Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 7
24. október 1984- DAGUR - 7 íikur ppur am og Reyni og og sér i til leið uðu sem :>ar- þar vel gert. Liðið skoraði ekki nema 20 stig í síðari hálfleik og það nægir undir venjulegum kringumstæðum ekki til að vinna sigur. Stigahæstu leikmenn Þórs voru Konráð Óskarsson með 18 stig, Björn Sveinsson með 14 stig og Þórarinn Sigurðsson með 10 stig, en Þórarinn átti mjög góðan varnarleik og hélt landsliðsmanninum Sturlu Ör- lygssyni í 14 stigum sem er mjög gott. Framarar leika við Þór • • KA - í 2. deildinni í handknattleik Fyrstu handboltaleikirnir sem fram fara á Akureyri á keppnis- tímabilinu fara fram í íþrótta- höllinni um helgina. Fram kemur og leikur við bæði Þór og K A í 2. deild karla og Þór mætir liði IBV í 1. deild kvenna. Fyrsti leikurinn verður á milli Þórs og ÍBV í 1. deild kvenna og hefst hann kl. 20 á föstudags- kvöld. Strax að þeim leik loknum eða um kl. 21,15 leika svo Þór og Fram í 2. deild karla. Telja verður Framara sigur- stranglegri í þeirri viðureign, þetta fyrrum stórveldi í hand- boltanum ætlar sér nú sigur í 2. deildinni og reikna ekki með að nýliðar Þórs verði þeim stór hindrun. En það getur allt gerst í handknattleik. Hinsvegar ætti að vera óhætt að bóka stórleik á laugardag þegar KA mætir Fram í Höll- inni kl. 16,15. Margir telja líklegt að þessi lið komi til með að berjast um sigurinn í deild- inni og ætti því að vera óhætt að lofa hörkuspennandi viðureign þegar þau mætast innbyrðis. Sem fyrr sagði eru þetta fyrstu handboltaleikir Akureyr- arliðanna í 2. deild karla, en fresta hefur orðið nokkrum leikjum liðanna. Þór hefur hins- vegar leikið tvo leiki í 1. deild kvenna og tapað stórt fyrir Fram og FH. En hvað um það, ástæða er til þess að hvetja fólk til að fjölmenna í Höllina um helgina. Nanna, Asta Hrefna ekki með? „Ég veit eiginlega ekki hvað gerist, það kann svo að fara að við æfum bara ekki neitt í vet- ur en ég veit það ekki ennþá," sagði skíðadrottningin Nanna Leifsdóttir er við ræddum við hana á dögunum. Þrír burðarásar úr kvenna- skíðaliði Skíðaráðs Akureyrar eru komnir til Reykjavíkur og stunda þar nám í vetur. Eru þetta þær Nanna Leifsdóttir, Ásta Ásmundsdóttir og Hrefna Magn- úsdóttir. Allt skíðakonur í fremstu röð hér á landi. Skíðalið Skíðaráðs Akureyrar í kvennaflokki hefur borið höfuð og herðar yfir önnur lið hér á landi undanfarin ár og þær þrjár sem eru nefndar hér að framan verið í fremstu röð og Nanna Leifsdóttir auðvitað þar fremst. Er þess skemmst að minnast að á Skíðamóti íslands í Hlíðarfjalli um síðustu páska sigraði Nanna þrefalt. En nú kann svo að fara að þær leggi allar skíðunum sín- um í vetur. Nanna sagði að það væru ýmis vandkvæði á því að æfa í skíða- löndum Reykjavíkur með það fyrir augum að keppa fyrir hönd Skíðaráðs Akureyrar. Þær yrðu að öllum líkindum litnar horn- auga og að auki væri erfitt að komast í skíðabrekkur þar syðra vegna fjarlægðar þeirra frá höfuð- borginni. Það er því allt eins lík- legt að þessar þrjár verði fjarri góðu gamni í vetur þó ekki sé það endanlega ákveðið þegar þetta er skrifað. Nanna Leifsdóttir fagnar þriðju gullverðlaunum sínum á síðasta skíðalands- ínóti. flótanefndirnar eru um mestu vandræðum karla. Eru það leikir Gróttu og Fram sein Fram vann 24:20 og leikur Ármanns og Fylkis sem Fylkir vann 19:18. „Við munum hafa þann háttinn á að reyna að leika samkvæmt mótaskrá. Um leið og losnar um þessi vandræði munum við svo setja frestaða leiki inn á milli og stefnum að því að hafa unnið upp alla frestuðu leikina um áramót," sagði Jón Erlendsson formaður mótanefndar HSÍ í samtali við Dag. Ekki er ástandið betra hjá körfuknattleiksmönnum. Þar hafa þó verið leiknir 5 leikir í 1. deild karla. Tveir þeirra voru leikir Þórs sem skýrt er frá hér að ofan. Hinir voru UMFG-ÍBK 66:81, ÍBK- Reynir 92:76 og UMFG-Reynir 65:78. í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik hafa aðeins tveir leikir farið fram. Njarðvík sigraði ÍR 82:52 og ÍR tapaði einnig fyrir KR 70:87. 1-X-2 Sigiirðnr Páisson. „Arsenal írosa fcrmi" í tilefni sigurgöngu Arsenal að undanförnu bjóðum við þessa vikuna upp á Arsenal-aðdá- anda seni spámann. Það er enginn annar en Siguröur Pálsson, vel þekktur sem knattspyrnu- og handknatt- leiksmaður með Þór. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með gengi Arsenal að undanförnu. Eg sá liðið í London á dögunum vinna 4:0 sigur á Stóke og það er Ijóst að Arsenalliðið er nú með pott- þétt lið sem er í rosa formi." sagði Sigurður. „Þeir Paul Mariner og Viv Anderson breyta miklu hjá liðinu og það er ljóst að liðið nær nú mun betur sanian en áður. Leikur liðsins er pott- þéttur og það skorar mikið af mörkum." - Hverjir verða aðalkeppi- nautar Arsenal um sigurinn í 1. deild? „Ég held að það verði aðal- lega Manchester United. Tott- enham getur blandað sér í þá barátfu en ég held að það sé óhætt að fara að afskrifa Liverpool. Ef þeir ætla að vera með í baráttunni þarf gjörbyltingu hjá þeim og hún verður að koma strax," sagði Sigurður. Við vindum okkur í spána en næsti getraunaseðill er nokkuð siitiiiiii. Hann vafðist þó ekki fyrir Sigurði sem spáir úrslitum þannig: Chelsea-Ipswich 1 Coventry-Sheff. Wed. X Everton-Man. Utd. X Leicester-A. Villa I Norwich-QPR 1 S,underland-Luton 1 Watford-Newcastle X WBA-Southampton 2 West Ham-Arsenal 2 Barnsley-Charlton l Cardiff-Grimsby X C. Palace-Fulham 1 Gunnar með 5 rétta! Áður en verkfall bókagerð- armanna hófst hafði fyrsti spámaðurinn riðið á vaðið, Gunnar Níelsson aðdáandi meistaraliðs Liverpool. Gunn- ar náði þokkalegum árangri, var með 5 leiki rétta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.