Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 29.10.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR i BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VIÐHALDSFRÍIR veuið rétt MERKI Kyndingarkostnaöur niðurgreiddur? - hjá íbúum í Gerðahverfi II þar sem ekki er unnt að kynda með hitaveitu Fjölskylda í 200 fermetra húsi á Akureyri seni kynt er meö rafmagni, eyðir árlega um 12 þúsund krónum meira til upp- hitunar en fjölskylda í sam- bærilegu húsi þar sem kynt er með hitaveitu. Þctta eru niðurstöður könnun- ar scm rafveitustjórn lct gcra sl. sumar. Tók könnunin til 57 húsa á Akureyri og var farið ár at'tur í tírriann til að finna út árseyðsl- una. Fyrir könnunina lá það Ijóst fyrir að kílóvattsstundin í rafhit- un var talsvcrt ódýrari cn kíló- vattsstundin miðað við hitaveitu, 1,06 krónur á móti 1.15 krónum cf miðað er við daghitunartaxta. Að sögn Sigurðar Jóhanncs- sonar, formanns rafvcitustjórnar kom fram í þessari könnun að fólk sparar grcinilcga við sig hita- veituna, með því að taka inn minna vatnsmagn en það þarf. Enn herjar lús á Akureyringa Enn hefur höfuðlús gert vart við sig á Akureyri og hefur Olafur H. Oddsson, héraðs- læknir, hvatt fólk eindregið til að hafa samband við heimilis- lækni sinn ef vart verður við þetta skordýr. Orörctt segir Ólafur í frétta- tilkynningu: „Nýlega hefur orðið vart höfuðlúsar á Akureyri. Mikilvægt er aö húsráöendur hafi samband við heintilislækni ef' art verður við þetta skordýr, þannig að héraðslæknir geti haft yfirlit um útbreiðslu tilfella. Kambarog viðeigandi hársápa fást í lyfja- búðum með viðeigandi leiðbein- ingum á íslensku. Rétt er að hvetja fólk til að vera opinskátt ef einhver fær á sig lús, og láta alla vita sem koma reglulega á heimilið. Pannig er hægt að hefta útbreiðslu og koma í veg fyrir faraldur. " - GS Ólafsfjörður: Atvinnu- horfur slæmar „Atvinnuhorfur eru hér afar slæmar og það er fyrirsjáanlegt verulegt atvinnuleysi fram til áramóta,“ sagði Valtýr Sigur- bjarnarson bæjarstjóri í Ólafs- firði er við ræddum við hann um helgina. Valtýr sagði að togarinn Sól- berg væri búinn með kvóta sinn, en Sigurbjörg og Ólafur bekkur ættu eitthvað lítið eftir. „Ég fæ ekki annað séð en frystihúsin verði bæði meira og minna lokuð til áramóta og ástandið er ekki betra en það var hér í fyrra en þá var mikið atvinnuleysi hér síð- ustu mánuði ársins," sagði Valtýr. Þeir sem búa við rafhitun virðást hins vegar ekki spara rafmagnið við upphitunina og niðurstaðan er sú að rafhitunarmenn eyða mun hærri upphæð til upphitunar húsa sinna. í 106 fermetra einbýlishúsi þar sem tekinn er inn 1,5 mínútulítri af heitu vatni, er kyndingarkostn- aðurinn 21.240 kr. á ári, sam- kvæmt könnuninni en þetta vatnsmagn er þó ekki nægilega mikið miðað við stærð hússins. í ! sambærilegu luisi þar sem rafhit- un er, kostaöi það fjölskylduna 24.021 kr. að kynda húsið. í 200 fermetra luisi þar sem að meöal- tali voru teknir inn 2,75 lítrar, kostaði hitaveitan 38.040 kr. yfir árið en 51.070 kr. kostaði að kaupa þær 40.117 kílóvattstund- ir sem þurftu til upphitunar í raf- hitaða Inisinu. - Það er ljóst aö fólk sem býr í Gerðahverfi II hér í bæ, á ekki kost á hitaveitu. Þar er rafmagn notað til upphitunar og alls ekki gert ráð fyrir hitaveitu. Við telj- um að þetta fólk eigi rétt á því að fá niðurgreiddan