Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 29. október 1984 Heimsókn í sláturhúsið á Kópaskeri: Féð mun vænna en undanfarin ár Paö var mikið um að vera í slát- urhúsinu á Kópaskeri þegar tíð- indamenn Dags voru þar á ferð í upphafi sláturtíðar. Alla jafna eru það ekki nema örfáir menn sem starfa í sláturhúsinu, en þeg- ar líður að hausti kemur mikill kippur í húsið og meðan á slátrun stendur starfa þar rúmlega 100 manns. Gunnar Páll Ólafsson slátur- hússtjóri sagði í spjalli við Dags- menn að áætlað væri að slátra í ár 24.237 lömbum og 1.549 fullorðn- um kindum, eða álíka mörgu og í fyrra. Reiknað væri með að slátrun lyki 10. október. Féð er verulega vænna en verið hefur undanfarin ár, enda var vorið gott og sumarið með eindæmum, að því er fróðir menn segja. KGA Gunnar Páll Ólason sláturhússtjóri. Hann hafði í nógu að snúast í upp- liafi sláturtíðar. Myndir: KGA Rist á kviðinn og gorinu sópað út. Að jafnaði vinna ekki nema örfáir menn í sláturhúsinu, en á haustin verða starfsmenn rúmlega hundrað. „Margþætt starf“ - segir Tryggvi Isaksson réttarstjóri Tryggvi ísaksson er réttarstjóri í sláturhúsinu á Kópaskeri og er þetta tíunda haustið sem hann gegnir því embætti. Tryggvi er sjálfur bóndi og býr með kindur, hafði 320 á fóðr- um í vetur. „Starf réttarstjóra er margþætt,“ segir Tryggvi. „Það er í fyrsta lagi að taka á móti fénu þegar það kemur að réttinni, og sjá um það að banaboxi, skipu- leggja slátrunina. Að miklu leyti er þetta verkstjórn. Réttarstjóri þarf einnig að sjá um frumflokk- un milli eigenda og þetta er dálít- ið krefjandi starf, það þarf að leysa marga hnúta sem koma upp frá degi til dags. Það koma upp ótrúlegustu atvik sem þarf að leysa á stundinni.“ - Manstu eftir einhverju sér- fetöku? „Það er reyndar engin ný- lunda, að þegar maður er búinn að reka fé upp að banaboxi, þá kannski er eigandinn ekki mættur. Þá stöðvast öll slátrunin og þá verð ég að taka ákvörðun á stundinni um það hvort ég fer að lóga hans fé eða hvort ég tek tíma í það að koma fénu frá og öðru fé að. f fleiri tilvikum að minnsta kosti þegar ég er búinn að fá þessa reynslu, tek ég þá ákvörðun að byrja að slátra frá viðkomandi bónda, og reyni þá að gera eins og hann hefur viljað láta framkvæma slátrunina í sambandi við merkingar og fleira.“ - Heldurðu að kindurnar hérna í réttinni viti hvað bíður þeirra? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að þegar fullorðna féð kemur, þá er einhver skynjun hjá því um hvað er á ferðinni. Sérstaklega er óskaplega sárt að fá forustuær í sláturhúsið. Það þarf enginn að segja mér að þær viti ekki hvað er framundan." - Er sárt að sjá á eftir kindun- um í banaboxið? „Já, svo sannarlega. En þetta er einn hlekkurinn í keðjunni, að sjá á eftir skepnunni í sláturhús- ið. Þetta er jú það sem fæðir mann og klæðir og það er ekki um neitt að velja.“ KGA. Hinsta stund kindarinnar. Banaboxið. Það er Arni Þór Jónsson sem tekur í gikkinn. Hér eru skrokkarnir flegnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.