Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 3
2. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Norðurlandsmeistarar 1959 Guðmundur dúbri og hraðpóstur Þessi skemmtilega teikning eftir Ragnar Lár er af Guðmundi „dúll- ara“, sem var einn af þeim kynlegu kvistum sem settu svip á íslenskt mannlíf um aldamótin síðustu. „Dúllara“-viðurnefnið fékk hann vegna þess, að hann átti það til að sitja eins og myndin sýnir, með eitt- hvað undir olnboganum, gjarnan kvenmannssvuntu, vísifingur í eyr- anu og í þessari stellingu „dúllaði" hann frumsamin sönglög, sem jafn- vel var dansað eftir. Fyrir þetta fékk hann gjarnan nokkrar krónur frá við- stöddnm, en honum hélst illa á fé. Til að mynda mun hann hafa erft jörð, en hana lét karl í skiptum fyrir sjálf- skeiðung. Eitt sinn var Gvendur beð- inn fyrir hraðbréf norður í land. Þeg- ar hann kom upp í Borgarfjörð skipti hann um skoðun og fór suður í Flóa. Tveim árum síðar á hann að hafa hitt viðtakanda bréfsins, sem eðlilega spurðist fyrir um afdrif þess. - Það er hér, svaraði Guðmundur og tók bréf- ið úr húfu sinni. Myndin af Guðmundi er unnin eft- ir ljósmyndum og sáldþrykkt hjá Teiknistofunni Stíl í 200 eintökum tölusettum og árituðum. Myndinni fylgir æviágrip Guðmundar og kostar hún 300 kr. Myndin er sú fyrsta í röð mynda sem Ragnar hyggst gera af kynlegum kvistum og verður Símon Dalaskáld næstur í röðinni. Guð- mundur dúllari mun um tíma hafa verið einkaritari Símons, en þegar þeir gengu saman á götu varð Guð- mundur að vera ögn á eftir. Það taldi Símon vera samkvæmt mannvirð- ingu. Guðmundur dúllari ferðaðist víða um land og var vel liðið góðmenni. Hans er getið í „Fagurt mannlíf“, fyrsta bindi af ævisögu Árna Þórar- inssonar í skrásetningu Þórbergs. Myndina geta menn pantað í símum 26562 eða 23688. F*eir eru boltalegir þessir strákar í Knattspyrnufélagi Ak- ureyrar, sem urðu Norðurlandsmeistarar í knattspyrnu árið 1959. Þetta var hörkulið, nær ósigrandi um árabil, m.a. sáust tölur eins og 8-2 þegar leikið var við erkifjend- urna í Þór. Lengst til vinstri er Siglfirðingurinn Hjálmar Stefánsson, sem nú mun vera búsettur sunnan heiða. Næstur honum er Björn Ólsen, bifvélavirki, og síðan kemur Gissur Jónasson, pípulagningamaður. Sigurður Víglundsson er næstur, en síðan koma Þór Þorvaldsson, prentari, Siguróli M. Sigurðsson, verslunarstjóri hjá Skeljungi, Jakob heitinn Jakobsson og bróðir hans~ Gunnar, hestamaður með meiru. Þá koma Árni Sigur- björnsson, Birgir Hermannsson og Stefán Tryggvyson, lögregluþjónn. Hárprúði markmaðurinn við hliðina á Stefáni er ívar Sigmundsson, forstjóri Skíðastaða. en síð- an kentur Einar Helgason og loks er Jón Stefánsson nteð bikarinn. KA-liðið í knattspyrnu klæðist ekki lengur þessum búningi, og þið ráðið alveg hvort þið trúið því eða ekki; þessi gamli KA-búningur va'r rauður og hvítur. Vímrkvökl í Mánasal Helgi Skúlason kynnir ferðir til Austurríkis fyrir hönd ferðaskrifstofunnar Salurinn verður skreyttur sérstaklega af Blómabúðinni Akri. Föstudagur og laugardagur, Sólarsalur Veriö velkomin á í toppformi í toppstuð Matur framreiddur til kl. 22.00.. Hljómsveit Ingimars ásamt \ söngvurunum Ingu, Billa og Grími leika fyrir dansi til kl. 03.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.