Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL /~^ GULLSMIÐIR VM SIGTRYGGUR & PÉTUR Xl^ AKUREVRI // • Litmynda- framköllun FILMUhúsid AKURETRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 29. október 19S4 106. tölublaö 25 30°/( verðbólga segir forsætisráðherra 0 „Ef allir semja á svipaðan hátt og sveitarfélögin hafa nú gert og þeir aðrir sem þegar hafa samið, verður verðbólgan um áramót og næstu mánuði á eft- ir á bilinu 25-30%. Fólkið í fiskvinnslunni og sjómennirnir munu aldrei sætta sig við minna, sem skiljanlegt er, og því munu ekki verða gerðar minni kröfur í samningum um fiskverð um áramótin. Fisk- vinnslan þolir ekki slíka hækk- un og ef ríkisstjórnin ætlar að virða markmið sitt um atvinnu- öryggi, þá hefur hún engan annan kost en að lækka gengið fyrr en seinna. Það veit hver einasti maður sem ekki er fæddur í gær að því mun fylgja vaxandi verðbólga," sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra m.a. á kjör- dæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík um helgina. Steingrímur sagöi að aðilar vinnumarkaðarins heföu nú haft hugmyndina um skattalækkun í stað peningalaunahækkana til meðferðar í meira en mánuð. Mjög slæm mistök hefðu orðið með Reykjavíkursamningunum, en þrátt fyrir það hefði ríkis- stjórnin ítrekað þann vilja sinn að fara þessa leið. Þó margir í röðum launþega hafi viijað fara skattalækkunarleiðina hafi samt fjölmargir ekki viljað það, e.t.v. Albert gagn- rýndur „Þrátt fyrir góðan vilja for- sætisráðherra hefur ríkis- stjórnin sem atvinnurekandi sýnt óheppilegt viðmót og óviðeigandi framkomu gagnvart sínu eigin starfs- fólki," sagði lugvar Gísla- son, alþingismaður á kjör- dæmisþinginu, en gat þess jafnframt að kröfur BSRB hafi verið óraunsæjar. Ingvar sagði að fjármálaráð- herra hefði beitt valdi sínu af hroka og viðvaningshætti, ver- ið óklár samningamaður og stirðbusalegur í samskiptum við starfsmenn sína. Þetta væri því miður sú mynd sem opin- berir starfsmenn hefðu af ríkisvaldinu sem atvinnurek- anda, fyrir tilstilli Alberts. Fjölmargir á kjördæmis- þinginu höfðu svipaðar at- hugasemdir um fjármálaráð- herra, sem var gagnrýndur mjög harðlega vegna yfirlýs- inga hans og framgöngu yfir- leitt í samningamálunum. HS cinkum þeir scm líta ckki aðcins á kjaradcilurnar og vcrkföllin scm kjarabaráttu, heldur lið í þcim lcik að koma ríkisstjórninni frá'. Þegar ríkisstjórnin hafi spil- að út í síðustu viku hafi þcssir að- ilar komið undan gærunni. Forsætisráðhcrra lýsti yfir miklum vonbrigðum mcð þessa þróun mála. Hann kvaöst skilja þá framsóknarmcnn scm væru óánægðir með samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og sagði að á sumum sviðum hefði vcrið gcng- ið of langt á braut frjálshyggjunn- ar. Mikilvægasta verkefnið fram- undan væri nýsköpun atvinnulífs- ins. HS. Forsætisráöherra llvtui ræðu sína á þinginu. Mvnd: HS Skinnaiðnaðurinn á Akureyri: Markaðir eru í hættu - vegna tafa á útflutningi af völdum verkfallsins - búið að segja upp 10 manns „Markaðir okkar erlendis eru í hættu og raunar þegar farnir að bera skaða af því að við get- um ekki flutt út, auk þess sem fréttaflutningur af ástandinu hér hefur hrætt viðskiptavini okkar erlendis. Þá vantar okk- ur orðið efni til framleiðslunn- ar og höfiiiu af þeim sökum neyðst til að segja upp 10 manns," sagði Jón Sigurðar- son, framkvæmdastjóri skinnadeildar Iðnaðardeildar Sambandsins. Þessum 10 var sagt upp á fimmtudag, en uppsagnirnar eru skilyrtar pannig, að þær verða dregnar til baka ef úr rætist, en farið hefur verið fram á undan- þágur sem vonir standa til að fáist. Þessir starfsmenn eru með viku uppsagnarfrest. Efni vahtar til afullunar og sútunar. I bréfi skinnadeildarinnar til verkfallsnefndar á Akureyri segir að vegna verkfalls hafi orðið truflun á hráefnisöflun til sútun- arvcrksmiðjunnar. Þegar hafi hlutar vinnslunnar stöðvast og frekari stöðvun fyrirsjáanleg í næstu viku. Þá segir að sútunar- iðnaðurinn hafi vaxið verulega á undanförnum árum, hvort heldur sem mælt sé í veltu eða fjölda starfsmanna. Enn frekari aukn^ ing sé fyrirhuguð á næstu árum. en þær áætlanir gætu raskast verulega komi til vinnustöðvunar nú. Markaðir þeir sem við byggj- um á eru í hættu. enda er aðal- sölutíminn í nóvember og des- ember, segir í bréfinu til verk- fallsnefndar. Sútunariðnaðurinn á Akureyri hefur verið einn helsti vaxtar- broddur iðnaðar í bænum á undanförnum árum. HS Eldsvoði að Reykjum - Hlaða og 1.200 hestar af heyi urðu eldinum að bráð Hlaða og uiii 1.200 hestar af heyi eyðilögðust í eldsvoða að Reykjum í Fnjóskadal í nótt. Slökkviliði tókst að bjarga áföstu fjárhúsi og engum skepnum varð meint af eld- inuin, þar sem féð var allt úti þegar eldurinn kom upp. Slökkviliðið á Akureyri fékk tilkynningu u'm eldinn um sex- leytið í gærkvöld og sendi fimm menn í Reyki á tveim bílum. Voru þeir komnir þangað um sjö- leytið, en samtímis dreif að fólk úr sveitinni til hjálpar við slökkvistarfið, ekki færri en um 50 manns, að sögn Viðars Þor- leifssonar, slökkviliðsmanns. Slökkvistarf gekk greiðlega eftir að stórvirk tæki fengust til að losa heyið úr hlöðunni og var því lok- ið á fimmta tímanum í morgun. Hlaðan, sem var nýtt stálgrinda- hús, eyðilagðist í eldinum, og 1.200 hestar af heyi ýmist brunnu eða eyðilögðust af reyk og vatni. Líkur eru taldar til þess að eldur- inn hafi kviknað út frá rafmagni. Tilviljun réði því. að ekki skyldi vera mannlaust á Reykjum þegar eldurinn kom upp. Ábú- endur þar höfðu hugsað til brott- farar úr sveitinni, en óvænt gesta- koma tafði för þeirra um stund. Á meðan gaus eldurinn upp í hlöðunni. -GS \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.