Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 02.11.1984, Blaðsíða 16
1» Akureyri, föstudagur 2. nóvember 1984 Afgreiðum alla daga af salatbarnum vinsæla salat út í bæ. Afgreitt minnst fyrir tvo. Verð kr. 195,00 pr. mann. Innifalið ca. 250 g salat, ca. 100 g brauð, ca. 200 g súpa. Aldís á Stokka- hlöðum 100 ára Aldís Einarsdóttir á Stokka- hlöðum í Hrafnagilshreppi verður 100 ára á sunnudag- inn. Aldís fæddist á Gnúpufelli í Saurbæjarhreppi 4. nóvember 1884, dóttir hjónanna Einars Sigfússonar Thoriacíus og Guðríðar Brynjólfsdóttur, sem bæði voru af miklum bænda- og embættismannaættum. Svo undarlega vill til að Aldís er skyld stórskáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Grími Thomsen, báðum í 5. og 3. ættlið, Jónasi í föðurætt og Grími í móðurætt. Sjö ára flutt- ist Aldís að Stokkahlöðum og hefur búið þar alla sína tíð. Hún gekk í kvennaskóla á Ak- ureyri í tvo vetur, fór á nám- skeið í Gróðrarstöðinni og hef- ur síðan verið mikil blóma- og trjáræktarkona, brautryðjandi í sveit sinni í þeim efnum. Hún hefur einkum unnið heima við, geysimikil tóskaparkona og einkum á prjónles. Hún tók mikinn þátt í félagslífinu í sveit- inni á fyrri árum. Hrafnagilshreppur og félaga- samtök í hreppnum halda Aldísi og gestum hennar boð í Laugaborg á sunnudaginn kl 2-5. Dagur óskar henni heilla á þessum merku tímamótum. - HS Fjöldauppsagnir í byggingariðnaðinum „Við höfum verið sakaðir um óraunhæfan barióm undanfar- Uppsagnir dregnar til baka Búið er að draga uppsagnir tíu starfsmanna Skinnadeildar Iðnaðardeildar Sambandsins til baka, eftir að verkfalli BSRB var frestað. Starfsfólkinu var sagt upp vegna hráefnisskorts sem stafaði af verkfallinu en í uppsögnunum var jafnframt tekið fram að þær væru skilyrtar og yrðu dregnar til baka ef verkfall leystist. - Ég vona að málin verði kom- in í samt lag innan tíu daga, sagði Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Skinnadeildarinnar í sam- tali við Dag. - ESE Rólegt í áfenginu - Það hefur verið mjög rólegt yfir áfengissölunni þennan fyrsta dag eftir verkfallið en þeim mun meira að gera við að taka niður tóbakspantanir, sagði Ólafur Benediktsson, verslunarstjóri í áfengisútsöl- unni á Akureyri í samtali við Ðag. Olafur sagði að starfsmenn ÁTVR hefðu vart haft við að taka niður tóbakspantanir og lík- lega yrði að vinna fram eftir kvöldi til að ganga frá öllum pöntunum. - Við erum sæmilega birgir af tóbaki og ættum því að geta af- greitt verulegt magn strax en það sem upp á vantar fáum við fljót- lega sent frá Reykjavík, sagði Ólafur Benediktsson. - ESE in þrjú ár, en staðreyndin er nú samt sú að þróunin hefur verið hæg og sígandi niður á við, þó uppstyttur séu inn á milli, en því miður verða þær sífcllt styttri,“ sagði Guð- mundur Ömar Guðmundsson, varaformaður og starfsmaður Trésmiðafélags Akureyrar, í samtali við Dag. Að undanförnu hafa um 50 smiðir fengið uppsagnarbréf og koma uppsagnirnar ýmist til framkvæmda um áramótin eða mánaðamótin janúar-febrúar. Þessir smiðir starfa hjá Reyni hf., sem hefur sagt upp