Dagur


Dagur - 05.11.1984, Qupperneq 8

Dagur - 05.11.1984, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 5. nóvember 1984 n Minning T Kristín Mikaelsdóttir Æskuvinkona mín Kristín Mikaels- dóttir lést á Akureyri 28. apríl sl. eft- ir alllanga baráttu við illvígan sjúkdóm. Sú barátta var háð af með- fæddri bjartsýni og jákvæðu viðhorfi til lífsins uns yfir lauk. Við kölluðum hana alltaf Stínu Mikaels. Foreldrar hennar voru Mikael Guðmundsson, skipstjóri frá Hrísey og kona hans Gunnlaug Kristjáns- dóttir frá Akureyri, glæsileg hjón og mikilhæf af eyfirskum ættum, sem hér verða ekki raktar. Foreldrar okkar Stínu giftu sig á Akureyri sama daginn, 29. sept. 1917 ásamt tvennum hjónum öðrum og fluttu í sama hús, Aðalstræti 17 á brúðkaupsdaginn. í því húsi fædd- umst við Stína tæpu ári seinna og var vika á milli okkar. Með árunum fjölgaði börnunum í húsinu og sam- gangur var náinn milli heimilanna. Við börnin undum okkur við leiki á „balanum" heima og í grasi grónum brekkum, en seinna freistaði okkar flæðarmálið, þar sem við fundum furðulegustu hluti, sem við töldum af hafi rekna og sömdum um þá ýmis ævintýr og þá voru uppi fjálglegar getgátur um upprunann. Nú er þessi töfrandi, en oft miður hreinlegi leik- vangur bernskunnar horfinn undir uppfyllingu og akbraut fyrir löngu. Er Stína var á fjórða ári missti hún föður sinn er sá hörmulegi atburður varð, að fiskiskipið „Talisman“ fórst við Vestfirði seint í mars 1922, en Mikael var skipstjóri á „Talisman“. Ég man glöggt þann dag, sem fregnin barst um bæinn okkar. Ég var á leið um Aðalstræti með föður mínum. Maður vék sér að ckkur við „gamla spítalann“ og mælti lágt nokkur orð við pabba, gekk svo burt. Sextíu ár hafa ekki máð út minning- F 27. ágúst 1918 - D. 28. una um ýmis atvik þennan ömurlega dag, þegar sorgin knúði dyra hjá frændfólki og vinum. Gunnlaug stóð nú uppi ekkja með þrjú ung börn, Stínu, ekki fjögurra ára, Kristján á öðru ári og Guðmund á fyrsta ári. Móðir hennar María Jónsdóttir fluttist í heimilið til þeirra, en hún lést tveim árum seinna í maí 1924 aðeins rúmlega sextug, elskuleg og falleg kona. Þrem árum eftir missi manns síns giftist Gunnlaug ágætum manni, Jó- hannesi Jónassyni, yfirfiskmats- manni og síðar verkstjóra, sem reyndist stjúpbörnum sínum frábær- lega vel og gekk þeim í föður stað. Og það sagði Stína mér síðar, að hún hefði ekki getað hugsað sér betri föður en Jóhannes stjúpa sinn. Þó mundi hún vel föður sinn og varð- veitti minningu hans sem helgan dóm. Jóhannes reisti þeim hús að Eyrar- landsvegi 20 af miklum myndarskap og þangað flutti fjölskyldan sumarið 1926. Og mikið saknaði ég Stínu. Ég skildi ekki hvers vegna hún vildi flytja úr Fjörunni okkar góðu og út á gróðurlausa Brekkuna, sem þá var að byggjast. En eftirvænting Stínu og glaðlyndi þerraði öll skilnaðartár. Við vorum aðeins átta ára gamlar, bráðar til brosa og tára. En alltaf bar hún hlýjan hug til „gámla hússins heima" og oft heimsóttum við hvora aðra á bernsku- og unglingsárum. Þau hjónin Gunnlaug og Jóhannes eignuðust einn son, Mikael, nú