Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 05.11.1984, Blaðsíða 5
5. nóvember 1984 - DAGUR - 5 Gnotvom gegn Hugmyndir eru nú uppi á Dal- vík að hlaða grjótvörn á hafn- arsvæðinu þar sem mest hætta er á landbroti. Á undanförnum árum hafa menn orðið varir við að hafrótið, einkum í stórviðrum hefur höggvið stór skörð í sjávarsíðuna í námunda hafnarinnar á Dalvík. Er það mál manna að ekki Ægi þurfi nema tvö til þrjú stórbrim til þess að hreinsa burt veg þann við sjávarsíðuna sem er fyrir framan vinnslustöðvarnar. Það hefur því orðið að ráði að Gylfi ísaksson, verkfræðingur, hefur tekið saman skýrslu um þessi mál fyrir bæjarstjórnina og er reiknað með því að niður- stöður verði kunnar fljótlega. - ESE Samvinnu- félögin koma víða við Samvinnufélög koma víða við, og nú hafa slík samtök sýnt það svart á hvítu að þau hafa skilað ágætum árangri víða í Efnahags- bandalagsríkjunum til að leysa efnahagsvanda. í nýlegri skýrslu um það, hvernig menn hafa brugðist við atvinnuleysi á heimaslóðum sínum í EBE-- ríkjunum, kemur fram að sam- vinnufélög hafa þar víða lyft Grettistökum. Samtals er frá því greint að slíkt framtak manna hafi nú á fáum árum leitt af sér tilkomu um einnar milljónar nýrra starfa, og af þeim sé um helmingur á vegum samvinnufélaga sem stofnuð hafa verið í þessum tilgangi. Er þá miðað við þær aðgerðir gegn at- vinnuleysi sem sveitarstjórnir eða aðrir aðilar innan bæjar- eða sveitarfélaga eiga frumkvæði að án ríkisafskipta. Á s.l. fimm árum hefur sam- vinnufélögum í EBE-ríkjunum fjölgað úr 6.500 í 14.000 og fjöldi fólks sem starfar hjá þeim hefur aukist úr 300 þúsund í 540 þúsund. Mikilvægi þessara félaga er orðið gífurlegt, og einkum hef- ur þeim tekist vel að skapa at- vinnutækifæri fyrir hópa sem erf- itt eiga um vik á vinnumarkaðin- um, þar á meðal konur, ungt fólk, fatlaða og innflytjendur. Verkefni þessara félaga eru hin fjölbreytilegustu. Mörg eru þó með atvinnurekstur sem flokkast undir handíðar, léttan iðnað, landbúnað, skógrækt, fiskirækt, ferðamannaþjónustu, viðgerðir og endurvinnslu hvers konar. Leggjum ekki at staö í feröalag i lélegum bíl eöa illa útbúnum. Nýsmuröur bill meðhreinniolíuog yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess aö komast heill á leiðarenda. «iæ FERÐAR Ð \ Fyrst einu sinni Sooi og kleinur brag4asl vel' <^> Brauðgerð 14! I A ■ A p ■“ Plf A D A - LAucnVAHA TÖLVUPAPPÍR BÓNUSSEÐLAR LAUNASEÐLAR BÆKUR, BLÖÐ, TlMARIT, BÆKLINGAR, EYÐUBLÖÐ PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HAFNARSTRÆTI67AKUREYRI SÍMI 96-26511

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.