Dagur - 05.11.1984, Page 6

Dagur - 05.11.1984, Page 6
6 - DAGUR - 5. nóvember 1984 5. nóvember 1984 - DAGUR - 7 Rauð spjöld á lofti Eins og jafnan í leikjuin KA og Þórs, gekk mikið á sl. föstudagskvöld, leikmenn tauga- trekktir og gerðu sig seka um mistök í hita leiksins. Gunnar E. Gunnarsson Þór mótmælti harðlega dómi á 23. mínútu fyrri hálfleiksins og fékk gult spjald og 2ja mínútna straff fyrir. Hann lét sér ekki segjast og hélt áfram mótmælum sínum og þá var rauða spjaldið komið á loft og Gunnar útilokaður frá frek- ari jiátttöku í leiknum. Arni Stefánsson var óhress með dóm á upphafsmínútum síðari hálfleiks og gerði sig líklegan til að sparka í andstæðing sinn í mót- mælaskyni. Það er fremur illa séð og hann mátti gjöra svo vel að fara í bað. „Ég er mjög óánægður með þetta,“ sagði Guðjón Magnússon eftir leikinn. „Við vor- um búnir að ræða það fyrir leikinn aö láta ekki skapið hlaupa með okkur í gönur en svo gerist þetta í hita leiksins og er óafsakan- legt,“ bætti hann við. „Ánægður með mína menn“ - sagöi Guðjón Magnússon „Þetta var skemmtilegur slagur og áhorfend- ur fengu ýmislegt að sjá fyrir aurana sína,“ sagði Guðjón Magnússon þjálfari Þórs eftir lcikinn við KA. „Það var ágætt að við gátum velgt þeim undir uggum en ætli það hafi ekki haft úr- slitaáhrif undir lokin að við vorum of bráðir, ætluðum okkur að gera út um leikinn eftir að hafa unnið upp fjögurra marka forskot. Ég er ánægður með mína mcnn, mér finnst þctta vera að koma hjá okkur þrátt fyrir að segja megi að ég sé enn að leita að liðsupp- stillingunni eins og ég vil hafa hana í vetur.“ „Tauga- spennan alls- ráðandi“ - sagði Helgi Ragnarsson „Þórsarar gáfu allt í þennan leik og komu mér virkilega á óvart,“ sagði Helgi Ragnarsson þjálfari KA eftir leikinn gegn Þór. „Það breytir því ekki að við vorum mjög lélegir og markvarslan engin. Menn voru yfirspenntir og gerðu barnaleg mistök allan leikinn út í gegn. Ég þekki svona taugaspennuleiki, þetta er alveg eins og þegar FH er að leika gegn Haukum. Þá er taugaspennan allsráðandi og menn eyða kröftum sínum í allt annað en það sem þcir eiga að gera inni á vellinum,“ sagði Helgi Ragnarsson þjálfari KA. Flosi setti 4 Akur- eyrarmet - á Grétarsmótinu í kraftlyftingum Erlingur Kristjánsson skorar í leiknum á föstudaginn. 10. Grétarsmótið í kraftlyfting- um var háð í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Mót þetta er haldið árlega til minningar um Bernharð Grét- ar Kjartansson sem Iést fyrir 10 árum, en Grétar var frum- kvöðull í lyftingamálum á Ak- ureyri. Keppendur að þessu sinni komu frá Akureyri og Vest- mannaeyjum en engir keppendur komu frá Reykjavík eins og álitið hafði verið fyrirfram. Keppt var í fimm þyngdarflokkum. Kári Elíson sigraði örugglega í 75 kg flokki. Hann lyfti 230 kg í hnébeygju, 160 kg í bekkpressu og 245 kg í réttstöðulyftu. Sam- tals 635 kg. Annar varð Björgúlfur Stefánsson ÍBV sem lyfti samtals Allt á suðupunkti! - þegar KA sigraði Þór 22 : 20 í 2. deildinni Það er óhætt að segja að „gamalkunnar senur“ hafi ver- ið á boðstólum í íþróttahöll- inni á Akureyri