deild- arstjóra búsettan á Akureyri. Þá var á heimili þeirra móðir Jóhannesar Hólmfríður Einarsdóttir og Margrét systir hans. Þau systkinin höfðu áður tekið til fósturs Magnús J. Kristins- son nú rafvélav.m. í Reykjavík. apríl 1984 Gunnlaug lést á Akureyri 7. ágúst 1957, en Jóhannes maður hennar 13. sept. 1964. Þeir þættir í skapgerð Stínu, sem fyrr voru nefndir, bjartsýni, glaðværð og jákvæð lífsviðhorf komu snemma í Ijós. Á barnsaldri skaraði hún fram úr í leikfimi, var mjög efnileg í þeirri íþróttagrein. En hún slasaðist á handlegg á æfingu og átti í þeim meiðslum árum saman, beið þeirra í raun aldrei alveg bætur. En hún lét ekki hugfallast við þessa bitru reynslu heldur tók henni með jafnaðargeði og sætti sig við orðinn hlut. Stína hugleiddi löngum dulræn efni og ég tel, að þannig hafi henni oft borist styrkur á erfiðum stundum fyrr og síðar því hún var einlæg í trú sinni. Að öðru leyti liðu unglingsárin f áhyggjuleysi á hinu geðþekka mynd- arheimili foreldranná. Hún tók ríkan þátt í skátastarfi, starfaði í unglinga- stúku og stundaði nám í húsmæðra- skólanum á Laugalandi í Eyjafirði, fyrsta starfsvetur hans og einnig í Iðnskólanum á Akureyri. Á milli vann hún við verslunarstörf á Akur- eyri og í Reykjavík. En tónlistin, söngur átti hug hennar allan og einn vetur var hún við nám í píanóleik hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni píanó- leikara í Reykjavík. Árum saman var hún félagi í Kantötukór Akureyr- ar undir stjórn Björgvins Guðmunds- sonar, tónskálds og einnig í söngfé- laginu Gígjunni sem Jakob Tryggva- son stjórnaði. Ég minnist stunda þeg- ar hún greip í hljóðfæri og lék þá oft- ast klassisk lög, sem túlkuðu og virt- ust tilheyra rómantík þessara liðnu ára. Við vorum sex vinkonur, sem héldum hópinn meðan allar áttu heima norðan heiða og hittumst reglulega vetrarlangt, en leiðir skildu á vorin, þegar skóla var lokið og önnur störf (sumarstörfin) kölluðu að. Oft var kátt á hjalla og það er birta yfir minningu hinna dimmu vetrarkvölda, sem við eyddum við spil og spjall. Stínu fylgdi alltaf hressandi blær og glaðværð og þetta hýrlega bros. Hún er sú þriðja í hópnum okkar, sem hverfur héðan af sviðinu. Stundum kom það. fyrir að við, sem áttum heima í bænum hjóluðum á sumarkvöldum, eins og þau gátu fegurst orðið við Eyjafjörð, fram fyr- ir brýrnar, sátum þar á bökkum ár- innar og dáðumst að hólmunum, sem spegluðust í lygnunni og töfraðar af fegurð umhverfisins reyndum við að fella í stuðla móðurmáls okkar hug- hrif stundarinnar. En þó framleiðsl- an yrði lítt frambærileg lýsa þessi sól- skinskvöld í gegnum ár. Stína giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Ragnari Sigurðssyni frá Syðra-Hóli, Eyjafirði sölustj. hjá fataverksmiðjunni Heklu, 27. nóv. 1943. Þau stofnuðu indælt, smekk- legt heimili að Eyrarlandsvegi 20 og áttu þar heima um 10 ára bil, er þau fluttu í eigið hús, Hrafnagilsstræti 28, þar sem þau bjuggu æ síðan. Stína var fyrirmyndarhúsmóðir og heimili þeirra bar vott um smekkvísi og fegurðarskyn. Börnin urðu fimm: Mikael