Dagur - 24.10.1984, Page 8

Dagur - 24.10.1984, Page 8
8 - DAGUR - 24. október 1984 Opið bréf til stjórnarformanns Islendings h/f Stefáns Sigtryggssonar segir Hólmfríöur Ósk Jónsdóttir sem starfar á verndaða vinnustaðnum í Hrísalundi í íslendingi l'rá I2. október s.i. var leiðari sem þú munt vera höfundur aö. Þar ræöst þú að okkur bókagerðarmönnum og gerir störf okkar og menntun að umtaii, og er fiest sem þar kemur Iram skrifað að slíku þekkingarleysi að okkur þykir sárt að sjálfstæðismenn hcr norðan heiða skuli hafa slíkan mann I forustusveit sinni hvað varðar útgáfu þeirra. Ekki ætlum við að karpa við þig um einstök efnisatriði, nema ef þú óskar eftir, en spyrja má hvort sama sjónarmið sé hjá þér, Stefán, i sambandi við aðrar iðngreinar, t.d. rafvirkjun, mega þar allir sem treysta sér til leggja í húseða gera við raftæki? Ef svo er, því er þá þitt fyrirtæki að taka nema í iðninni, mættu til dæmis handlagnir kennarar fara að auglýsa og bjóða sömu þjónustu og þú ert með? Þú segir á einum stað að almenningur eigi að fá að kaupa þá þjónustu hjá þeim sem liann treystir til verksins óháö mennt- un og réttindum hans. Nú veit allur almenningur að þetta getur vart verið skoöun nokkurs fullorðins manns, því til hvers er þá allt menntakerfið, ætti ekki sama aö gilda um alla aðra menntun, t.d. lækna og llug- menn? Á ekki fólkið líka aö velja þá sem það treystir til slíkra verka? Nei, þetta er fásinna. Auðvitað er menntun undirstaöa framfara, afkasta og vandaðra vinnubragöa, og ef einhver heldur aö annað gildi um prentverkið þá ætti fólk að skoða þau blöð sem komu út í síðasta verkfalli ogætli mörgum þættu ekki slík vinnubrögð sem þar er að sjá heldur leiðigjörn ef öll blöð litu þannig út, ogdæmi nú hver fyrir sig. Þá skrifaðir þú aftur I íslend- ingi og gerðir að umtaii kæru á hendur „Offsctstofunni". Ef biaðið vill fara ofan I það mál frá upphafi og skýra frá öllum staðreyndum í því máli, verðum við félagar blaðinu þakklátir, en þá verður sannleiksást þess að vera meiri en I umræddri grein, því hún er þar í lágmarki. Þaðer von okkar að dómur falli hið lyrsta I þessu máli og við munum knýja á um að svo verði, og ef „íslendingur" óskar eftir, skulum við vera hjálplegir við að leyla blaðinu að fylgjast með. Já, herra stjórnarformaöur, þú átt eina sómasamlega lcið út úr þessum skrifum þínum. Það er að biðja okkur afsökunar á ummælum þínum, og halda síðan áfram að selja fólki „fagvinnu" þinna manna. Fyrir hönd bókagerðarmanna á Akureyri Jón Ólafur Sigfússon Þór Þorvaldssoii Reynir Hjartarson Ársæll Ellertsson Ríkarður B. Jónasson „Ég hef alltaf kunnað vel við mig á Akureyri, en hingað kom ég árið 1971,“ sagði Hólmfríður Ósk Jónsdóttir sem starfar í vinnustofunni að Hrísalundi lb, en þar litum við inn á dögunum. Starfsmenn sátu niður- sokknir í störf sín er okkur bar að garði og unnu þeir við hin marg- vfslegustu störf. Við fengum þó leyfi til þess að trufla Hólmfríði frá vinnunni smástund'. Hún sagðist vera frá Litlu- Hámundarstöðum á Árskógs- strönd, og fyrst eftir að hún kom til Akureyrar bjó hún á Sólborg. Þar sagðist hún hafa kunnað ágætlega við sig, en ennþá betra væri að búa í Borgarhlíðinni þar sem hún býr núna ásamt 8 öðrum sem allir sækja vinnu í verndaða vinnustaðinn í Hrísalundi. „Það er miklu frjálslegra að búa í Borgarhlíðinni. Við gerum allt sjálf sem gera þarf á einu heimili, kaupum í matinn og eldum matinn, en ég hef aldrei kunnað að þvo þvott.