Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 9
24. október 1984 - DAGUR - 9 Akureyrarsamningarnir samþykktir með naumum meirihluta: Rúmlega 20% hækkun - sé miðað við 12. launaflokk út samningstímabilið Samkvæmt Akureyrarsamn- ingnum, sem undirritaður var aðfaranótt föstudags, hækka laun starfsmanna Akureyrar- bæjar um 3% 1. september og síðan um 7% frá undirritun samninga, sem gilda til ársloka 1985, bæði aðal- og sérkjara- samningur. 1. janúar hækka allir launa- flokkar um 800 krónur og aftur um sömu upphæö 1. maí 1985. 1. nóvember nk. verður greidd sér- stök persónuuppbót að upphæð 4.500 kr. Pá er gert ráð fyrir að launakerfi Akureyrarbæjar verði endurskoðað fyrir 1. júlí á næsta ári. Gerð var bókun um m.a. ein- földun og samræmingu starfsald- ursreglna, endurmat á ýmiss kon- ar álögum og að samdar verði reglur til viðmiðunar við röðun í launaflokka. Þá verði gerð sam- anburðarkönnun á vinnumarkaði á Akureyri og endurskoðað það starfsmatskerfi sem nú er notað við röðun í launaflokka. Kynningarfundur var haldinn um samningana kl. 16 á laugar- dag í Húsi aldraðra og atkvæða- greiðsla fór fram á skrifstófu STAKS á mánudag frá kl. 10-22. Miðað við 12. launaflokk er reiknað með að í lok samnings- tímabilsins verði um að ræða rúmlega 20% kauphækkun, sam- kvæmt þessum samningi. Hækk- un er minni í efri launaflokkum, þar sem krónutöluhækkanirnar vega þar minna. STAK-félagar biðu með eftirvæntingu eftir úrslitum í atkvæðagreiðslunni um kjarasamninginn. „Margir sáróánægðir" - segir Erlingur Aðalsteinsson, formaður samninganefndar STAK „Nei, ég get nú ekki sagt að ég sé sáttur við þessa samninga, sérstak- lega vegna þess hvað lítill meiri- hluti reyndist fyrír þeim innan fé- lagsins," sagði Erlingur Aðal- steinsson, formaður samninga- nefndar STAK, í samtali við Dag eftir að úrslit í atkvæðagreiðslu STAK um nýgerðan kjarasamning við Akureyrarbæ lágu fyrir. „Það má segja að sömu vandamál- in séu ennþá til staðar innan félags- ins," sagði Erlingur, „og við höfum ekki fengið þá leiðréttingu sem við ætluðum okkur. Við lögðum á það áherslu að fá að komast í sérkjara- samning, auk þess sem við vildum fá inn í samninginn einhverja tryggíngu gagnvart þróun í efnahagsmálum þjóðarinnar á samningstímanum. Við þessu vildi viðsemjandi okkar ekki verða og þar við sat. Fleira kem- ur til og það er greinilegt þegar litið er á úrslit atkvæðagreiðslunnar, að stór hluti félagsmanna í STAK er sáróánægður með sín laun. Og fé- lagslega séð er mjög erfitt eftir tveggja vikna verkfall, að ekki næst meiri samstaða um gerða samninga en raun varð á. En úr því sem komið er verðum við að vona að bókun sem fylgdi samningnum, um endur- skoðun á launakerfi bæjarins og samanburð við kjör á almennum vinnumarkaði, gangi í gegn fljótt og vel, þannig að við getum komist í viðræður um þessi mál á samnings- tímabilinu." - Nú virtist vera rekinn harður áróður fyrir því að fella samningana, m.a. var samþykkt ályktun þess efnis á kynningarfundi félagsins sl. laugar- dag. Pá ályktun samþykktu um 50 fundarmenn, en hún var komin frá einum fundarmanna, Sigurði Jóns- syni, starfsmanni húsameistara. 