öllum sínum smiðum, Aðalgeiri og Viðari hf., Híbýli hf. og Ýr hf. Hér er um að ræða 30% starfandi smiða á Ak- ureyri, en þeim hefur fækkað hægt og sígandi undanfarin ár. Þannig hafa 13 smiðir flutt úr bænum það sem af er árinu og a.m.k. 35 smiðir hafa flutt sig í önnur störf undanfarin 2-3 ár. Til viðbótar þeim sem nú hefur verið sagt upp hafa um 20 smiðir horfið úr faginu á síðustu 12 mánuðum. Uppsagnir sem þessar hafa tíðkast í einhverjum mæli hjá byggingaverktökum undanfarin „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg . . .?“ Þessi orð þjóð- skáldsins eiga svo sannariega við í dag. Þegar hver höndin er upp á móti ann- arri í þjóðfélaginu er varia hægt að svara þessari spurningu játandi. Það má líkja þjóðfélaginu við þessa gömlu konu á Oddeyrargötunni. Það er á bratt- ann að sækja og dimmt og drungalegt framundan. Mynd: ESE ár í vetrarbyrjun, þegar verkefni hafi ekki verið trygg. Sjaldnast hafa þessar uppsagnir þurft að koma til framkvæmda, en bygg- ingaverktakar segja ástandið aldrei hafa verið eins slæmt og nú, því nær engin útboð séu á döfinni og því lítil von um aukin verkefni. Helst er horft til fram- kvæmda við Verkmenntaskól- ann, Sjúkrahúsið og Hótel KEA, sem hugsanlega gætu bætt eitt- hvað úr ástandinu. Það er hins vegar engan veginn tryggt að fjárveitingar verði til þeirra fram- kvæmda í vetur. Og ekki er von um mikil verkefni við íbúðabygg- ingar, því aðeins mun hafa verið hafin smíði á 25 íbúðum það sem af er árinu. Ástandið er því ekki gott hjá húsasmiðum þessa dag- ana og aðrir byggingariðnaðar- menn segja svipaða sögu. Að sögn Guðmundar hefur verið sóst eftir byggingariðnaðarmönnum héðan til verkefna úti á landi og mestir virðast atvinnu- og tekju- möguleikarnir vera í Reykjavík. - GS Bensínið komið Það tók ekki langan tíma aö koma lagi á málin hjá bensín- stöðvunum á Akureyri eftir að verkfalli BSRB var aflétt. Fyrsta bensínstöð Olíufélags- ins hf. fékk bensín þegar á miðvikudag og í gærkvöld var von á olíuskipi til hafnar. Verkfallið bitnaði mjög mis- jafnlega á olíufélögunum. Bens- ínstöðvar ESSO urðu uppi- skroppa með bensín á mánudag en Shell-stöðvarnar og Olís áttu bensín lengur. Þegar það þraut tókst að útvega meira magn frá Blönduósi og víðar og tókst Olíu- félaginu að fá fyrsta bílinn með 10 þúsund lítra farm í Veganesti á miðvikudag. Skip með bensín- farm var svo væntanlegt til hafnar í gær, þannig að bensínmál ættu því að vera í góðu lagi á næst- unni. - ESE Nú er frost á Fróni, gátu veðurfræðingar á Veðurstof- unni sungið í morgun. Og þeir spá áframhaldi á kuldanum í dag og á morgun en síðan eru allar horfur á að það hlýni veru- lega með léttri sunnanátt sem verður á veldisstóli eitthvað fram eftir næstu viku. Smá élja- gangur er nú úti fyrir ströndinni og aldrei að vita nema einhver úrkomuvottur verði einnig á landi, a.m.k. útnesjum. f Brgee bæði fyrír börn og fullorðna. Húfur ★ Vettlingar ★ Lúffur ★ íþróttapeysur ★ Sokkar og leistar Sokkabuxur væntanlegar. Mikið úrval.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.