Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. október 1984 Félagsstarf aldraðra Félagsstarfi aldraðra á vegum Félagsmála- stofnunar Akureyrar verður hagað á eftirfar- andi hátt til næstu áramóta. Handíðahóparnir eru þegar teknir til starfa í Húsi aldraðra alla þriðjudaga og föstudaga kl. 14-18 í umsjá Helgu Frímannsdóttur. Þeir sem óska eftir akstri heiman og heim eru beðnir að gera Helgu Frímannsdóttur s. 22468 viðvart samdægurs fyrir kl. 13.00. Tilboð helgarínnar: Ola* party pizza aðeins kr. 115 mini og stærri kr. 1437 Leikfimi fyrir aidraða er í Laxagötu 5 í umsjá Ástu Guðvarðardóttur mánudaga og fimmtudaga kl. 13.30-15.30. Opið hús á vegum Félags aldraðra er hvern mið- vikudag kl. 15-18. Um akstur gildir sama og um handíðahópana. Félag aldraðra stendur fyrir sölu á kaffi og meðlæti við vægu verði, og er svo einnig er handíðahóparnir starfa. Hársnyrting og fótsnyrting fyrir aldraða verður í Húsi aldraðra, samtímis handíðahópunum, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14-18 frá 1. nóv. nk. í umsjá Bjargar Finnbogadóttur og Bente Ás- geirsson. Opið hús með upplestri og dansi verður í Húsi aldraðra laugardagana 3. nóv., 17. nóv. og 8. des. nk. Samkoma verður í Sjallanum sunnudaginn 25. nóv. nk. með svipuðu sniði og verið hefur. Þeir sem óska eftir akstri heiman og heim, hringi samdægurs í síma 22770 frá kl. 13-14. Frekari upplýsingar veitir Félagsmálastofnun Akureyrar s. 25880 og Helga Frímannsdóttir s. 22468. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Félagsmálastjóri. Fasteignasalan Brekkugötu 4, Akureyri. Gengíð inn að austan. Opiðfrá kl. 13-18. sími 21744 Smárahlíð: 2ja herb. íbúð á 1. hæð um 60 fm. Hraungerði: Einbýlishús ásamt bílskúr á einni hæö. Grundargerði: 5 herb. raðhúsíbúð á tveimur hæðum um 127 fm. Kjalarsíða: 3ja herb. íbúð í svalablokk um 80 fm. Skarðshlíð: 3ja herb. íbúð á 3. hæð um 74 fm. Laus strax. Sólvellir: 4ra herb. efri hæð í tvíbýli ásamt bílskúr. ibúðin um 137 fm. Brekkusíða: Fokhelt einbýlishús, neðri hæð ásamt góðri rishæð, bílskúr. Góð lán fylgja. Teikningar á skrif- stofu. Grenivellir: 4ra herb. íbúð á 1. hæð í 5 íbúða húsi. Þórunnarstræti: Efri hæð í tvíbýlishúsi ásamt bílskúr. Góð eign. Akurgerði: 5 herb. raðhúsíbúð á tveimur hæðum um 150 fm. Laus fljótlega. Við Hrafnagil: Grunnur undir einbýlishús með bílskúr. Gluggar fylgja. Gott verð. Tjarnarlundur: 4ra herb. íbúðir, skipti möguleg. Keilusíða: 2ja herb. íbúð á 2. hæð um 60 fm. Eyrarlandsvegur: Einbýlishús, tvær hæðir og kjallari ásamt bílskúr. Skipti á minni eign koma til greina. Mikið áhvílandi. Húsið er mikið endurbætt. Breiðvangur Hafnarfirði: 5 herb. íbúð á 4. hæð í fjöl- býlishúsi. Tii greina koma skipti á 3ja herb. íbúð á I Akureyri. j Hrísalundur: 2ja herb. íbúð á 1. hæð um 46 fm. I Frostagata: Gott iðnaðarhúsnæði um 240 fm. Selst I sem ein heild eða f smærri einingum. lHjallalundur: 4ra herb. íbúð stærð um 88 fm íbúðin | Isjálf. iLangahlíð: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt| Ibílskúr. Skipti á minni eign möguleg. |Kaupangur: Mjög gott skrifstofuhúsnæði um 170 fm.l 3elst sem ein heild eða í smærri einingum. Skiptig |möguleg. Sniðgata: 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli. Sölustjóri: Sævar Jónatansson. ■Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl., Árni Pálsson hdll Hjartasnitsel í raspi kr. 134. Kindahakk kr. 166. Kindasnitsel og -gullash kr. 229. I Kjörmarkaður KEA Hrísalundi Laus staða hjúkrunarforstjóra við dvalarheimilin Hlíð og Skjaldarvík Akureyri. Staða þessi er ný og veitist hún frá 1. jan. 1985 eða eftir nánara samkomulagi. Hjúkrunar- menntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 1. des. 1984. Skriflegar umsóknir sendist stjórn dvalar- heimilanna