sl. föstudags- kvöld er KA og Þór léku þar í 2. deildinni í handboltanum. Leikurinn var eins og þeir ger- ast bestir á milli þessara erki- fjenda hvað varðar spennu og djöfulgang og það var ekki fyrr en í lok leiksins að ljóst var hvort liðið færi með sigur af hólmi. Það kom í hlut KA, en óhætt er að segja að þeir urðu að hafa meira fyrir honum en reiknað hafði verið með fyrirfram. Loka- kafla leiksins var fumið og fátið allsráðandi, allt urrandi á áhorf- endapöllunum og má segja að hver taug hafi verið þanin. Leikurinn hófst strax með miklum látum og eftir 10 mín- útna leik var staðan jöfn 4:4 og Sigurður Pálsson hafði skorað öll mörk Þórsara. KA náði undir- tökunum og allt til loka hálfleiks- ins munaði 2-3 mörkum en stað- an í hálfleik var 12:9. Sigurður Pálsson minnkaði muninn í 12:10 í upphafi síðari hálfleiks en næstu tvö mörk komu frá KA, staðan 14:10 og síðan 17:14. Þennan mun vann Þór upp og jafnaði 17:17 og þá voru 15 mínútur eftir. Jón Krist- jánsson og Friðjón Jónsson komu KA yfir 19:17 en Oddur Sigurðs- son jafnaði með tveimur mörk- um. Staðan 19:19 og allt að verða vitlaust er 4 mínútur voru eftir. Bæði liðin fengu góð tækifæri til að auka við markaskorun sína á þessum mínútum en færin fóru flest forgörðum og skipti þá ekki máli hvort þau voru í hraðaupp- hlaupum eða öðruvísi. Erlendur Hermannsson og Erlingur Krist- jánsson komu KA yfir 21:19 en Oddur minnkaði muninn í 21:20 er 2 mínútur lifðu af leiktíma. Það var svo Jón Kristjánsson sem átti síðasta orðið er hann skoraði 22. mark KA. Leikurinn var æsispennandi eins og leikir þessara liða eru svo oft, en ekki að sama skapi vel „Það eru piltar á Akureyri sem eru inni í myndinni hjá mér,“ sagði Geir Hallsteinsson hand- knattleiksþjálfari er við rædd- um við hann, en Geir er nú að velja hóp pilta til æfínga fyrir Norðurlandamót unglinga 18 ára og yngri sem fram fer í Finnlandi í vor. Geir sagði að hann vissi um Jón Kristjánsson í KA og einnig fleiri pilta þar. „Ég hef áhuga á að sjá þessa pilta í leik og jafnvel einhverja í Þór líka. Ég er þessa dagana að byrja að leita fyrir mér og skoða 3-4 félög í einu og ég reikna með að við reynum að fá leikinn. Nokkrir góðir kaflar sáust þó hjá báðum liðum en þess á milli var flumbrugangurinn í fararbroddi. Bestu menn voru þeir Friðjón og Erlingur Krist- jánsson í annars jöfnu liði KA en hjá Þór voru bestu menn Nói Björnsson í markinu, Sigurður Pálsson og Oddur Sigurðsson. Dómarar voru Ólafur Haralds- son og Stefán Arnaldsson. Þeirra þessa Akureyrarstráka suður áður en við veljum 18 manna hóp í desember," sagði Geir. Um næstu helgi heldur lið skip- að leikmönnum 21 árs og yngri á NM sem haldið verður í Dan- mörku. Margir eru á þeirri skoðun að þar hefði Jón Krist- jánsson KA átt að fá tækifæri enda gefi hann ekki eftir mörgum þeim piltum er þar keppa. Við bárum þetta undir Helga Ragn- arsson þjálfara KA en hann þekkir mjög vel til leikmanna á Reykjavíkursvæðinu þar sem flestir leikmanna liðsins eru. „Ég held að Jón hafi alla burði hlutverk ekki öfundsvert og þeir gerðu sín mistök eins og