Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 26.10.1984, Blaðsíða 11
26. október 1984 - DAGUR - 11 Það hefur oft verið sagt um Bárðdœl- inga að þeir séu trúir og tryggir sinni sveit allt fram í dauðann. Þetta er sérstaklega ein- kennandi fyrir eldra fólkið sem á sínum tíma neitaði að flytja úr örbirgð í atvinnuna á möl- inni. Og nú þegar œvikvöldið færist yfir neitar þetta sama fólk enn að flytja og tekur œskustöðvarnar fram yfir áhyggju- leysi elliheimilanna. Ef einhver efast um sannleiksgildi þessa œtti sá hinn sami að gera sér ferð að Bjarnastöðum í Bárðardal. Þar búa nú fimm systkini, öll ógift í föðurhús- um - öll að vísu orðin harðfullorð- in, þau yngstu um sjötugt og elsti bróðirinn verður 85 ára 4. október. Þetta eru systkinin Jón Jónsson, 85 ára, Þorsteinn Jónsson, 83 ára, Friðrika Jónsdóttir 82 ára og tvíburarn- ir María og Þuríður Jónsdœtur 69 ára. Systir þeirra Kristín Jónsdóttir leitaði heldur ekki út fyrir sveitina því hún býr á bœnum Einbúa í Bárðardal. Ekki sleit heldur bróðir þeirra, Gústaf tryggðum við dalinn, því hann byggði nýbýlið Rauðafell út frá ,jMxár- rafmagnið breytti öllu hér“ - Rætt við Jón Jónsson á Bjamastöðum í Bárðardal en þar býr hann ásamt fjómm systkinum sínum Bjarnastöðum og bjó þar allt til dauðadags. Er blaðamenn Dags bar að garði að Bjarnastöðum á dögunum var Jón aldursforseti þeirra systkina úti við. - Það hefur aldrei hvarflað að mér að flytja, segir hann þegar við berum upp spurninguna. - Mig hefur aldrei langað úr sveitinni okkar og það sama má segja um systkini mín. Bárðar- dalnum hefur haldist vel á sínu fólki þrátt fyrir allt sem hefur á dunið og ég get nefnt það sem dæmi að af 14 unglingum sem voru með mér í unglingaskóla hjá Agli Þorlákssyni árið 1915, flutti aðeins einn úr sveitinni. Það var Vernharð Jónsson frá Jarlsstöðum sem flutti með for- eldrum sínum. - Hefur Reykjavík eða Akur- eyri aldrei lokkað? - Ég fór fyrst til Reykjavíkur árið 1920 og það var ekki verra að rata í henni þá en t.d. Akur- eyri um 1940, svo mikið hefur hún nú stækkað. Nei mig hefur aldrei langað í borgirnar, en ég hef haft gaman af þeim ferða- lögum sem ég hef farið í. Ég hef líklega farið einar fjórar bænda- ferðir víða um land. Það eru eftirminnilegar ferðir. - Nú ert þú í nábýli við Sprengisand. Hefur þú farið margar ferðirnar um sandinn? - Ekki segi ég það nú. Ég hef að vísu farið oft í göngur upp á Sprengisand. Ég fór í fyrsta sinn alla leið suður í Jökuldal fyrir einum tíu árum. - Hvenær komst vegasamband á hér í dalnum? - Fyrsti bíllinn kom hingað 1928 en þá voru vegir hvorki miklir né góðir. Það var Jón nokkur Þorbjörnsson sem flutti frá Bessastöðum að Laxamýri í Aðaldal. Þetta var fólksbíll og ég man ekki til þess að hann hafi strandað alvarlega á ferðum sínum hér. Fyrsti vörubíllinn kom sama ár en hann átti Jón Lundi Baldursson frá Lundar- brekku, landnámsbænum. - Þú mannst þá væntanlega eftir því hvenær rafmagnið og síminn komu? - Það man ég vel. Jónas okkar Jónsson frá Hriflu lét leggja sím- ann í dalinn um 1930 og skömmu áður hafði orðið hér bylting þeg- ar rafstöðvarnar voru byggðar. Laxárrafmagnið breytti svo öllu þegar það komst á en þá fengu allir Bárðdælingar rafmagn. Það var mikill munur því mótekja var léleg hér og erfitt með brenni. Þar með lauk samtali okkar við Jón Jónsson 'Bárðdæling. Þrátt fyrir að hann sé orðinn „lappa- laus“ eins og hann orðaði það, varð hann að slá smá skák með orfi og ljá eins og hann hafði gert svo mörg sumur á þessari öld. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.