Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 24.10.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINNr VINNUYÉLINA VIÐHALDSFRÍIR VEUIÐ RÉTT MERKI 20 til 24% hækkun hjá prenturum Samningurinn sem bókagerð- armenn og prentsmiðjueigend- ur gerðu með sér laust fyrir hádegi á mánudag var sam- þykktur síðar um daginn á al- mennum félagsfundi bóka- gerðarmanna með 447 at- kvæðum gegn 68, en auðir seðlar og ógildir voru 10. Talið er að samningurinn feli í sér 20-24% kauphækkun. Prent- arar á Akureyri samþykktu samninginn með 35 atkvæðum gegn 3. Samkvæmt samningnum hækka laun um 10% frá undir- skriftardegi, um 3% 1. desem- ber, 3% 1. júní á næsta ári og „Stekk ekki hæð mína" - Ég stekk ekki hæð mína af gleði yfir þessu samkomulagi. Samningsdrögin sem starfsfólk Dags og Dagsprents hafði náð samkomulagi um í upphafi verkfallsins, hefðu ekki gefið bókagerðarmönnum minna en þeir samningar sem nú hafa verið undirrítaðir. Þetta sagði Jóhann Karl Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Dags og Dagsprents er hann var spurð- ur álits á samningum bókagerð- armanna og Félags íslenska prentiðnaðarins. Jóhann Karl sagði að samn- ingsdrög starfsfólksins hefðu ekki verið virt viðlits þegar þau voru lögð fram á öðrum degi verkfalls- ins. Niðurstaðan væri sú að það hefði tekið Félag bókagerðar- manna sex vikur að ná sambæri- legum samningum. aftur um 3% 1. september. Þann 30. nóvember fær hver starfs- maður í fullu starfi 3 þúsund króna persónuuppbót og 29. mars nk. fá þeir sömu 1.500 kr. til viðbótar. Þá er gert ráð fyrir að aðstoðarfólk, sem ekki er með iðnréttindi fái 600 kr. á mánuði frá og með fyrsta janúar til samningsloka, þ.e. út næsta ár, og að þessi greiðsla hækki í samræmi við hækkun taxtakaups- ins. Ekki eru bein ákvæði um verðtryggingu en gert ráð fyrir að ef heildarsamtök vinnumarkað- arins semji um slíkt skuli bóka- gerðarmenn fá hið sama, en þó ekki verðbætur á þá launahækk- un sem verður hugsanlega meiri en hjá heildarsamtökunum. HS Prentarar skoða samninginn íbyggnir á svip. Mynd: KGA „Það skásta í stöðunni" - Eru ekki allir samningar góðir eftir að búið er að gera þá, sagði Kristján Árnason sem sæti á í trúnaðarráði Fé- lags bókagerðarmanna er hann var inntur álits á nýgerðum samningum bókagerðar- manna. - Ég álít annars að þetta hafi verið það skásta í stöðunni eins og hún var orðin og fagna því að samkomulag hafi náðst. - Var ekki misráðið af forystu bókagerðarmanna að taka ekki samningsdrögunum sem starfs- fólk Dags og Dagsprents var orð- ið sammála um í upphafi verkfalls? - Ég var ekki á trúnaðar- ráðsfundinum þegar þetta var tekið fyrir en ég er hissa á að ekki skuli hafa verið gengið að þessu strax, sagði Kristján Árnason. - ESE. Leiruvepur boðinn út í nóvember? Rúðubrot Nokkuð var um rúðubrot í miðbæ Akureyrar um síðustu helgi, og voru skemmdar- verkin unnin aðfaranótt laug- ardagsins. Rúður voru brotnar í verslun- inni Leðurvörum og Hannyrða- versluninni Maríu í Hafnar- stræti og Pylsuvagninn á Ráð- hústorgi varð einnig fyrir áreitni rúðubrjótanna. Að sögn rann- sóknaríögreglunnar á Akureyri er ekki ljóst hvað liggur að baki slíkum skemmdarverkum. Eitthvað af þessum málum hef- ur verið upplýst og tjáði rann- sóknarlögreglan Degi að menn gerðu sér vonir um að leysa öll þessi mál. Annars var fremur rólegt hjá lögreglunni um síðustu helgi. Þó urðu nokkrir árekstrar í bænum og var sá harðasti þeirra á mótum Glerárgötu og Strand- götu. Þar skullu tveir bílar sam- an af krafti, annar þeirra var á leið norður Glerárgötu en hinn austur Strandgötu. Bílarnir eru báðir mjög mikið skemmdir eft- ir áreksturinn. gk-. „Ég vonast til að annar áfangi Leiruvegarins verði boðinn út í næsta mánuði, en miðað er við að verktakinn hafi lokið verkinu fyrir haustið 1985," sagði Guðmundur Heiðreks- son, tæknifræðingur hjá Vega- gerð ríkisins á Akureyri, í sam- tali við Dag. í 2. áfanga Leiruvegarins er um að ræða um þriggja kílómetra langan veg frá Leirunum við austurlandið norður í gegnum Vaðlareit. Við vegagerðina verð- ur þess gætt að jarðrask verði sem minnst í Vaðlareit, þannig að aka verður öllu efni í veginn og uppfyllingar. Einnig þarf að aka einhverju af ónothæfu efni úr vegarstæðinu. Auk