Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREVRI 67. árgangur Akureyri, mánudagur 5. nóvember 1984 109. tölublað Stöövast út- skipun í Dalvíkurhöfn? Stöðvast útskipun á frystum sjávarafurðum á Dalvík? Þetta er spurning sem bæjarstjórnar- menn spyrja sig í kjölfar bréfs frá Ríkismati sjávarafurða, þar sem alvarleg aðvörun er gefin vegna útskipunaraðstöðu. I niðurlagi bréfs Ríkismats sjávarafurða sem tekið var fyrir í hafnarnefnd á Dalvík skömmu fyrir verkfall, segir m.a.: „Við óbreytt ástand getum við ekki samþykkt að úskipun á frystum sjávarafurðum fari fram. Ánnað hvort þarf að leggja hafnargarð- inn bundnu slitlagi, eða láta út- skipun fara annars staðar fram." Að sögn Stefáns Jóns Bjarna- sonar, bæjarstjóra hefur ríkis- matið heimild til þess að stöðva útskipun og ef það verður gert, þurfa Dalvíkingar að skipa fram- leiðslu sinni út frá Ólafsfirði eða Akureyri. - Það hefur hins vegar ekki reynt á þær aðstæður sem um get- ur í bréfinu, þ.e.a.s. hálku. Það hefur verið skipað út tvisvar sinn- um síðan þetta bréf barst, bæði skiptin í þurru og góðu veðri. Ég geri mér vonir um að við fáum að skipa út áfram ef ég get sýnt fram á það eftir fund fjárveitinga- nefndar að við fáum fjármagn til þess að steypa umræddan garð, sagði Stefán Jón Bjarnason. -ESE Hallalaust inn- anlandsflug? m ¦¦¦¦¦¦ ------" - Hopp-fargjöldin mælast vel fyrir Fyrir verkfall BSRB stefndi allt í það hjá Flugleiðum að rekstur innanlandsflugsins yrði hallalaus í ár. Þóttu þetta góð tíðindi, ekki síst þar sem tals- verður halli hefur verið á innanlandsfluginu undanfarin ár. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar fréttafulltrúa Flugleiða er ekki að fullu vitað hvaða áhrif verkfallið hefur haft á þessa þróun, en þann 20. október sl. höfðu Flugleiðir flutt 182.400 farþega á innanlandsflugleiðum frá áramótum eða níu þúsund farþegum meira en á sama tíma- bili í fyrra. Er þetta fimm prósent aukning. Hopp-fargjöldin á milli Akur- eyrar og Reykjavíkur hafa greini- lega mælst vel fyrir að sögn Sæ- mundar Guðvinssonar og nú ligg- ur ljóst fyrir að boðið verður upp á þessi fargjöld áfram. - ESE Mikil ölvun unglinga „Ölvun unglinga í bænum var óvenju mik.il á föstudags- kvöldið, þetta gerist einu sinni til tvisvar á vetri en ég veit ekki hvað veldur," sagði Matthías Einarsson varðstjóri hjá Akur- eyrarlögreglunni er við rædd- um við hann í morgun. „Unglingarnir voru allt niður í 13 ára og við þurftum að taka marga þeirra úr umferð. Flestir voru sóttir af foreldrum sínum á lögreglustöðina en þrjá var ekki hægt að sækja svo þeir fengu gist- ingu hjá okkur," sagði Matthías. Hann tjáði' Degi einnig að um rúðubrot hefði verið að ræða „eins og venjulega". Þannig var t.d. brotin stór rúða í Lands- bankanum og önnur hjá Pósti og síma. Þrír smávægilegir árekstrar urðu á Akureyri um helgina, og einn var tekinn ölvaður við akstur. Annars hafði fullorðna fólkið hægt um sig og sagðist Matthías halda að peningaleysi væri farið að segja til sína hjá fólki. „Peir töluðu um það hjá ÁTVR að sala þar hefði ekki ver- ið mikil fyrir þessa helgi," sagði Matthías. gk-. Aldís Einarsdóttir, Stokkahlöðum hélt upp á aldarafmæli sitt í félags- heimilinu Laugarborg í gær. Fjöldi góðra gesta heiðraði hana á þessum merku tímamótum. „Þýðir ekki að vera með barlóm" • Óvissa ríkir með verkefni hjá Slippstöðinni Yfirvinnu hefur verið hætt og lausráðnu fólki sagt upp „Vissulega er staða stöðvar- ínnar alvarleg, það er ekki til neins að bera á móti því, en það þýðir ekkert að vera með einhvern helvítis barlóm, nú dugir sko ekkert javell," sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar á Akureyri í samtali við Dag. Slippstöðin hefur nú sagt upp lausráðnu starfsfólki og um helgina verður hætt allri yfírvinnu fyrst um sinn. „Það'hefur lengi verið árviss viðburður, að það hefur þurft að fækka mönnum þegar haustar, en hins vegar verður ekki horft framhjá þeim samdrætti, sem orðið hefur í verkefnum stöðvar- innar undanfarin ár," sagði Gunnar. „Núna erum við með tvö skip hálfsmíðuð, sem við hugsanlega getum selt, en stjórn- völd hafa fram til þessa sett okk- ur stólinn fyrir dyrnar í þeim efnum. Þar erum við því í sjálf- heldu og það brennur á okkur að losa stöðina úr henni sem fyrst. Hvað varðar viðgerðir fer nú í Skólamál í bmnnidepli! Laugardagskennsla eða breyttir starfshættir í skólunum? Hvort tveggja er til umræðu nú aö loknu verkfalli BSRB. Ljóst er að mæta verður „mánaðarfríi" skólanna á ein- hvern hátt, a.m.k. í flestum skólum. Laugardagskennsla þýðir aukin útgjöld og því óvisst hvort hún verður ofan á. Auk þessa máls er fjallað um annað skólamál sem risið er upp milli skólanefndar Dalvíkurskóla og bæjarstjórnar- innar á staðnum. Skólanefndin er með þungar ávirðingar í garð bæjarstjómar en bæjarstjóri svarar fyrir hönd bæjar- stjórnarinnar. - Sjá nánar bls. 3. hönd sá tími sem er hvað minnst að gera á því sviði og baráttan milli stöðvanna hefur harðnað. Pó hefur okkur tekist að afla okkur nægra verkefna í viðgerð- um og endurbótum á eldri skipum það sem af er árinu og nokkrir útgerðaraðilar hafa sýnt því áhuga að breyta skipum sín- um í frystiskip, en það hefur strandað á fjármagnsfyrir- greiðslu. Á meðan þessi óvissa ríkir um verkefni stöðvarinnar ákváðum við að hætta eftirvinnu og segja upp lausafólki á meðan við erum að ná áttum. Við munum reyna til þrautar að halda í okkar fasta- lið, til að geta sinnt stórum verk- efnum sem hugsanlega gefst kost- ur á. Ég hugsa til þess með hryll- ingi ef draga þarf svo saman seglin, að stöðin verði ef til vill ekki nema þriðjungur af því sem hún er nú. Þar með veikist staða okkar út á við, í samkeppni um verkefnin, auk þess sem stöðin yrði ekki sá stólpi í atvinnulífi Akureyrar sem hún er," sagði Gunnar Ragnars. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.