bifreiðastjóri, kv. Auði Hall- dórsdóttur, Emil skipaverkfræðing- ur, kv. Birnu Bergsdóttur, Gunnlaug Hanna húsmóðir, gift Gísla Guð- jónssyni skipstjóra, Brynja sjúkraliði og Ragna Kristín sjúkraliði. Barna- börnin eru níu. Þegar börnin fóru að stálpast fékk Stína sér vinnu utan heimilis, einnig gaf hún sig að félagsstörfum t.d. starfaði hún í kvennadeild Slysa- varnafélagsins á Akureyri um þann þátt ævi hennar er mér ekki nógu kunnugt. En ég veit, að þar hefur munað um hennar framlag og störf hennar verið unnin af einlægni og metin eftir því. Hlýtt og glaðlegt við- mótið aflaði henni hvarvetna vin- sælda. Á síðari árum beindist áhugi Stínu mjög að ættfræði og mun hún hafa viðað að sér talsverðum fróðleik á því sviði. Ég er þakklát fyrir samfylgd Stínu um ævina. Og þótt stundum liðu ár milli samfunda okkar slitnuðu aldrei tenglsin milli okkar og ekkert bil þurfti að brúa þegar fundum bar saman á ný. Ég vona og bið þess að bjargföst trú hennar og traust á handleiðslu hins góða, sem entist henni til hinsta dags og ekki síður hetjulegt æðru- leysi hennar í veikindum síðustu ára, verði ástvinum hennar styrkur í sár- um missi. Stína var lögð til hinstu hvílu í átt- högum okkar, sem hún unni svo mjög, á Höfðanum, þaðan sem sjá má hlýlega byggð Eyjafjarðar í suðri, svalan Kaldbak í norðri. í vestri standa Súlur vörð, en framundan Pollurinn með sinn breytilega flöt. Ég votta Ragnari, börnum hans og fjölskyldum þeirra, bræðrum Stínu og fjölskyldum, frændfólki og vinum einlæga samúð. Guð blessi minningu hennar. Ásta Björnsdóttir. Aðeins 3% hækk- anir í „körfunni" - frá 1. sept. 1983 til 1. sept. 1984 Birgðastöð Sambandsins reyn- ir að fylgjast sem best með allri verðþróun á þeim vörum sem hún hefur á boðstólum. Sá háttur er hafður á að teknar eru saman nokkrar helstu nauðsynjavörur í svokallaða „körfu“ og mánaðarlega er reiknað út heildarverð þeirra. Það hefur vakið sérstaka at- hygli þeirra birgðastöðvar- manna hvað hækkanir í „körf- unni“ hafa verið litlar, en við síðasta útreikning sem fram fór hinn 1. september nam hækk- unin aðeins 3% frá 1. septem- ber 1983. í þessari „körfu“ eru 46 vöru- tegundir af um 2.600 atriðum á vörulista Birgðastöðvar, en þær taka þó samtals yfir 15,5% af lag- ersölu hennar. Margar af þessum vörum hafa beinlínis lækkað að undanförnu, og veldur þar mestu að heimsmarkaðsverð ýmissa þeirra hefur farið lækkandi, en einnig veldur lækkandi gengi ým- issa gjaldmiðla hér nokkru. Þá hafa breyttar flutningsaðferðir, einkum auknir gámaflutningar, haft sitt að segja. í „körfunni“ eru mest innfluttar vörur og ein- göngu algengar neysluvörur. Svo dæmi séu nefnd er þar að finna hveiti, molasykur og strásykur, kornflakes, hunang, rauðkál, bakaðar baunir, sveskjur, tóm- atsósu, tekex, kaffi, eldhúsrúllur og salernispappír, epli og appel- sínur. Við verðútreikninginn hinn 1. september kom í ljós að verð á 17 vörutegundum hafði lækkað mánuðinn á undan, og voru það fyrst og fremst tegundir sem lækkandi heimsmarkaðsverð hafði áhrif á.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.