Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 26. október 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verður aftur fómað til einskis? Skattalækkunarleiðin til lausnar yfirstandandi kjara- deilum er ennþá til umræðu, þó líkurnar á því að hún geti orðið að veruleika hafi stór- lega minnkað. Ríkisstjórnin hefur ítrekað vilja sinn til að fara þessa leið, sem tví- mælalaust myndi tryggja hag launafólks mun betur en verulegar kauphækkanir með stóraukna verðbólgu í kjölfar- ið. Mjörg Ijón eru hins vegar í veginum. Undanfarnar vikur hafa við- ræður VSÍ og aðildarfélaga ASÍ snúist um skattalækkun- arleiðina. Mikill tími hefur far- ið í þessar umræður og fjöl- margir aðrir aðilar sem standa í samningaþrefi hafa litið til og beðið eftir því að þessar viðræður sýndu ein- hvern árangur. Þeim lauk þegar Ijóst varð að nokkrir aðilar höfðu samið á allt öðrum nótum. Efasemdir hafa á hinn bóginn komið upp varðandi það hvort allir aðilar þessa máls hafa unnið að því af heilindum. Sjónarmið sumra hafi verið þau að gott hafi verið að geta sagt að þeir hafi viljað fara þessa leið, en aðrir hafi gert það ókleift. Þó að ríkisstjórnin hafi ótvíræðan vilja til að fara skattalækkunarleiðina eru allar horfur á að samstaða náist ekki um hana. Kjara- málin og verkföllin eru orðin stórpólitísk mál og stjórnar- andstaðan, með Alþýð- ubandalagið í broddi fylking- ar, beitir öllum brögðum til að klekkja á ríkisstjórninni. Tak- markið er að koma henni frá og ekki er skirrst við að fórna hagsmunum launafólks í landinu í þeim tilgangi. Alþýðubandalagsforust- unni þætti til dæmis ekkert verra þó ASÍ félögin færu í verkföll eftir svo sem eina eða tvær vikur. Allir geta gert sér í hugarlund hvaða af- leiðingar það hefði, ef til slíks kæmi ofan á alla þá erfiðleika sem þegar er við að etja í þjóðfélaginu. Þá er útilokað annað en að til lagasetningar verði að koma, til að höggva á þann hnút sem nú þegar ógnar velferð þjóðarinnar. Launafólk í landinu hefur fært miklar og dýrar fórnir í þágu heildarinnar. Árangur þessara fórna hefur verið að koma fram, einkanlega með stórkostlegum árangri í verð- bólgumálum. Nú er þessum árangri ógnað og ef niður- staðan verður sú að laun í landinu muni almennt hækka um eða yfir 20% og þar af um eða yfir 10% strax, fer verð- bólguhraðinn í árslok eitt- hvað á þriðja tug prósenta. Það getur orðið erfitt að stöðva verðbólguhjólið á nýj- an leik ef svo fer. Þá hefur enn einu sinni verið fórnað til einskis. Hoppað til Reykjavíkur Hinn síðasta dag ágústmánaðar, sem að þessu sinni bar upp á föstudag, var maður óvenju snemma á fótum. Ætlun var að reyna þá nýjung sem einhver orðhagur maður gaf nafnið hoppfargjald. Nú skyldi „hoppað“ yfir hálendið, áleiðis í dýrðarlönd Davíðs konungs. Út á flugvöll var komið þegar klukkuna vantaði rúm- lega stundarfjórðung í átta, og var þá þegar komin álitleg biðröð þar sem hoppnúmerin skyldu hengd upp, nákvæmlega klukkustund fyrir áætl- aða brottför. Athyglisvert nýmœli Auðvitað hvarflaði það að manni, að erfitt yrði að fá far þar sem svo marg- ir biðu, sumir víst allt frá því um