þess verður talsvert um sprengingar við vega- gerðina og grjótið sem til fellur vegna þeirra verður notað í upp- fyllingar. Við verkið er því að mestu leyti um að ræða vinnu við akstur og sprengingar. Einnig felst í verkinu bygging ræsis við austurlandið. í upphaflegri áætlun var reikn- að með að byggingu Leiruvegar- ins gæti lokið 1987 eða 1988. Nú ríkja hins vegar niðurskurðartím- ar og sagðist Guðmundur hafa heyrt talað um allt að 50% niður- skurð á fjárveitingum til vega- gerðar. Það kemur því til með að seinka lagningu Leiruvegarins, en sú framkvæmd þolir ekki mikla bið, þar sem gömlu Eyja- fjarðarbrýrnar eru að niðurlotum komnar. í 3. áfanga er reiknað með að byggja veginn vestur yfir Leirurnar að fyrirhuguðu brúar- stæði og hugsanlega verður eitthvað byrjað á brúnni í þeim áfanga. Síðan er áætlað að byggja brúna í 4. áfanga, en hún verður að líkindum hátt í 150 metra löng. í 5. áfanganum er síðan ætlunin að ljúka við bygg- ingu vegarins yfir Leirurnar til Akureyrar. _ GS Sjö umsóknir Það verður hlutverk Ragnhild- ar Helgadóttur, menntamála- ráðherra, að velja úr sjö um- sækjendum um stöðu útvarps- stjóra, en umsóknarfrestur rann út 20. október. Allir eru umsækjendurnir valinkunnir menn, en ef að líkum lætur mun pólitískur litur ráða ein- hverju um valið, þó ekki sé skotið loku fyrir að hæfni kunni að ráða einhverju. Umsækjendurnir eru Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, séra Bernharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar, Helgi Pétursson, fréttamaður, Jónas Jónasson, deildarstjóri RUVAK, Markús Örn Antons- son, ritstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Ólafur Stephensen, fram- kvæmdastjóri (eigin auglýsinga- stofu) og Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs. Útlit er fyrir Suðaustan- átt og noíckuð bjart veður á Norðurlandi í dag, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morg- un. Þó er hugsanlegt að eitthvað geti þykknað upp hér og þar með úrkomu og þá að líkind- um snjókomu eða slyddu. Þetta á einkum við um vestanvert Norðurland. Spáð er svipuðu veðri áfram, en um helgi má búast við einhverjum breytingum. Hvort þær verða til hins verra eða betra vildi veðurfræðing- urinn ekkert um segja. • Erfittá Sigló Verkfall BSRB hefur áhrif á Siglufiröi sem annars staðar - að sjálfsögðu - og þaðan heyrðum við að nú vaeri svo komið að ekkí væri hægt að fá tóbak í bænum. Ganga nú reykingamenn um göturnar krossbölvandl og bætist þetta tóbaksleysi við vökvaleysið sem að sjálf- sögðu hrjáir menn á Siglu- firði sem annars staðar. - Sjómenn sem koma í land á Sigló ku taka þetta mjög iila upp, því enn eitt bætist við þegar þeir eiga í hlut. Ekki er hægt að tæma símasjálfsala MM í bænum vegna verkfallsins og standa þelr sneisafullir af peningum og neita að taka við meiru. Að sjálfsögðu eru þelr ónothæfir á meðan. Sjómenn, t.d. menn af loðnu- bátum viðs vegar af landinu sem hafa landað á Sigló verða því að ganga á milli verslana, betlandi um afnot af síma. Vonandi fá þeir góð- ar móttökur svo þeir geti not- ið þelrra sjálfsögðu mann- réttinda að hafa samband við sína nánustu. @§éeíj • Vindla- samningar Eins og fram kemur í frétt á forsíðu og við höfum fengið frekari staðfestingar á, er svo gott sem tóbakslaust í versl- unum í Reykjavík. Sumir eru óhemju háðir tóbaki og því hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að þegar Albert fjármála fái ekki lengur vlndl- ana sína, muni hann neyðast til að semja. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að Berti á líklega nóg að vindlum, þar sem hann ku flytja þá inn sjalfur. Lok, lok og læs Við stelum eftirfarandi gamansögu úr BSRB-tíð- indum, en húnsegirnokkuð um tóninn í þvi málgagni í garð landsfeðranna. Litill gutti hafði skilið hjólið sitt eftir fyrir framan aðaldyr Alþingis þegar veriö var að setja þingið og útlfundur BSRB var að hefjast. Dyra- vörður Alþingis benti strák á, að þarna mætti hjólið ekki vera, því þarna œttu leið um menn eins og Steingrímur Hermannsson, Albert Guð- mundsson, Þorsteinn Páls- son og fielri slíkir karlar. - Blessaður vertu, það erallt i þessu fína, ég er búinn að læsa hjólinu, sagði þá sá stutti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.