Dagur - 31.10.1984, Page 1

Dagur - 31.10.1984, Page 1
67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 31. október 1984 107. tölublað Samninaar tókust Eftir mjög erfíðar fæðingar- hríðir tókust loks samningar í kjaradeilu BSRB og ríkisins eftir fjögurra vikna verkfall um kl. 10 í gærkvöld. Verkfalli var frestað þar til allsherjarat- kvæðagreiðsla hefur farið fram. Samninganefnd BSRB samþykkti samninginn með 36 atkvæðum gegn 13, en 2 sátu hjá. Snemma í gærmorgun hafði náðst samkomulag um efnisatriði samningsins, en þegar BSRB fór fram á sakaruppgjöf af hálfu ríkis- ins vegna meintra ávirðinga og tjóns sem af verkfalli hafi hlotist, strandaði allt og stóð svo í allan gærdag. Risu öldur svo hátt um tíma að sáttasemjari varð að loka húsinu. Það var ekki fyrr en fram kom yfirlýsing um það að af hálfu ráðherra innan ríkisstjórnarinnar væru ekki áform um að beita ein- staklinga innan BSRB aga- eða bótaviðurlögum vegna atvika sem upp hafa komið í.verkfallinu, sem samningar tókust. Allsherjaratkvæðagreiðsla fer_ lfklega ekki fram fyrr en eftir helgi en laun verða greidd út. Menn ótt- ast nú mjög að til verkfalls komi hjá ASÍ, því þar séu sterk öfl sem ætli sér stærri hlut en BSRB. - Sjá bls. 3 og 12. HS Ný frysti- húsaáætlun - er meðal þeirra verkefna, sem ríkisstjórnin mun beita sér fyrir við nýsköpun atvinnulífsins „Eg tel að eitt hið fyrsta sem nýtt þróunarfélag eigi að gera sé að veita miklu fjármagni í nýja frystihúsaáætlun til að gera fískvinnslunni kleift að borga hærri laun, ef ég má orða það svo,“ sagði Stein- grímur Hermannsson, forsæt- isráðherra, þegar hann ræddi um nýsköpun atvinnulífsins á kjördæmisþingi framsóknar- manna á Húsavík um helgina. Steingrímur sagði að nú væri að hefjast nýtt stig í stjórnarsam- starfinu, sem hefði nýsköpun at- vinnulífs að meginmarkmiði og endurmótun þeirra greina sem þjóðin bjyggði svo mikið á. Hann sagði að á undanförnum árum hefðum við misst af fjölmörgum tækifærum, sem aðrar þjóðir hefðu lagt höfuðáherslu á. Af- rakstur atvinnuuppbyggingar síð- ustu ára hafi að ýmsu leyti farið í súginn, í eyðslu og vafasamar fjárfestingar, og vitnaði þá til þeirra áhrifa sem verðbólguþró- unin hefði haft. Meðal þess sem Steingrímur nefndi var að auka framleiðni í sjávarútvegi og fiskvinnslu, stór- efla fiskeldi og gat þess í því sambandi að Islendingar hefðu orðið aftur úr, þrátt fyrir góða möguleika á þessu sviði. Hann nefndi einnig hátækniiðnað, loð- dýrarækt og sagðist ánægður með það samkomulag sem náðst hefði við bændur, sem myndi þcgar til lengri tíma væri litið efla land- búnað og losa hann undan þeim deilum sem um hann hefðu verið að undanförnu. HS Snjókoman á mánudaginn var kærkomin fyrir langþreytta verkfallsverði BSRB við Heklu. Þeir dunduðu sér við að móta snjómynd af „besta vini sínum“, fjármálaráðherranum, og ekki mátti minna vera en Lucy fengi að vera með. Mynd: gk-. 44 milljón króna gengishagnaður Þors- hafnar- togari „Ef Þórshafnartogarinn svo- kallaði hefði verið fjármagnað- ur í BandaríkjadoIIurum þá hefði hann ekki verið veðhæf- ur. Hann var fjármagnaður í enskum pundum og gengis- Aukið atvinnuleysi hjá Einingarfélögum - Nokkur hundruð manns að skrá sig atvinnulausa þessa dagana „Það er alveg óhætt að segja að atvinnuútlitið hjá Eining- arfélögum er ekki bjart og ég óttast að það verði talsvert um atvinnuleysi fram að ára- mótum að minnsta kosti,“ sagði Björn Snæbjörnsson á skrifstofu Einingar er við ræddum við hann í fyrradag. „Ástandið er sérstaklega slæmt í Ólafsfirði og þar er tals- vert á annað hundrað manns þegar komið á atvinnuleysis- skrá,“ sagði Björn. „Frystihúsið á Dalvík er lokað og fólk þaðan að koma á skrá, Söltunarfélagið á Dalvík er lokað, ég er nýbú- inn að fá fréttir af miklu at- vinnuleysi á Árskógsströnd. Eftir því sem mér skilst er mjög lítið að gera á Hjalteyri, þaðan er að koma hópur á atvinnu- leysisskrá og áfram niætti telja. Mér skiist t.d. að það sé tíma- spursmál hvenær atvinnuleysi skellur á á Grenivík og í Hrísey og þá cr ekki vitað hvernig mál þróast hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa." - Er útlit fyrir að þetta at- vinnuleysi verði viðvarandi? „Ég held að það sé Ijóst að í Ólafsfirði t.d. verði lítið um vinnu fram að áramótum. Þetta er vonandi eitthvað tímabundið á Dalvík og á Árskógsströnd- inni en ég held að það sé óhætt að segja að útlitið sé mjög svart. Kvótarnir eru víðast alveg að verða búnir. Atvinnuleysi hcfur ekki auk- ist mikið á Akureyri enn sem komið er, en þó verðum við varir við það að þeini fjölgi hægt og sígandi sem láta skrá sig á atvinnuleysisskrá og þetta fólk kemur úr öllum greinum. Ég óttast að þetta eigi eftir að aukast og t.d. er vitað að það kemur fólk á skrá sem hefur haft atvinnu á sláturhúsinu hérna.“ - Hvað gctur þú ímyndað þér að það sé margt fólk í ykkar félagi sem er að koma á at- vinnuleysisskrá þessa dagana? „Ég þori ekki að segja til um það, en bara frá Ólafsfirði og Dalvík eru það á fjórða hundr- að manns.“ gk-. munurinn einn frá niiðju ári 1981 er hvorki meira né minna en tæpar 44 milljónir króna. Mér sýnist það nema svona 200 ársstörfum launþega í BSRB,“ sagði Þórólfur Gíslason, kaup- félagsstjóri á Þórshöfn, í al- mennum stjórnmálaumræðum á kjördæmisþingi framsókn- armanna á Húsavík um síðustu helgi. Þórólfur vildi með þessu dæmi benda á það að e.t.v. hefði verið farið hvað ógætilegast í erlendum lántökum með því að taka of mikið af lánum í Bandarfkjadöl- um. Hann varpaði því fram hvort hagfræðingar hefðu ekki leitt þjóðina um of inn á þessa braut og þess vegna séu skuldir þjóðar- innar svo hrikalegar sem raun ber vitni. FIS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.