Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 3
5. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Verður starfsháttum skólanna breytt? „íslenskt skólakerfi hefur síð- uslu áratugina verið rekið á magnmælingum og ef það er rétt skólastefna þá er að sjálf- sögðu alveg nauðsynlegt að bæta upp það sem tapast hefur niíita," sagði Sturla Kristjáns- son fræðslustjóri í Norður- landsumdæmi eystra er við ræddum við hann um áhrif verkfalls BSRB og hugsanleg- ar leiðir til þess að bæta nem- endum upp það sem tapast hefur á meðan verkfallið stóð yfir. „Ef einungis er horft á stunda- fjölda og mínútur og lesnar blað- síður er ljóst að það er útilokað að missa sjötta eða sjöunda hlut- ann án þess að það sé bætt upp. En vilji menn horfa á einhver önnur gildi, breyta um gildismat á skólagöngunni, þá tel ég það al- veg til umræðu að það megi breyta starfsháttum skólanna án kostnaðar og ná jafngóðum ár- angri. En þetta er grundvallar- ákvörðun, hvort einhverju á að kosta til eða hvort gefin er út yfir- lýsing um það eða fyrirmæli til fræðslustjóra að brjóta eitthvað upp í skólastarfiriu og leita nýrra leiða til að ná árangri á skemmri tíma." Þetta sagði Sturla Kristjáns- son, en samkvæmt heimildum Dags er mikill vilji til þess meðal skólamanna, að nemendum verði bætt það kennslutap sem þeir urðu fyrir í verkfalli BSRB. Skólameistarafélagið hefur þegar sent menntamálaráðuneytinu áskorun um að taka upp laugar- dagskennslu og það má búast við því að skólastjórar og kennarar grunnskólanna fari fram á svipað. Þeir skólamenn sem Dag- ur ræddi við voru ekki vissir um afstöðu menntamálaráðherra, en þeir töldu víst að Albert segði nei, ef Ragnhildur gerði það ekki, þar sem fjármálaráðherra yrði að segja síðasta orðið í þess- um efnum, vegna þess kostnaðar- auka sem Iaugardagskennsla hefði í för með sér. „Mér sýnist ekki þörf á auka- kennslu hér, því við skipulögðum starf nemenda strax í upphafi mánaðarins og vorum auk þess svo lánsamir að missa ekki nema 9 daga úr kennslu vegna verk- fallsins," sagði Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, í samtali við Dag. Hánn var spurður um þau grund- vallarviðhorf sem Sturla minntist á; hvort hægt sé að leita nýrra leiða í skólastarfi til að ná árangri á skemmri tíma en nú er. „Það er náttúrlega ljóst, að á lengri tíma og með meiri vinnu, þá næst betri árangur. En auðvit- að er þetta háð miklu fleiri at- riðum, eins og t.d. aðbúnaði í skólanum, þar á meðal fjölda í bekkjardeildum, og þar að auki bætast við kjör kennara. Árangur óg ánægja í námi eru því háð fleiru en tímanum einum," sagði Tryggvi Gíslason. GS/gk-. Skólanefnd Dalvíkurskóla: Þungar ávirðingar í garð bæjarstjómar - en liggur sökin hjá skólanefndinni? Nokkuð sérstakt mál er kom- ið upp á Dalvík milli bæjar- stjórnar og skólanefndar Dal- víkurskóla. Á fundi skóla- nefndar þann 26. september sl. er tekið fyrir bréf frá kenn- arafundi í Dalvíkui skóla, þar sem seinagangur í uppbygg- ingu skólans er harmaður. Tekur skólanefndin í einu og öllu undir þetta bréf og skellir skuldinni á bæjarstjórn. í svari bæjarstjóra vegna þessa máls er hins vegar bent á að ef við einhvern sé að sakast þá sé það við skólanefndina sjálfa. í bréfi kennarafundarins segir orðrétt: „Nú þegar kennarar mæta til starfa, er ljóst að frágangi hús- næðis er engan veginn lokið og stofnbúnaður sá sem nauðsyn- legur telst er ekki kominn utan ljósmyndavélar. Á fjárhags- áætlun bæjarins fyrir 1983 var samþykkt framlag sem síðan