Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Gl'SLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRfMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hleypur brunaliðið frá eldsvoðanum? Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra ræddi Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, m.a. um það sem framundan væri í stjórnarsamstarfinu og vitnaði til þess samkomu- lags sem hann og Þorsteinn Pálsson unnu að í byrj- un september og samkomulag varð um meðal st j órnarflokkanna. Þar varð m.a. að samkomulagi að gengi verði ekki breytt um meira en að hámarki 5 af hundraði á ár- inu 1985. Nú eru horfur á að ekki verði unnt að standa við þetta vegna þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið og eru í farvatninu. Þykir nokkuð ljóst að í lok þessa árs og á fyrstu mánuðum þess næsta verði verðbólgan meiri en gert var ráð fyrir. Hins vegar hefur forsætisráðherra lýst því yfir að unnt eigi að vera að koma verðbólgu niður í 10% í árslok 1985, eins og einng var um rætt í samkomu- laginu. Á kjördæmisþinginu lýsti Steingrímur Hermanns- son yfir ánægju með þetta samkomulag og sérstak- lega þann þátt sem sneri að nýsköpun atvinnulífs- ins, sem hann og Þorsteinn Pálsson höfðu báðir lagt mikla áherslu á og náð góðu samkomulagi um. Þor- steinn Pálsson hefur einnig lýst yfir ánægju sinni með þennan nýja grundvöll sem ríkisstjórnin hyggst vinna á næsta árið. Það skýtur því nokkuð skökku við að nú skuli ber- ast fréttir, að vísu óstaðfestar, að innan Sjálfstæðis- flokksins skuli nú vera ofarlega í hugum margra áhrifamanna uppstokkun á stjórnarsamtarfinu og jafnvel annað stjórnarsamstarf, eins og DV, annað höfuðmálgagn Sjálfstæðisflokksins hefur greint frá. Þar sagði í frétt í síðustu viku að núverandi skipan stjórnarsamstarfs þyki ekki vænleg til þess að blás- ið verði nýju lífi í atvinnu- og efnahagsþróun landsins. í yfirheyrsluviðtali blaðsins við Þorstein Pálsson játar hann því hvorki né neitar að til slíkrar upp- stokkunar kunni að koma — segir að nú verði að tak- ast á við algjörlega nýjar aðstæður. Þorsteinn vitnar til leiðaraskrifa í NT sem bendi til undirgangs í ein- hverjum hluta Framsóknarflokksins. Forsætisráð- herra hefur hins vegar lýst yfir að þau skrif séu al- gjörlega á ábyrgð ritstjóra NT. Þá má geta þess að þau hafa verið dregin úr samhengi og mistúlkuð í málgögnum sjálfstæðismanna. Málið snýst einfaldlega um það hvort hatrammar deilur innan Fjálfstæðisflokksins verða þessari ríkis- stjórn að falli. Þrátt fyrir frávik vegna nýgerðra kjarasamninga stendur samkomulag formannanna enn fyrir sínu og spurningin er um það hvort Þor- steinn Pálsson er nægilega sterkur formaður Sjálf- stæðisflokksins til að hann geti staðið við umsamda hluti og leyst innanflokksdeilurnar sem að hluta snúast um ásókn í ráðherrastóla. Eða hleypur brunaliðið frá eldsvoðanum, eins og forsætisráð- herra hefur komist að orði? Bjarni Arthúrsson tckur við gjöfinni f.h. Kristnesspítala. Aðrir á myndinni eru: Aslaug Herdís Brynjarsdóttir, Hulda Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Brynjólfur Ingvarsson, settur yfirlæknir. Mynd: ESE - Haldið upp á 57 ára afmæli og stórgjöf veitt viðtöku Tvíheilagt á Kristnesi Síðasti fimmtudagur var tví- heilagur í sögu Kristnesspítala. Haldið var upp á 57. afmælisár spítalans og eins veitti fram- kvæmdastjórinn viðtöku full- komnu hjartalínuritstæki sem gefið er af Minningarsjóði Brynjars Valdimarssonar, en Brynjar var yfirlæknir Krist- nesspítala allt þar til hann lést í maí sl. í máli Brynjólfs Ingvarssonar, setts yfirlæknis við Kristnesspít- ala, við afhendinguna kom fram að ákveðið var að stofna minn- ingarsjóð sem ákveðið var að eyða öllu fé úr til tækjakaupa í eitt skipti fyrir öll. Um 50 þúsund krónur söfnuð- ust á skömmum tíma og var ákveðið að kaupa hjartalínurits- tæki. Sagði Brynjólfur að mikil ánægja væri með þetta tæki og myndi það koma í góðar þarfir við spítalann. Bjarni Arthúrsson, fram- kvæmdastjóri sagði að þetta væri stærsta gjöf sem Kristnesspítala hefði borist í fjölda ára og væri það vel við hæfi að gjöfin væri gefin til minningar um Brynjar heitinn. Hann hefði starfað við spítalann nær óslitið í 25 ár og helgað honum starfskrafta sína. Brynjar Valdimarsson hefði ver- ið læknir af köllun. Það var Áslaug Herdís Brynj- arsdóttir sem afhenti gjöfina en Bjarni Arthúrsson veitti henni viðtöku fyrir hönd Kristnesspít- ala. - ESE „Helgarpakkar“ til Húsavíkur - Hægt að fara í sjóstangaveiði, veiða niður um ís á Kringluvatni, ganga á skíðum og margt fleira. „Við sjáum ekki ástæðu til þess að Akureyringar t.d. ein- skorði helgarferðir sínar ein- göngu við Reykjavík og þess vegna erum við með „helgar- pakka“ sem við bjóðum hing- að til Húsavíkur,“ sagði Auður Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húsavík í stuttu spjalli við Dag. „Við bjóðum upp á akstur frá Akureyri kl. 17 á föstudögum, gistingu í tvær nætur með morg- unverði og akstur til baka fyrir aðeins 1.920 krónur,“ sagði Auð- ur. „Ef fólk kemur á eigin bif- reiðum lækkar þessi upphæð niður í 1.540 krónur. Hér er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar um helgar. Við getum séð fólki fyrir vél- sleðaferðum upp að Kringluvatni þar sem veitt er niður um ís, það er hægt að komast í sjóstanga- veiði ef viðrar og hér í kring eru mjög góð gönguskíðasvæði auk þess sem skíðabrekkurnar eru hér við hóteldyrnar. Þá er hægt að fara í skoðunarferðir um bæ- inn og líta t.d. inn í Safnahúsið og ekki má gleyma aðstöðu okk- ar á 4. hæð hótelsins í Hliðskjálf þar sem við bjóðum gestum okk- ar veislumat kvölds og morgna og þar er mjög huggulegt að eyða kvöldstund." Auður hótelstjóri. Auður sagði að fyrirhugað væri að fara aftur af stað með hinar svokölluðu „heilsuvikur“ en þær urðu mjög vinsælar á sínum tíma. „Við stefnum að því að halda slíka viku fyrir áramót og einnig eftir áramótin. Þá viljum við vekja athygli á því að við bjóðum upp á giæsilegt kaffihlaðborð á sunnudögum, hlaðið smur- brauðstertum og öðru góðgæti," sagði Auður að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.