3 fundarmenn greiddu atkvæði gegn þessari ályktun, en 80 manns sátu hjá. Þrátt fyrir þetta verður niður- staðan sú, að samningurinn er sam- þykktur. Hvers vegna, höfðu samn- ingarnir við bókagerðarmenn þar einhver áhrif? „Það er nú einu sinni þannig í slík- um tilvikum, að það heyrist hærra í þeim sem vilja fella samninga heldur en þeim sem vilja samþykkja þá. Ég hygg að ástæðan fyrir því að svo margir sátu hjá á fundinum hafi verið sú, að þeim hafi þótt óeðlilegt að taka opinbera afstöðu til samning- anna tveim dögum áður en almenn atkvæðagreiðsla átti að fara fram. Samninganefndin kynnti samninginn á fundinum á hlutlausan hátt, en síð- SKRÍPALEIKUR - sagði einn fundarmanna að loknum kynningaríundi STAK Um 130 manns sóttu kynn- ingarfundinn sem efnt var til í Húsi aldraðra á laugardag um Akureyrarsamninginn. Fundurinn breyttist í ályktun- arfund, sem ekki er óþekkt fyrirbæri á þessum slóðum og var samin ályktun gegn sam- þykki samningsins. Hún var samþykkt af 48 en 3 voru á móti. Þorri fundarmanna sat hjá við afgreiðsluna. „Þessi kynningarfundur sner- ist f skrípaleik. Fundarsköp voru brotin með þvf að gera kynningarfund ályktunarhæfan. Þetta varð líkast seilufundi hjá Alþýðubandalaginu. Pað er ekki nema um helmingur félaga í STAK í verkfalli og það er auðvelt fyrir hina, sem vinna í verkfallinu, að segja þeim sem eru tekjulausir að halda bara áfram í verkfalli og krefjast ennþá meiri launahækkana," sagði einn fundarmanna, sem ekki tók þátt í atkvæðagreiðsl- unni á STAK-fundinum á laug- ardag. Talið er að samningurinn hafi í för með sér frá 14-22% hækkun. Þ'rátt fyrir þá launa- jöfnun sem hann hefur í för með sér, vegna jafnra peninga- launahækkana á alla flokka, eykst bilið milli t.d. 15. og 30. launaflokks um rúmlega 1,200 kr. og bilið milli hæsta og lægsta flokks um einar 3 þúsund krónur, samkvæmt upplýsing- um sem blaðið hefur aflað. H S an kom þessi ályktun frá einum fund- armanna. Hvað varðar samning bókagerðarmanna, þá held ég að hann geti ekki hafa haft afgerandi áhrif á úrslit atkvæðagreiðslunnar. Þó get ég ekkert staðhæft í því sam- bandi." - Nú hefur stór hluti félagsmanna í STAK unnið í verkfallinu, t.d. hjúkrunarfólk og slökkviliðsmenn, en samt sem áður geta þessir starfs- hópar haft á það úrslitaáhrif hvort aðrir félagsmenn eru í verkfalli og þar með kauplausir í lengri eða skemmri tíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt, sérstaklega af þeim sem voru í verkfalli. Þarf ekki að gera þarna einhverjar breytingar? „Það er rétt, þetta hefur verið gagnrýnt, og ég held að sú gagnrýni hafi orðið til þess að þátttaka hjúkr- unarfólksins var minni í atkvæða- greiðslunni heldur en hinna starfs- hópanna. Þetta er eitt félag og félags- menn verða að standa saman í kjara- baráttunni. En ég tel að hægt verði að jafna þennan mun með því að þeir sem vinna greiði verulegar upphæðir af launum sínum í verkfallssjóð, svo sem eins og 25% af föstum launum. Þannig held ég að þessir hópar styðji hvern annan í kjarabaráttunni." - Nú hefur pað heyrst, að þeir sem unnu í verkfallinu megi búast við að dregið verði af launum þeirra í verkfallssjóð við næstu útborgun. Er það rétt? „Nei, það verður ekki gert, þó hugsanlega sé til þess heimild. Hins vegar munum við óska eftir