Dagur - 31.10.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 31.10.1984, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 31. október 1984 31. október 1984 - DAGUR - 7 Búvörusýningin „Bú ’84“ - Búvörusýningin „Bú ’84“ - Búvörusýningin „Bú ’84“ - Búvörusýningin „Bú ’84“ - Búvörusýningin „Bú ’84“ - Búvörusýningin „Bú ’84“ „Einbeittum okkur að kynningu á lifrarkæfunni og spægipylsu1 sagði Óli Valdimarsson hjá Kjötiðnaðardeild Kaupfélags Eyfirðinga „Við sýnum hér allar helstu framleiðsluvörur okkar og svo erum við með hiuta af sýning- arborði okkar skreytt á mjög skemmtilegan hátt,“ sagði Oli Valdimarsson hjá Kjötiðnað- arstöð Kaupfélags Eyfirðinga er við hittum hann að máli á búvörusýningunni „Bú ’84“ sem haldin var í Reykjavík á dögunum. Kjötiðnaðarstöðin var þar með myndarlega kynn- ingu á framleiðsluvörum sínum og var nóg að gera hjá starfs- mönnum fyrirtækisins þann tíma sem sýningin stóð yfír. Ég hef ekki talið saman hversu marga vöruflokka við sýnum, en við erum hér með allar okkar niðursuðuvörur og aðrar helstu vörur. Þessi vettvangur er mjög heppilegur hvað það snertir að kynna nýjar vörur á Reykjavík- urmarkaðinum en af því hefur verið of lítið gert til þessa.“ - Hefur salan þar af leiðandi verið lítil í Reykjavík? WM Fagurlega gerð skreyting í sýningarbás Kjötiðnaðardeildar KEA. „Niðursuðuvörur okkar hafa selst vel í höfuðborginni en salan á öðrum vörum hefur ekki verið mikil. Móttökur hérna á sýning- unni hafa verið mjög góðar, fólk hefur mikið spurst fyrir um það hvaða verslanir selji vörur frá okkur og það finnst mér lofa góðu. Þær verslanir sem hafa selt okkar vörur eru fyrst og fremst IMA verslanir. En það eru versl- anir í eigu félagsmanna í Inn- kaupasambandi matvörukaup- manna, aðallega smærri verslanir og svo hefur JL- húsið verið með vörur frá okkur.“ - Á hvað hafið þið lagt höfuð- áherslu á þessari sýningu? „Við höfum aðallega einbeitt okkur að því að kynna lifrarkæf- una okkar og spægipylsuna. Við höfum einnig gefið fólki sem hingað hefur komið kost á því að smakka fleiri vörutegundir okkar eins og t.d. magál sem þekkist ekki ntikið hérna fyrir sunnan. Það er ekki annað að sjá en að magállinn hafi líkað vel því fólk spyr mikið um það hvar hægt sé að kaupa hann.“ - Þannig að þú ert bjartsýnn á árangur ykkar af þátttöku í þess- ari sýningu? „Það verður að koma í ljós hver hann verður. Við erum mjög ánægðir með móttökurnar því fólkið hefur sýnt mjög já- kvæð viðbrögð við okkar fram- lagi á sýningunni. Ég reikna með að þetta eigi eftir að skila sér, en það þarf þó að fylgja þessu eftir til þess að svo verði. Hér er geysi- lega stór markaður, um það bil helmingur þjóðarinnar býr á höfuðborgarsvæðinu svo það liggur í augum uppi að það er mikilvægt að ná fótfestu á þess- um markaði. Við höfum það gott hráefni að við erum vel sam- keppnisfærir þótt við þurfum að keyra allar okkar vörur suður til Reykjavíkur." - Ef svo fer að þátttaka ykkar í þessari sýningu skilar sér í mjög aukinni sölu, hvernig eruð þið þá í stakk búnir til þess að mæta þeirri aukningu í framleiðsl- unni? „Okkur vantar tilfinnanlega sjálfvirkar vélar eins og dósalok- unarvél og áfyllingarvél til þess að auka afköstin. Á öðrum svið- um erum við mjög vel búnir tækj- um og þurfum ekki að kvarta." - Heldur þú að sá hugsunar- háttur sé ríkjandi í Reykjavík að fólk þar kaupi fremur vörur sem þar eru framleiddar, öfugt við það sem er á Akureyri þar sem fólk kaupir að öllu jöfnu fremur KEA vörur? „Ég veit það ekki. Það eru óhemjumörg fyrirtæki í þessari framleiðslu í Reykjavík og sam- keppnin er mjög hörð, en ég held að fólk í Reykjavík hugsi ekki svona að öllu jöfnu. Að vísu má segja með SS pylsurnar að á þær hefur komist sá stimpill að þær séu vinsælastar en það sama má segja um niðursuðuvörurnar frá okkur. Við sitjum að langmestu leyti að þeim markaði." Þann tíma sem sýningin stóð yfir var stanslaus straumur fólks í sýningarbás Kjötiðnaðarstöðvar KÉA og starfsmenn á þönum við að gefa gestum að smakka á hin- um ýmsu framleiðsluvörum. Á meðan undirbúningur sýningar- innar stóð yfir unnu starfs- mennirnir nær allan sólarhring- inn og þá daga sem sýningin stóð yfir var vinnutíminn frá því eld- snemma á morgnana og fram- undir miðnætti. Og svo mikið var að gera að