“ Hvað gerir þú í frístundum þínum? „Ég er í Hjálpræðishernum, fer í sunnudagaskólann og á sam- komur á kvöldin. Það er aðal- áhugamál mitt og ég er orðin her- kona. Ég horfi líka nokkuð mikið á sjónvarpið. Mest horfi ég á Stundina okkar og þætti eins og Tomma og Jenna. Ég horfði líka alltaf á Dallas og fannst gaman að þeim þáttum," segir Hólm- Fiá kjöitúð KEA Byggðavegi 98 Kynning á vörum frá Mjólkursamlagi KEA verður föstudaginn 26. október frá kl. 2-6 e.h. Kynnt verda: Búðingar ★ Jógúrt ★ Ostar o.fl. Komið og kynnist góðri vöru. Kjörbúð KEA Byggðavegi 98 fríður. Það kemur einnig í Ijós að hún hefur talsverðan áhuga á íþróttum. „Ég keppti á íslandsmóti þroskaheftra sem haldið var á Akureyri í sumar og vann þar í boltakasti,“ segir hún, og þess má geta að er hún varð íslands- meistari í boltakasti setti hún ís- landsmet í sínum flokki. Þá æfir hún einnig körfubolta og boccia. Hólmfríður hefur unnið á verndaða vinnustaðnum í Hrísa- lundi síðan starfsemi hófst þar haustið 1981. „Ég geri ýmislegt, sauma mjólkursíur bæði stórar og litlar, vinn við pökkun, körfu- gerð og ýmislegt fleira. Þetta er skemmtileg vinna og kaupið er mjög gott. Ég er ánægð með þetta allt saman," sagði Hólm- fríður að lokum. gk-. Við mynduðum þau auðvitað saman, Hólmfríði og Ólaf Bjarnason unnusta hennar. Framsoknarfélag Akureyrar: Vítir óbilgjaman málflutning Á aðalfundi Framsóknarfélags Akureyrar sem haldinn var á sunnudagskvöld var samþykkt ályktun, þar sem lýst var yfir stuðningi við hugmyndir Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, um lausn á yfirstandandi kjaradeilum, en forsætisráðherra hefur viljað fara skattalækkunarleið til að auka kaupmáttinn í stað mik- illa prósentuhækkana, sem óhjákvæmilega hlytu að auka verðbólguna á nýjan leik með þeim afleiðingum að Iítið sem ekkert stæði eftir af kaupmátt- araukningunni að nokkrum tíma liðnum. í ályktuninni sagði um hug- myndir forsætisráðherra: „Ljóst er að þær hugmyndir gera hvort tveggja, að verja þann árangur sem orðið hefur í verðbólgubar- áttunni og tryggja bættan hag hinna lægst launuðu. Það er ljóst að prósentuhækkun á öil laun mun ekki færa launafólki kjara- bætur heldur stefna efnahag þjóðarinnar í stór hættu. Fundurinn vítir þann óbil- gjarna málflutning sem fjármála- ráðherra og forusta BSRB hafa haft í frammi á undanförnum vik- um og hvetur þessa aðila til að snúa sér þegar af fullri ábyrgð að því að leysa þá kjaradeilu sem þeir eiga í.“ Ný stjórn var kjörin á fundin- um og nýr formaður, Áskell Þór- isson. Jóhann Sigurðsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. - HS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.