leik- mennirnir. Mörk KA: Friðjón Jónsson 9, Jón Kristjánsson 5, Logi Einars- son 4, Erlingur Kristjánsson og Erlendur Hermannsson 2 hvor. Mörk Þórs: Sigurður Pálsson 9, Oddur Sigurðsson 5, Guðjón Magnússon og Rúnar Steingríms- son 2 hvor, Árni Stefánsson og Gunnar E. Gunnarsson 1 hvor. til að geta spilað með 21 árs lið- inu,“ sagði Helgi. „Hann er orð- inn mun sterkari líkamlega en hann var í fyrra og það sýnir sig best í vörninni. Hann leikur e.t.v. ekki eins áberandi hlutverk í sóknarleik KA og í fyrra vegna þess að það eru komnir fleiri menn þarna inn en ég hefði ekki orðið hissa þótt Bogdan hefði gefið honum tækifæri með 21 árs liðinu.“ Svo fór ekki, og nú er að sjá hvort Jón, og hugsanlega ein- hverjir fleiri piltar úr KA og Þór hljóta náð fyrir augum þeirra sem velja 18 ára liðið. 490 kg og setti hann nokkur ís- landsmet unglinga á mótinu. Freyr Aðalsteinsson var hinn öruggi sigurvegari í 82,5 kg flokki. Freyr lyfti 240 kg í hné- beygju, 150 kg í bekkpressu og 270 kg í réttstöðulyftu, samtals 660 kg. Flosi Jónsson var í miklum ham í 90 kg flokknum og þar fuku Akureyrarmetin hvert af öðru. Hann lyfti 255 kg í hné- beygju og 150 kg í bekkpressu og eru þetta hvort tveggja Akureyr- armet. Þá lyfti hann 260 kg í rétt- stöðulyftu og samtals 665 kg sem er Akureyrarmet. Flosi lét ekki þar við sitja, hann fékk aukalyftu í réttstöðulyftunni og fór þá upp með 267,5 kg sem er Akureyrar- met. í 100 kg flokki sigraði Jóhann Gíslason sem lyfti samtals 580 kg en Jóhannes Hjálmarsson var annar með 527,5 kg. Kárí með besta afrekið Kári Elíson hlaut Grétarsstytt- una sem veitt er stigahæsta einstaklingnum á Grétarsmót- inu í kraftlyftingum ár hvert. Kári vann nú styttuna í 4. skiptið og hefur enginn hlotið hana jafn oft, Freyr Aðalsteins- son hefur hlotið hana þrívegis. Kári sem keppti í 75 kg flokki hlaut samtals 7.137 stig en í öðru sæti varð „Heimskautabangsinn" Víkingur Traustason. bæja- keppninni Jafnhliða Grétarsmótinu í kraftlyftingum var háð bæja- keppni á milli Akureyrar og Vestmannaeyja og kepptu þrír keppendur fyrir hvort bæjar- félag. Kári Elíson keppti gegn Björgúlfi Stefánssyni ÍBV, Flosi Jónsson gegn Snæbirni Snæ- björnssyni og Jóhannes Hjálm- arsson gegn Jóhanni Gíslasyni. Úrslit bæjakeppninnar urðu þau að Akureyri sigraði. Hlutu þeir Kári, Flosi og Jóhannes 1.825 stig en Vestmanneyingarnir 1.546 stig. „Piltar á Akureyri inni í myndinm“ - segir Geir Hallsteinsson sem velur lands- lið 18 ára og yngri fyrir NM í Finnlandi Kári Elíson með sigurverðlaun sín í Grétarsmótinu. Það gekk líka mikið á þegar Víkingur Traustason glímdi við lóðin í 110 kg flokki. Hann byrjaði á því að lyfta 300 kg í hnébeygju. Síðan lyfti hann 177,5 kg í bekkpressu og loksins fóru 322,5 kg á stöngina í rétt- stöðulyftu. Sú þyngd fór upp og náði Víkingur því að lyfta sam- tals 800 kg. í 125 kg flokki var einn kepp- andi, Helgi Eðvarðsson sem lyfti samtals 582,5 kg. „Eigum að sigra Reyni“ - segir Eiríkur Sigurðsson þjálfari Þórs í körfuknattleik „Ég held að það sé ekki spurn- ing að við eigum að geta unnið Reyni en það getur allt gerst í