kyndingar- kostnaðinn líkt og þeir sem búa utan hitaveitusvæða og þetta ætl- um við að láta reyna á, sagði Sig- urður Jóhannesson. - ESE Hæglát veðrátta til áramóta - og engar frosthörkur Draumspakur starfsmaður Dags, sem varla dreymir „l‘eildraum“ þegar veður er annars vegar og oft hef- ur sagt til um veöurfar fram í tímann með ótrú- legri nákvæmni, hefur nú opinberað spá sína til ára- móta næstu. „Veðrátta hér í Eyjafirði og nágrenni mun verða hæg- lát og stóráfallalaus allt til áramóta,“ sagði sá draum- spaki fyrir helgina. „Það eru þó líkur til þess að snjór verði á jörðu tvo síðustu mánuði ársins og smáhret gera vart við sig. Það verða engar frosthörkur á þessurn tíma,“ bætti hann við viss í sinni sök. Ekki er ástæða til annars en að trúa þeim „draum- spaka“ því spár hans allt frá síðustu áramótum hafa verið ótrúlega nákvæmar og það jafnvel þótt þær hafi náð 2-3 mánuði fram í tímann. Við vonumst því fastlega til þess að hin nýja spá hans gangi eftir. gk- Reiknað er með hægri norðanátt með rign- ingu eða slyddu af og tii í dag og á morgun, samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar í morgun. Hitastig verð- ur um frostmark, þó heldur fyrir ofan það. Ekki eru fyrirsjáanleg- ar stórvægilegar veður- breytingar næstu daga. # Fréttir frá Fróni Fréttir erlendis af ástandinu í íslensku þjóðfélagi vegna verkfalls opinberra starfs- manna hafa verið með ein- dæmum. Líklegt er að þessi fréttaflutningur auki ekki álit landans í útlöndum. Hvernig skyldu Danir t.d. bregðast við þeim fréttum frá Fróni, að þar sé orðið hálfgert neyðar- ástand vegna skorts á klós- ettpappír. Það er eins víst að samúð Baunanna í garð ís- lendinga vegna þessa sé þó nokkuð blandin. Líklega sjá þeir fyrir sér berbossa ís- lendinga nuddandi afturend- anum í grastó úti á víða- vangi. Gott að þeir skuli ekki vita að það er komið frost í jörðu. # Cerut- samningarnir Vindlasending Dagsmanna til Guðlaugs Þorvaldssonar, sáttasemjara, t síðustu viku vakti að vonum talsverða at- hygli. Stór mynd birtist af Guðlaugi (DV þegar hann var að opna pakkann, glaðbeittur á svip. Vonandi tekst honum að „svæla þá til samninga". En hvað á þá að kalla samn- ingana? Samanber Sólstöðu- samningana forðum daga. Við leggjum til að þeir verði kallaðir Cerut-samningarnir, því vindlarnir hans Guðlaugs voru af tegundinni Cerut-30. # Viltu kaupa fyrir mig? Fregnir af vindlasendingunni voru fljótar að berast. Sér- legur sendimaður okkar í þessari för suður með vindl- ana var Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðarmaður, en hans fyrirtæki er til húsa á sama stað og fyrirtæki sem Magnús Bjarnfreðsson og fleiri starfrækja, Kynningar- þjónustan sf. Enda stóð ekki á viðbrögðum. Magnús hringdi og bað okkur endi- iega að kaupa fyrir sig Camel og ýmsar aðrar tegundir fyrir samstarfsmenn sína. Ekki var hægt að leysa vandamál Magnúsar á Akureyri. Hins vegar fréttist af þvi að nóg væri til af Camel á Nes- kaupstað og því komið í kring að Magnús fengi af því fregnir. Þaðan pantaði hann 3 karton, til viðbótar við nokkra pakka sem hann fékk frá Blönduósi. # Spakmæli Drykkja er ( góðu lagi, því samkvæmt Darwinskenning- unni deyja aðeins slökustu heilafrumurnar og þær hæf- ustu fá þvi aukið svigrúm tii starfa. Survival of the fittest!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.