 55:54. Reynir skoraði næstu körfu og komst yfir 56:55 og Þórsarar áttu síðustu sóknina og möguleika á að skora og tryggja sér sigur. Skotið var þegar 4 sek. voru til leiksloka en boltinn fór ekki rétta leið fyrir Þórsara og Reynismenn fögnuðu 56:55 sigri sínum ákaflega. Enn var það sóknarleikurinn sem i var bágborinn hjá liðinu, en góð bar- átta hins vegar í vörninni og margt þar í hinu Af rúmlega 50 leikjum sem þeg- ar hafa átt að fara fram í íslands- mótinu í handknattleik hefur orðið að fresta 42 en 11 hafa far- ið fram. Eru 4 þeirra í 1. deild kvenna, 3 í 2. dcild kvenna, 3 í 3. deUd karla og 2 í 2. deild kar Fra leil Fyl á í mó

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.