körfubolta eins og öðrum íþróttum,“ sagði Eiríkur Sig- urðsson þjálfari Þórs í körfu- bolta er við ræddum við hann um leiki Þórs og Reynis frá Sandgerði sem fram eiga að 'ara á Akureyri um næstu telgi. Þórsarar hafa aðeins leikið einn leik í mótinu til þessa, en það var einmitt útileikur gegn Reyni í Sandgerði. Þann leik unnu heimamenn með eins stigs mun 56:55 og voru Þórsarar klaufar að tapa þeim leik. Reyn- ismenn sem komu upp úr 2. deild sl. vor tefla fram ungu liði en í fararbroddi fer Njarðvíkingurinn Sturla Örlygsson sem þjálfar liðið og leikur með því. Þórsarar tefla fram nær óbreyttu liði frá síðasta vetri. Eiríkur Sigurðsson leikur þó ekki með vegna meiðsla. Þá er óvíst hvort Guðmundur Björnsson /erður með en hann hefur ekki æft að undanförnu. Hins vegar er Jón Héðinsson kominn í góða æf- ingu núna, æfir meira en oftast áður en hann lék ekki með í fyrsta leik Þórs. Leikirnir verða í fþróttahöll- inni, sá fyrri á föstudag kl. 20 og sá síðari kl. 14 á laugardag. Um helgina verður einnig „turnering" í 4. flokki í körfu- boltanum á Akureyri en Þór leikur þar. Hefst keppnin kl 15.30 á laugardag og verður framhaldið kl. 13 á sunnudag. Sigurður með Völsung Landsliðsmiðherjinn Sigurður Halldórsson frá Akranesi hef- ur gerst þjálfari hjá Völsungi á Húsavík og mun taka við lið- inu eftir áramót. Sigurður Halldórsson hefur verið í fremstu röð íslenskra knattspyrnumanna undanfarin ár og leikið fjölda landsleikja. Þetta er hins vegar frumraun hans sem þjálfari. Hann mun leika með Völsungum og kemur til með að styrkja liðið verulega. Everton á toppinn! - í fyrsta skipti í fimm ár Everton er óstöðvandi þessa dagana og um helgina náði liðið toppsætinu með góðum sigri gegn Leicester. Fyrri hálfleikur var markalaus en í þeim síðari skorðuðu Trevor Steven, Kevin Sheedy og Adrian Heath mörkin þrjú fyrir Everton sem hefur ekki náð toppsæti 1. deildar í 5 ár. Liðið þykir líklegt til afreka í vetur. Á föstudagskvöld léku Man- chester United og Arsenal og tókst „Rauðu djöflunutn" frá Manchester loks að taka sig saman í andlitinu eftir snautlega leiki að undanförnu. Brian Robson kom United yfir strax á 5. mínútu en gegn gangi leiks- ins náði Arsenal að skora tví- vegis fyrir hlé, Ian Allinson og Tony Woodcock. Gordon Strachan skoraði því næst tví- vegis fyrir United og Mark Huges bætti fjórða markinu við, 4:2. Tottenham gerði í buxurnar á heimavelli sínum gegn WBA og tapaði 2:3. Hefur Tottenham því ekki sigrað West Bromwich á White Hart Lane í 6 síðustu leikjum. Derrick Statham skor- aði úr víti á 13. mínútu en fjór- um mín. síðar jafnaði Mike Hazard. Gamla brýnið Dave Cross náði forustunni fyrir WBA og Steve McKenzie kom liðinu í 3:1. Undir lokið náði Nígeríumaðurinn John Chie- dozie að minnka muninn. Hann var bærilega sögulegur leikurinn á Stamford Bridge þar sem Chelsea og Coventry áttust við. Eftir 26 mínútna leik var staðan orðin 2:0 fyrir Coventry með mörkum Micky King og Bob Latchford. En þá fór Chelsea-liðið í gang svo um munaði. Kerry Dixon gerði þrennu, Dave Speedy bætti því fjórða við og tvö mörk frá Keith