var skorið niður að mestu eða öllu leyti. Fundurinn harmar þá með- ferð sem uppbygging skólans hefur verið látin sæta og fer fram á að nú þegar verði staðið við fyrrnefnda samþykkt í fjár- hagsáætlun Dalvíkurbæjar fyrir árið 1984." í bókun skólanefndar segir m.a.: „Skólanefnd tekur í einu og öllu undir bréf kennarafund- ar og harmar hversu slælega hefur verið staðið að fram- kvæmdum varðandi lokafrá- gang þess byggingaráfanga skól- ans sem þegar er risinn. Jafn- framt vill skólanefnd benda á að ekkert samráð hefur verið haft við nefndina af bæjarstjórnar hálfu varðandi framgang verks- ins á arinu 1984." Pessu hefur Stefán Jón Bjarnason, bæjarstjóri svarað á eftirfarandi hátt: Vitnað er til þess að í fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir 1983 hafi verið sam- þykkt framlag til skólabygging- arinnar sem síðan hafi verið skorið niður að mestu eða öllu leyti. Hið rétta er að á árinu 1983 var áætlað að framkvæma fyrir 900 þúsund krónur en var í reynd framkvæmt fyrir rúm 880 þúsund. í fjárhagsáætlun fyrir 1984 var samþykkt framkvæmdafé ein milljón og jafnframt sam- þykkt að skólanefnd fengi um- rætt fé til ráðstöfunar án frekari afskipta bæjaryfirvalda og var það gert í samráði við skóla- stjóra og formann skólanefnd- ar. í bókun skólanefndar frá 10. apríl 1984 segir orðrétt um þennan lið: „Skólanefnd sam- þykkir að því fjármagni sem ætlað er til fjárfestingar fyrir skólann á fjárhagsáætlun Dal- víkurbæjar verði skipt þannig: Frágangur innanhúss; 443 þús. kr., stofnbúnaður 330 þúsund, lóð og teikningar 227 þús. kr. eða samtals ein millj. kr. . . ." Þessi bókun skólanefndar fór síðan athugasemdalaust í gegn- um fund bæjarstjórnar og verð- ur því að teljast í hæsta máta ósanngjörn og ástæðulaus setn- ing í bókun skólanefndar frá 26. september . . . Hér má öllum vera ljóst að verið er að ásaka aðila sem nefndin sjálf gerði ómerkan og hefur því eðlilega ekkert haft með verkið að gera ..." í lok greinargerðar sinnar vekur bæjarstjóri athygli á að í ár sé búið að verja um 600 þús- und krónum til verklegra fram- kvæmda í skólanum, 100 þús- und krónum til teiknivinnu og með kaupum á stofnbúnaði sé búið að verja alls 888 þúsund kr. á árinu og framkvæmdir standi enn yfir. - ESE SIEMENS heimilistæki stór og smá. Heimsþekkt gæðavara. Komið og gerið kjarakaup í rtýju versluninni Raf í Kaupangi. 0 NÝLAGNIR VIOGERÐIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrarveg. sími 26400. Verslið hjá fagmanni. Orðsending til rjúpnaveiðimanna Veiðileyfi í löndum Skógræktar ríkisins í Eyja- fjaröar- og Þingeyjarsýslum eru seld í verslun Brynjólfs Sveinssonar, Skipagötu 1, Akureyri. Þar eru veittar nánari upplýsingar. Skógrækt ríkisins. Hnéháir ullarsokkar, hvítir. Fóðraðir vinnugallar, stærðir so-æ. Haglaskot í miklu úrvali. Bláu stígvélin lágu frá Viking komin aftur. Stærðir 35-42. Verð kr. 550.- Útsalan heldur áfram Eyfjörð Hjalteyrargotu 4 • sími 22275 =^ Auglýsing i Degi BORCAR SIC Hvaö er góð auglýsing? Allir auglýs- endur borga fyrir aö fá auglýsingu birta í blööum. Hvers vegna auglýsa fyrirtæki |)á vöru sina? Jú, til þess að hún seljist. Þannig er hægt aö láta auglýsingu borga sig. Enþaðer ekki sama í hvaða blaði auglýst er, því mörg hafa litla útbreiöslu og fáa lesendur. Dagur hefur aftur á móti mikla útbreiðslu og lesendur eru fjölmargir. Þaö borgar sig því að auglýsa IDegi, þar erú allar auglýsingar góðar aug lýsingar. :gur MjUR >AGUR DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.