Geislagötu 9, Akureyri. Nánari uppiýsingar veita form. stjórnar dvalarheimilanna, Svava Aradóttir hjúkrunar- fræðingur s. 22456 og 22100 og Jón Kristins- son forstöðumaður s. 22860. Laus staða sparisjóðsstjóra Staða sparisjóðsstjóra við Sparisjóð Svarf- dæla á Dalvík er laus til umsóknar. Um- sóknarfrestur er til 15. nóv. nk. Allar nánari upplýsingar um starfið gefa Gunnar Hjartarson sparisjóðsstjóri í síma 96-61600 og Valdimar Bragason formaður sjóðsstjórnar í síma 96-61666. Sparisjóður Svarfdæla. ’tTTV fi\/QJííffD) kemur út þrisvar í viku, l_-/uíLjvLrr Q L mánudaga, miðvikudaga og föstudaga Bygging sund augar við Sólborg Ríkisútvarpið hefur flutt okkur yfirlit um opinberar framkvæmdir á Norðurlandi eystra þar sem m.a. var tilgreind bygging sundlaugar við Vistheimilið Sólborg á Akur- eyri. Þar sem hér gætir nokkurs misskilnings í fréttaflutningi vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri: Á síðastliðnu ári var hafist handa um byggingu umræddrar sundlaugar á grundvelli almennr- ar fjársöfnunar sem að stóðu Styrktarfélag vangefinna, For- eldrafélag barna með sérþarfir og Starfsmannafélag Sólborgar og nutu þessi félög einnig aðstoðar íþróttafélagsins Eikar, sem er íþróttafélag þroskaheftra á Ak- ureyri. Söfnuninni var mjög vel tekið af almenningi auk þess sem ýmis félagasamtök lögðu henni lið með fjárframlögum. í lok árs- ins höfðu á þennan veg safnast um 1.200 þús. kr. er nægðu til byggingar fyrsta áfanga laugar- innar sem var uppsteypa kjallara og gólfplötu aðalhæðar. Gert var ráð fyrir að framhald byggingar- innar yrði tryggt með framlagi úr Framkvæmdasjóði fatlaðra sem lögum samkvæmt ber að veita fé til framkvæmda í þágu fatlaðra, en svo fór að umsókn þar að lút- andi var synjað þar sem lögboðið framlág ríkissjóðs til Fram- kvæmdasjóðsins var skorið niður um ca. 50% við afgreiðslu fjár- laga fyrir árið 1984. Að fenginni þeirri niðurstöðu var enn ákveðið að efla til fjársöfnunar og nú með því að leita til fyrirtækja á Akur- eyri með beiðni um kaup á sér- stökum gjafabréfum. Sala bréf- anna gekk mjög vel og gaf hún í aðra hönd um 450 þús. kr. Sú fjársöfnun sem hér er minnst á bæði í ár og á sl. ári ásamt með framlögum ýmissa félaga hefur alls fært sundlaufarbyggingunni um 3 millj. króna sem nægir til að gera bygginguna fokhelda og er þeim áfanga nú að mestu lokið. Um framhald byggingarinnar er hins vegar allt óljóst þegar þetta er skrifað og mun það ekki ráðast fyrr en niðurstöður eru fengnar hvað varðar fjárhagsgetu Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra á komandi ári. Af framanskráðu er ljóst að bygging umræddrar laugar getur ekki í venjulegum skilningi talist til opinberrar framkvæmdar þar sem fjármögnun hennar hefur til þessa eingöngu stuðst við frjáls framlög félaga, fyrirtækja og ein- staklinga. Um leið og öllum er stutt hafa byggingu sundlaugar við Vist- heimilið Sólborg er þakkað fram- lag sitt til bættrar aðstöðu fyrir fjölmennan hóp alvarlega fatl- aðra einstaklinga sem ekki eiga þess kost að njóta þeirrar að- stöðu er býðst í almenningslaug- unum er ekki úr vegi að vekja at- hygli á því að fjármálayfirvöld þjóðarinnar hafa talið sér standa nær að styrkja starfsmann utan- ríkisþjónustunnar með 750 þús. kr. framlagi til að byggja sund- Iaug við heimili sitt í erlendri höfuðborg. Ekki er að efa að þar mun „litli maðurinn“ í samfélagi okkar hljóta góðar móttökur undir vermandi sól þegar honum hefur áskotnast fé til að forfram- ast með tignarmönnum í útland- inu. Vonandi lendir sundlaug ambassadorsins ekki undir hárr beittum hnífi niðurskurðarins og megi hann og gestir hans vel njóta. f.h. Vistheimilisins Sólborgar, Bjarni Kristjánsson, framkvæmdastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.