Jones breyttu stöðunni úr 0:2 í 6:2. Hreint ótrúlegt. Liverpool rétti ögn úr kútn- um og kreisti fram sigur á loka- mínútunum gegn Stoke. Ronn- ie Whelan skoraði sigurmarkið þremur mín. fyrir leikslok og var markið einstaklega fallegt. Southampton hefur nú leikið 9 leiki í röð án þess að bíða ósigur en naumur var sigurinn á Nottingham Forest. David Puckett skoraði eina markið á 19. mínútu. Þeim leiddist ekki mikið áhorfendunum á leik Ipswich og Watford, en þar skiptu liðin 6 mörkum bróðurlega á milli sín. Luther Blisset skoraði tvívegis fyrir Watford en Terry Butcher og Mich D’Avrey jöfnuðu metin. Mark Brennan kom Ips- wich yfir en á síðustu mínútunni náði John Barnes að jafna úr vítaspyrnu. Fjögur mörk voru skoruð í Luton þar sem Newcastle var í heimsókn. Peter Beardsley og Pat Heard skoruðu fyrir New- castle en Gary Parker og Brian Stein svöruðu fyrir heimaliðið. Sunderland er lið sem hægt er að veðja á þessa dagana. Liðið leikur dúndrandi fótbolta og rýkur upp stigatöfluna og hefur ekki verið jafn ofarlega í 28 ár. Á laugardag burstaði Sunder- land lið QPR 3:0. Roger Wild sem skorar nú nánast í hverjum leik, kom liðinu á sporið, Steve Wicks skoraði því næst í eigið mark og David Hodgson átti lokaorðið seinast í leiknum. Norwich náði nú loks að sigra á útivelli gegn Sheffield Wednesday og var sá sigur nokkuð óvæntur. John Deehan var í banastuði og náði forust- unni fyrir Norwich á 20. mín. Strax á eftir var dæmd víta- spyrna á Norwich en Chris Wood gerði sér lítið fyrir og varði. Fjórum mín. fyrir leiks- lok bætti Norwich öðru marki við og var þar að verki Lois Donowa. Mel Sterland lagaði stöðuna fyrir miðvikudagsliðið á lokamínútunum. Þá er einungis eftir að geta um einn leik í 1. deild, Aston Villa og West Ham áttust við á afspyrnuleiðinlegum leik sem endaði 0:0. Úrslit leikja í 1. deild: Everton-Leicester 3:0 Man.Utd.-Arsenal 4:2 Tottenham-WBA 2:3 Chelsea-Coventry 6:2 Stoke-Liverpool 0:1 Southampton-N.Forest 1:0 Ipswich-Watford 3:3 Luton-Newcastle 2:2 Sunderland-QPR 3:0 Sheff.Wed.-Norwich 1:2 A.Villa-West Ham 0:0 Úrslit í 2. deild: Birmingham-Schrewsb. 0:0 Brighton-Man. City 0:0 Barnsley-Sheff.Utd. fr. Carlisle-Fulham fr. Charlton-Leeds 2:3 Huddersf.-Middlesb. 3:1 Notts C.-Grimsby 1:0 Oldham-Portsmouth 0:2 Oxford-Blackburn 2:1 Wolves-Cardiff 3:0 Staðan í 1. deild: Everton 13 8 2 3 27:18 26 Arsenal 13 8 1 4 28:20 25 Man.Utd. 13 6 5 2 24:16 23 Tottenham 13 7 1 5 27:14 22 West Ham 13 6 4 3 20:19 22 Sheff.Wed. 13 6 3 4 25:17 21 Sunderland 13 5 5 3 21:15 20 Southampton 13 5 5 3 16:14 20 Chelsea 13 5 4 4 18:11 19 Nott.Forest 13 5 3 5 20:18 18 Newcastle 13 4 6 3 26:26 18 Liverpool 13 4 5 4 15:14 17 Norwich 13 4 5 4 19:20 17 Ipswich 13 3 7 3 17:17 16 WBA 13 4 4 5 19:17 16 A.Villa 13 4 3 6 17:27 15 QPR 12 3 5 4 19:24 14 Luton 13 3 4 6 17:26 13 Leicester 13 3 3 7 18:30 12 Coventry 13 3 3 7 11:20 12 Watford 13 1 6 6 26:32 9 Stoke 12 1 4 7 11:27 7 Efstu lið í 2..deild: Oxford 12 9 2 1 28:10 29 Portsmouth 13 8 3 2 20:11 27 Birmingham 13 8 2 3 16:8 26 A.B.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.