klukkan sjö um morguninn. En þessi ótti var ástæðulaus. Auðvitað höfðu fáir pantað sér far með vélinni, enda hefði þá þurft að greiða helmingi hærra fargjald. Því var það Ijóst strax klukkan um tíu mínútur yfir átta, að handhafi hoppnúmers 18 myndi komast með, og reyndar komust um þrjátíu manns með fyrir hálfvirði í þetta skipti. Og nú hófst bið eftir brottfararkalli. Hoppfargjöldin eru einkar athygl- isverð nýmæli og einkar kærkomin tilbreyting núna mitt í kjaraskerðing- unni sem er einmitt nú þessa dagana verið að boða landslýð, nú undir nafninu Verkefnalisti og Nýsköpun. Það er eins og stjórnmálamennirnir okkar geti aldrei áttað sig á þeirri einföldu staðreynd, að það þýðir ekkert að fara að nýskapa eitt eða annað án þess að áður sé komið á þjóðarsátt, en slík þjóðarsátt virðist nú aldeilis ekki vera í sjónmáli. Hornsteinn þjóðarsáttar ætti að vera réttlátur langtímakjarasáttmáli. Það er hægt að ná samningum um marga hluti ef bara vilji er fyrir hendi. Má þar til nefna afnám verðbóta á laun, gegn því til dæmis að fulltrúi laun- þega í verðlagsráði fái neitunarvald. Einnig mætti hugsa sér niðurfærslu verðlags í stað kauphækkana. En hvað sem öllum kjaraskerðing- um líður þá komst maður nú fyrir hálfvirði suður, og verður slíkt að teljast hin ágætasta búbót. Klukkan laust fyrir níu var kallað út í vél, sæt- isólar spenntar og hreyflar gamla, góða Vorfara sem kvað hafa verið keyptur á útsölu í Kóreu, ræstir. Rödd flugfreyjunnar tilkynnti að áætlaður flugtími til Reykjavíkur yrði fjörutíu og fimm mínútur, en henni láðist að geta flughæðar í þetta sinn. Síðar, þegar flugstjóri talaði til farþega einhvers staðar yfir hálend- inu, upplýsti hann að flogið væri í séxtán þúsund fetum. Það er annars athyglisvert að flug- tíminn milli Akureyrar og Reykja- víkur hefur aðeins styst um fimmtán mínútur síðan 1942. Þetta kom fram í einkar fróðlegum þætti sem Sjón- varpið gróf á dögunum upp úr segul- bandasafni sínu, sjálfsagt í sparnað- arskyni, og rakti sögu flugs á íslandi. Að þætti þessum stóð hinn ágæti sjónvarpsmaður Markús Örn Ant- onsson. Því miður er nú hálfilla kom- ið fyrir svo frábærnum fjölmiðla- manni. Hann hafnaði sem kunnugt er í formannssæti Nudd- og nauð- nefndar þeirrar sem Útvarpsráð er kallað, og segir reyndar sagan að hann muni hljóta jafnvel ennþá ömurlegra hlutskipti í augum allra áhugamanna um fjölmiðlun þ.e. embætti útvarpsstjóra, en það mætti auðvitað að skaðlausu leggja niður ásamt Útvarpsráði, og fela störf þess- ara aðila áhugahópum eða regnhlíf- arsamtökum af einhverju tagi. Maður myndi bara næstum því kjósa félaga Röggu ef hún beitti sér fyrir slíkum umbótum. Nóg um fjölmiðla að sinni. Annars bar fátt markvert til tíð- inda þessa þrjá stundarfjórðunga sem það tók Fokkerinn að komast suður. Maður fékk sér kaffi á tíkall yfir Arnarvatnsheiðinni, virti fyrir sér stórkostlega ásýnd fósturjarðar- innar uns hú7n huldist hvítri skýja- hulu er sunnar dró, og lét hugann reika . . . Og fyrr en varði tók vélin að lækka sig. Akranesið kom í ljós, því næst víður og breiður Faxaflóinn og loks þegar klukkuna vantaði