varla gafst tími til þess að fara í mat! Þeir sem unnu í sýningarbás Kjötiðnaðardeildar KEA voru auk Óla þau Grettir Frímanns- son, Óskar Erlendsson, Her- mann H. Huijbens, Stefán Vil- hjálmsson, Ólína Sigurjónsdótt- ir og Margrét Þórðardóttir. „Stuðlar að aukinni vöruþróun“ - segir Agnar Guðnason fram- kvæmdastjóra sýningarinnar Það var jafnan mikil örtröð við sýningarbás Kaupfélags Svalbarðseyrar. Fjórir starfsmanna Kjötiðnaðardeildar KEA á sýningunni. „Tildrögin að þessari sýningu voru þau að Markaðsnefnd landbúnaðarins hafði hug á að halda kjötkynningu. Úr varð að leitað var samstarfs við Mjólkurdagsnefnd sem haldið hefur „Mjólkurdaga“ árlega. Niðurstaða varð sú að ákveðið var að sameinast um myndar- lega búvörusýningu,“ sagði Agnar Guðnason, en hann var framkvæmdastjóri búvörusýn- ingarinnar „Bú ’84“ sem hald- in var í Reykjavík á dögunum. „Síðar var ákveðið að auka fjölbreytnina, því tekinn var inn fulltrúi frá Búnaðarfélagi íslands, Framleiðsluráði landbúnaðarins og landbúnaðarráðuneytinu. Fulltrúar þessara aðila sem ég hef nefnt að framan mynduðu sýn- ingarstjórn. Þá var boðið til þátt- töku öllum stærstu afurðasölu- félögum bænda. Undirtektir voru mjög jákvæðar og því var hafist handa um undirbúning." - Hver er aðalávinningur með sýningu af þessu tagi? „Hún hlýtur að stuðla að auk- inni vöruþróun í landbúnaði og við fáum ákveðinn velvilja um leið og við sláunt á þann áróður sem rekinn hefur verið gegn landbúnaði. Ætli 99% af því fólki sem kemur á þessa sýningu sé ekki mjög ánægt með sýninguna og telur hana raunhæft svar við þessum áróðri. Þá tel ég að þettá treysti böndin milli afurðasölu- félaganna og það hlýtur að vera til góðs.“ - Þátttakendur í sýningunni Úr sýningarbás Iðnaðardeildar Sambandsins. voru 37 talsins og komu víðs veg- ar af landinu. Sýningunni var skipt niður í 6 deildir, en þær voru: Mjólkurdeild, kjötdeild, grænadeild, ullar- og skinnadeild og hlunnindadeild. Auk þess var á sýningunni sérstök fræðsludeild þar sem bændasamtökin og bændaskólarnir ásamt garðyrkju- skólanum gerðu grein fyrir sinni starfsemi. Agnar Guðnason. „Viötökumar uppöivandi“ - sagði Helgi Magnússon hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar Myndir og texti: gk-. og GS Fyrirtækin tvö sem framleiða „franskar kartöflur“ hér á landi, Kaupfélag Svalbarðseyr- ar og kartöfluverksmiðjan í Þykkvabæ voru með sýningar- bása hlið við hlið á búvörusýn- ingunni „Bú ’84“. Það er ekki farið með rangt mál þótt sagt sé að meiri ásókn hafl verið að bás Kaupfélags Svalbarðseyr- ar, og greinilegt að „Frans- man“-merkið hefur unnið sér stóran sess á markaðinum. „Já, það er gott að vera hérna við hlið keppinautanna, þetta er heiðarleg samkeppni," sagði Helgi Magnússon verksmiðju- stjóri hjá Kaupfélagi Svalbarðs- eyrar, en við tókum hann tali á sýningunni. „Það er óhætt að segja að okkar framleiðsla hafi gengið mjög vel til þessa og við- tökur hérna á sýningunni hafa verið geysilega uppörvandi. Við erum hér með okkar „Fransman" kartöflur og gefum fólki að smakka, en einnig erum við að kynna hér nýja framleiðslu, svo- kallaðar „mínútukartöflur" sem eru væntanlegar á markaðinn mjög fljótlega. Þær eru soðnar og pakkaðar í 600 g pakkningar og kartöflurnar eru tilbúnar í pott- inn eða á pönnuna." - Það var ekki of djúpt í árina tekið hjá Helga að segja að við- tökur á sýningunni hafi verið góðar, stanslaus biðröð var við sýningarbás fyrirtækisins og þau Nanna Leifsdóttir, Sigurjón Jó- hannesson og Sigrún Sævarsdótt- ir voru á þönum allan daginn. „Það er búið að vera alveg brjál- að að gera frá því opnað er og þangað til lokað er á kvöldin,“ sagði Nanna og gaf sér varla tíma til að líta upp. Helgi Magnússon. Búvörusýningin „Bú ’84“ var haldin íReykjavík dagana 21.-30. septembersl. Þarna var um að ræða stærstu matvælasýningu sem haldin hefur verið á Islandi og var sýn- ingunni skipt niður í 6 deildir. Mjög mikil aðsókn var að sýningunni og Ijóst að sýn- ingin og það sem á boðstólum var vakti mikla athygli gesta. Um 30 þúsund gestir sóttu sýninguna, og er ekki talið ólíklegt að sýning þessi verði árlegur viðburður í framtíð- inni. Dagsmenn litu inn á sýninguna og sést afrakstur þeirrar heimsóknar hér á síð- unni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.