Dagur - 31.10.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 31.10.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 31. október 1984 Sigurður Jónsson byggingafræðingur skrifar: Dagurinn 18. október 1984 Samningur STAK við Akureyrarbæ er eitt stærsta skref aftur á bak sem félagið hefur orðið fyrir, eftir að op- inberir starfsmenn fengu verkfalls- rétt. Pessi samningur hljóðar upp á afnám þeirra réttinda er áunnist höfðu, það er uppsagnarákvæði og sérkjarasamningar. Ríkisstjórnin setti lög, á okkur launþega fyrir 16 mánuðum, um af- nám vísitölubindingar og afnám uppsagnarréttinda. Hverju svör- uðum við? Við mótmæltum, og það kröftuglega. Ríkisstjórnin gaf eftir, við fengum uppsagnarréttinn og samningsréttinn okkar aftur. En hvað er gert nú? Hjá samninganefnd STAK? Og þorri félagsmanna sam- þykkir. Pað er gerður samningur við Akureyrarbæ, þar sem gildistími samnings er til 31.12.1985, án upp- sagnarákvæða, og kaupmáttartrygg- ingar, (nema það sem má hafa eftir sem munnleg loforð, ef önnur sveit- arfélög fá kaupmáttartryggingu, þá fáum við það hana líka). Hér erum við að semja af okkur, því sem við kölluðum sem hæst eftir fyrir 16 mánuðum og sögðum að væri mannréttindasvipting. Við gerum samning inn í framtíð- ina (í 16 mánuði), án þess að hafa möguleika á að segja honum upp, ef verðbólgan vex, eða kaupmáttur launa minnkar langt undir það sem hann var við undirritun samnings. Það er lítið hægt að segja við þessu, nema ósköp gleymir fólk fljótt, eða vissi fólk ekki hvað það var að sam- þykkja. Það er líklega rétt að rifja upp dag- inn 18. okt. 1984, frá um kl. 10 og frant til kl. 22. Stjórn STAK og samninganefnd boðaði fulltrúaráð og trúnaðarmenn á vinnustöðum á fund um morgun- inn, til að kynna samningstilboð frá samninganefnd Akureyrarbæjar. Samninganefnd Akureyrarbæjar sagði að þetta væri eina tilboðið sem kæmi frá þeim, og nú væri að segja já eða nei. Samninganefnd STAK og samninganefnd Akureyrarbæjar komu saman að kvöldi 17. okt. 1984, þar sem þetta tilboð var kynnt. Samninganefnd STAK vildi á þeim fundi fá að kynna tilboðið fyrir fé- lögum sínum. Eftir þóf í 3 tíma um það atriði, var fallist á það. Samninganefnd STAK kynnti þetta tilboð fyrir okkur félögum í STAK. Og hverju svöruðum við? Þetta var að vísu kynningarfundur, en við gerðum engu að síður, án nrótþróa, skriflega yfirlýsingu, sem hljóðar svo: Við undirrituð teljum að til þess að af samingi geti orðið milli STAK og Akureyrarbæjar, sem gildi til 31. des. 1985, verði að koma inn í hann ákvæði um möguleika á uppsögn og/eða kaupmáttartryggingu á samn- ingstímabilinu. Einnig að sérkjara- samningar fari fram að lokinni undir- ritun aðalkjarasamnings, skv. lögum. Virðingarfyllst. Fulltrúar STAK í stjórn, samninga- nefnd, fulltrúaráði og trúnaðarmenn á vinnustöðum. Undir þetta rita rúm- lega 50 manns. Nú er klukkan að verða 12, og fundur að byrja aftur með samninga- nefndum STAK og Akureyrarbæjar. Samninganefnd STAK fór með fríðu föruneyti út að bæjarskrifstof- um. Þegar opnað var fyrir þeim og þau gengu inn, var þeim óskað alls góðs í viðræðunum, og þau hvött til að gera góða samninga. Stuttu síðar eru þau komin aftur inn á skrifstofur að Ráðhústorgi 3. Eftir að hafa af- hent undirritaða blaðið, frá félögum í STAK, dró samninganefnd Akur- eyrarbæjar tilboð sitt til baka. Og þar með var komin upp sú staða, að þetta færi fyrir sáttasemjara, er við öll vorum búin að sætta okkur við með því að skrifa undir þær kröfur sem við vildum ná fram, til þess að samningar næðust. Þegar formaður STAK, að eigin sögn, var að yfirgefa ráðhúsið, kall- aði bæjarstjóri hann á sinn fund, hvað þeim fór á milli veit ég ekki, en útkoman var að reyna að halda áfram viðræðum með tilboð Akur- eyrarbæjar sem grundvöll, (það hefði ekki átt að vera hægt, nema að kFa: Dnnmi > 2ja ára I tilefni afmælisins föstudaginn 2. nóvember bjóðum við upp á enn betri kjör