ná- kvæmlega sex mínútur í tíu tyllti vél- in sér á eina af brautum Reykjavík- urflugvallar. Við vorum lent í höfuð- borg íslands. Þensla kölluð samdráttur Að sjálfsögðu var margt að skoða í borginni. Það fyrsta sem landsbyggð- armaðurinn (sem þar syðra er reynd- ar oftsinnis nefndur sveitamaður) rekur augun í er hin gífurlega þensla sem virðist ríkja á flestum sviðum. Vinnupallar hanga utan á annarri hverri byggingu, og nýjar hallir hafa risið sem ekki voru til staðar fyrir aðeins fáum mánuðum. Þetta er víst það sem hún litla Thatscher okkar kallar sparnað og lesa má um, meira að segja hvítt á svörtu, ekki í Þjóð- viljanum eins og ætla mætti, heldur í íslendingi sem dagsettur er þann 6. september síðastliðinn. Og það er ekki nema von þó íslendingi blöskri öfugmælin sem hvað hrikalegust urðu í sambandi við boðaðan „sparnað“ í menntakerfinu. Nú spyr maður sjálfan sig hvar hið fræga at- kvæðamisvægi sem alltaf ýti út í vit- lausar fjárfestingar úti á landi sé núna. Ef háttvirtir landsbyggðar- þingmenn eiga að geta litið framan í kjósendur sína án þess að roðna, verða þeir að sporna gegn hinu hróp- lega misrétti milli landshluta, jafnvel þó það kosti stjórnarslit eða riðlun flokkakerfis. Bjarnargreiði Það er sagt að yfirborganir séu eink- ar algengar í ýmsum starfsgreinum í Reykjavík, nokkuð sem bendir til þess að fyrirtæki þar á bæ séu ekki öll beinlínis á vonarvöl. Á meðan blasir við neyðarástand á mörgum stöðum á landsbyggðinni. Eðlilega leita því margir suður í rigninguna í von um bætt kjör, en þó það verði að teljast ofur eðlilegt að launafólk reyni þann- ig að bjarga sér eftir bestu getu, þá verða þessar yfirborganir að teljast hálfgerður bjarnargreiði, einfaldlega vegna þess að gróðinn sem gerir þær mögulegar er fenginn, ekki með verðmætasköpun, heldur braski og milliliðastarfsemi, þó svo fjármagnið sé upphaflega ættað úr framleiðslu- greinum, gjarnan utan af landi. En vegna þess að undirstöðuna vantar hlýtur hrun að verða óumflýjanlegt fyrr eða síðar, og ekki verða hin fé- lagslegu vandamál sem í kjölfarið fylgja neitt óleystari þótt í stórborg séu. Sú lausn sem virðist vera nærtæk- ust í þessu máli er hugsanlega ein- hvers konar byggðaskattur, sem lagður yrði á verslunar- og skrifstofu- húsnæði, jafnvel einnig nýbyggingar atvinnuhúsnæðis í Reykjavík og nág- renni. Þessi skattur mætti þó ekki undir neinum kringumstæðum renna út í verðlagið í landinu. Tekjum af skatti þessum mætti verja til að hjálpa þeim byggðarlögum fyrst og fremst sem verst eru sett en þó alls ekki til að bjarga einstökum byggða- kóngum, þeir spjara sig. Hér lýkur að segja frá ágætri Reykjavíkurför, aðeins skal þessget- ið að „hoppið“ heim aftur gekk með sömu ágætum og hið fyrra. Óskandi er að þeir fari nú ekki að leggja niður þessa ágætu hoppnýjung, og það mætti jafnvel enn útvíkka hana, en ef til vill í staðinn leggja niður ein- hverja hæpna fargjaldaafslætti. Hoppið er fyrirtaks leið fyrir efnalít- ið fólk sem langar að líta á alla þensl- una fyrir sunnan áður en það verður um seinan.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.