frjálsum framlögum frá þeim félögum í STAK sem fá óskert laun á meðan verkfall- ið stóð. Þetta er mjög eindregin ósk, sett fram til að milda launatap þeirra sem voru í verkfalli, og það er mjög mikilvægt fyrir okkur félagslega að sem flestir sjái sér fært að verða við þessum óskum," sagði Erlingur Aðalsteinsson í lok samtalsins. - GS „Ánægður með að verkfalli er lokið" -segir Helgi M. Bergs „Ég ér ínæaður með að það skuli vera búið að' sernja. eri að oðru leytj vil ég ekki tja mig um innihald þess- arra samninga." sagði Helgt M. Bergs. bæjarstjóri, í samtali við Dag. Fn hvað þýða bessir sanjning- ar fyrir Akureyrarbæ; verður sá út- gjaldaauki sem þeir hafa í för með sér til þess að þjónusta hæjarins hækki i verði og skattheimta aukist. „Þessir samningar þyða náttúr- lega það sama fyrir Akureyrarbæ eins og fyrir starfsmennina; það ræðst allt af verðbólguþróuninni næstu mánuði. Þjónusta bæjarins sem bæjarbúar greiða fyrir beint kemur ekki til með að hækka sem bein afleiöing þessarra samninga, heldur miklu frekar sem afleiðing aukinnar verðbólgu. Og við reynum að mæta þessum útgjaldaauka án þess að leggja aukna skatta á bæjar- búa." - Hver finnst þér vera reynslan af þetm tveim verkföllum sem opin- berir starfsmenn hafá farið í? „Fyrirkomulag í kjaradeiium op- inberra starfsmanna er náttúrlega ekki galtalaust frekar en önnur mannanna verk. raunar er það að mörgu leyti mjög gallað. En þetta er einungis annað verkfallið og vonandi læra menn áf reynsl- unni, því undanfarna áratugi hafa menn verið að draga einhverja lær- dóma af reynslunni á almennum vinnumarkaði. Þeir sem standa í deilum opinberra starfsmanna hafa varla haft tíma til þess ennþá. Svo ég nefni dæmi um vankantana held ég að það þyrfti að vera í lögum, að það væri ein samninganefnd sveitar- félaganna, sem semdi við eina samninganefrid af hálfu starfs- mannafélaganna. Ég held að það sé útilokað að vera með þetta svona eins og það er, enda er eðlilegt að kjör opinberra starfsmanna séu svipuð um allt larid. Einnig held ég að það sé galli á þessu fyrirkomu- lagi, að sáttasemjara sé skylt að leggja fram sáttatillögu. Ég held að það sé alveg klárt í þessu tilviki, að sáttatiltagan var ótímabær. Nú, og þegar út í verkfall er komið hafa verið skiptar skoðanir um ýmis framkvæmdaatriði milli deiluaðila, sem verður að koma á hreint." - Hvað með það fyrirkomulag, að fjölmennir starfshópar halda áfram vinnu, en geta samt haft úr- slitaáhrif á það hvort verkfall stend- ur lengri eða skcmmri tíma? „Þetta er ákaflega erfitt atriði til úrlausnar. Það er óeðlilegt að þeir sem eru í fullri vinnu geti haldið öðrum í verkfalli til að berjast fyrir sig. Verði farin sú leið. að taka at- kvæðisréttinn af þeim sem vinna, má búast við að þeir sem eru í verk- falli geti níðst á þeim. Við þessu er engin leið, nema þá að draga úr allri vinnu eins og mögulegt er. Peir sem hér er um að ræða starfa flestir á sjúkrahúsum og þá vaknarsú spurn- ing í huga manns hvort hægt sé að draga meira úr þjónustu þar þegar til verkfalla kemur. En ég þekki það mál ekki nægilega vel til að geta fullyrt um það," sagði Helgi Bergs í lok samtalsins. GS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.