Hangikjöt með beini og beinlaust 20% afsláttur Rúsínur í lausu 23% afsláttur Lísukex í pökkum 23% afsláttur Co-op tómatsósa 30% afsláttur Kynnum: Sanitas maltöl, sykurminna * Kynningarverd Optö til kl. 19 föstudag Komtö og njóttö kostakjara Kjörbúð KEA Sunnuhlíð H kröfur þær er við undirrituðum væru inni). Kl. 16 er aftur fundur hjá STAK með sama fólki. Þar komu fram fleiri kröfur en á fyrri fundinum. Fólk vildi fá bætur á laun sín, yrði samningur- inn til ársloka 1985, þannig að það kæmi greiðsla í sept. 1985. Allir voru fastir á því að sérkjarasamningar ættu að vinnast samhliða aðalkjara- samningi skv. lögum. Það komu nókkrar hugmyndir um möguleika á færslu á greiðslum úr prósentum í jafnar greiðslur til að þeir sem eru í lægri flokkunum fengju sömu hækkanir og þeir sem eru ofar, eða að jafna bilið milli flokka. Eftir þennan fund er formaður STAK kallaður til viðræðna við formann samninganefndar Akureyr- arbæjar, á skrifstofu síðastnefnda. Hvað þar fór fram vita þeir einir sem þar sátu. Eftir þann fund er kallaður saman fundur með stjórn og samn- inganefnd STAK. Þar er fundað í um klukkutíma, (síminn eitthvað notað- ur) en svo komið fram fyrir hinn al- menna félaga, og tilkynnt að hefja eigi aftur samningaviðræður við samninganefnd Akureyrarbæjar kl. 20. Eftir um tveggja tíma fund er búið að skrifa undir samning, þennan sama og samninganefnd Akureyrar- bæjar hafði lagt fram í upphafi, nema að viðbættum bókunum og munn- legu loforði, sem litlu breytir um lé- legan samning. Hvað nú með fundar- sköp, sent búið er að hrópa svo mikið um, og stöðu okkar hins almenna fé- laga innan STAK? Stjómin, samningancfndin, full- trúaráð og trúnaðarmenn á vinnu- stöðum, rúmlega 50 félagar, voru búnir að skrifa undir ákveðna þætti sem yrðu að vera inni í samningnum, ef af samningi gæti orðið milli Akur- eyrarbæjar og STAK. Eru þetta lýð- ræðisleg vinnubrögð, að lítilsvirða félagana, og skrifa undir samning sem ekki uppfyllir það sem krafist var? Til hvers voru þeir, sem að þessu stóðu að setja nafn sitt á báða staði, þ.e.a.s. á kröfur frá STAK, og síðan 10 tímum seinna á samninginn? Er þetta ekki frekar, eins og á að geta gerst í „kommúnistaríkjum“? (Svo vitnað sé í Dag frá 24.10.1984.) Það eru flestir mjög undrandi á þessum aðferðum við að undirrita aðalkjarasamning, og eins að félagar skuli hafa samþykkt þessi vinnu- brögð við samninginn. Þessar línur eru ritaðar af mjög óánægðum félaga í STAK með vinnubrögðin við samninginn. Samstaðan innan BSRB var mjög góð. Hún hófst á kynningarfundi um sáttatillöguna, þar sem gerðar voru ályktanir um óánægju okkar í BSRB hvað varðar kaup og kjör okkar, og var mjög sterk og samstillt eftir að verkfall hófst. Það var álit allra í BSRB, að það ætti að standa saman, og berjast fyrir launaréttlæti fyrir alla BSRB-meðlimi, því hvergi eru greidd eins léleg laun og til BSRB- meðlima. En svo, einn góðan veðurdag, fer liðhlaupi af stað. Smitið breiðist út, og brátt vorum við félagar í STAK komnir í liðhlaupasveitina. Hinn mikli vilji og kraftur, um að réttlæta launamismuninn hjá BSRB-fólki og frjálsa vinnumarkaðinum, sem allir vita um, var orðinn að púðurkerlingu hjá STAK. Ég sendi mínar baráttukveðjur til þeirra í BSRB, sem enn hafa styrk og þor, til að halda uppi gunnfánanum. Lesandi góður, það eru þeir sem eftir standa, sem ekki fengu sín fullu laun fyrir októbermánuð. P.S. f Degi frá 24.10.1984, segir einn fundarmanna, „að þetta hafi verið eins og á sellufundi í Alþýðu- bandalaginu.“ Þetta er líklega sá sami og átti viðræður við einn kenn- ara hér í bæ, eftir ræðu fjármálaráð- herra á Alþingi. Þegar þeir fóru að tala um verkfallið, sagði hann: „Þú er helvítis kommúnisti." „Hvað ég?“ sagði kennarinn, „ég er enginn kommúnisti, ég er anti-kommi.“ „Mér er helvítis sama,“ sagði hann, „hvers konar kommi þú ert.“ Sigurður Jónsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.