Dagur - 05.11.1984, Side 12

Dagur - 05.11.1984, Side 12
DABUlí RAFGEYHAR i BtUH BÁ1HL VUWUVtllHA MERKI Togarar Útgerðarfélags Skagfirðinga: Aflaverðmætið 102 milljónir króna - Kvótar duga til áramóta Togarar Útgerðarfélags Skag- firðinga eru búnir með þann þorskkvóta sem þeim var út- hlutað á þessu ári. Eftir eiga togararnir um 900 tonna þorskígildi af öðrum fiskteg- undum sem lausiega áætlað gæti svarað til um 1.200 til 1.300 tonna afla af ýsu, kola, karfa, grálúðu, steinbít og ufsa. Ofangreindar upplýsingar fékk blaðamaður Dags hjá Bjarka Tryggvasyni, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins. Að sögn Bjarka ætti þetta magn að duga togurunum fram að hátíðum en þess ber að geta að Hegranesið er í slipp á Akureyri. Aflaverðmæti Sauðárkrókstogaranna frá ára- mótum fram til þessa dags er um 102 milljónir króna. - Við höfum getað haldið uppi fullri dagvinnu í frystihúsinu með því að skipuleggja og stytta út- haldstíma togaranna. Það er stefnan að halda þessu út árið og allt bendir til þess að það ætti að takast, sagði Bjarki Tryggvason. - ESE Háttí 400 án síma í verk- fallinu Hátt í fjögur hundruð sím- notendur á Norðurlandi vorú án almennrar síma- þjónustu í nýafstöðnu verk- falli BSRB. Þetta eru þeir sem enn hafa handvirka síma en símstöðvarstjórar sinntu einungis neyðarþjón- ustu í verkfallinu. Að sögn Ársæls Magnús- sonar, umdæmisstjóra Pósts og síma er handvirkur sími enn í Öxnadal, Hörgárdal, Bárðardal og Öxarfirði á Norðurlandi eystra og á Skaga, Hólahreppi, Rípur- hreppi og Viðvíkurhreppi á Norðurlandi vestra. - Ég held að þrátt fyrir að almennri þjónustu hafi ekki verið sinnt í verkfallinu, hafi ástand í símamálum almennt verið nokkuð gott og engin kvörtun hefur enn borist vegna neyðarþjónustunnar. Öllu því sem kalla mátti lækn- isþjónustu var umsvifalaust sinnt og sama er að segja um aðra neyðarþjónustu, sagði Ársæll Magnússon. - ESE Samtök um jafnrétti milli landshluta: Fylkjaskipu- lagi verði komið á í landinu Samtök um jafnrétti milli landshluta halda almenna fundi á Norðurlandi eystra um þessar mundir til að kynna starfsemi sína og sjónarmið, ásamt því að afla nýrra félaga til starfa. Samtökin vinna gegn miðstýr- ingu í þjóðfélaginu, sem einkum hefur hlaðist upp á Reykjavíkur- svæðinu. Þeir vilja að fólkið og samtök þeirra hver á sínum stað fái að ráða sínu eigin aflafé. Stjórnarskráin verði endur- skoðuð með það að markmiði að landsbyggðin og Reykjavík fái að njóta þess sem aflað er á hverjum stað. Það verði best gert með fylkjaskipulagi. Fylkin ákveði skatta og útsvör í samráði við Al- þingi og sveitarfélögin og ráðstafi einnig tekjunum í samræmi við hagsmuni íbúanna á hverjum stað. Nokkrir fundir hafa þegar ver- ið haldnir, jf.á m. á Dalvík, í Breiðumýri, á Þórshöfn. Raufar- höfn, Kópaskeri og Húsavík. Fyrirhugaður var fundur á Ólafs- firði í kvöld og lokafundurinn verður annað kvöld á Hótel KEA á Akureyri og hefst kl. 21. HS Nú er kalt á mönnum og fuglum, þótt skammt muni í hlýindi. Endurnar á polli sínum taka ávallt feginsgoggi viö brauðbita, ekki síst í kaldri vetrartíð. Mynd: KGA Trúnaðarmaður kennara í Lundarskóla: „Býst við að til uppsagna komi“ - ef árangur í sérkjarasamningum verður lítill „Það er afskaplega lítið hljóð í kennurum hér eftir þessa samninga,“ sagði Helgi Már Eggertsson kennari og trúnað- armaður kennara í Lundar- skóla er við ræddum við hann í tilefni samnings BSRB og ríkisins. „Við vitum ekki hvað sérkjara- samningur kemur til með að gefa af sér, það er okkar eina von að við fáum einhverja leiðréttingu þegar gengið verður frá honum. Sérkjarasamningurinn er laus núna strax og við eigum von á einhverri leiðréttingu fyrir ára- mót. Það hefur verið talsvert rætt um það á Alþingi hvað þyrfti að gera vel við kennara en um út- komuna er ógerlegt að spá. Ef árangur í sérkjarasamning- um verður lítill, þá býst ég fast- lega við að til uppsagna komi,“ sagði Helgi Már, en þess má geta að allir kennarar Lundarskóla hafa ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis að þeir séu tilbúnir til uppsagna fái þeir ekki verulega breytingu á kjaramálum sínum. „Það er ekki um miklar breytingar að ræða á Norður- landi næstu daga,“ sagði Bragi Jónsson veðurfræð- ingur í morgun. „Það verður hægviðri fyrir norðan eða í mesta lagi aust- angola. Ekki verður um úr- komu að ræða og allt bendir til þess að það verði léttskýj- að. Hitastig verður svipað og veriö hefur,“ sagði Bragi veðurfræðingur. # Græddi Albert? Mikið er nú rætt um það hvað hver og einn hafi grætt mikið eða tapað miklu í verkföllum BSRB og bókagerðarmanna. Einn skemmtilegur punktur kom upp í einum slíkum um- ræðum - sá að eftir allt sam- an hefði Albert ekki þurft að tapa neinu, ef hann hefði eitt- hvert vit á peningamálum, heldur hefði hann getað stór- grætt á öllu saman. Skýringin er sú, að i verkfaili greiddi hann starfsmönnum ríkisins ekki laun, eins og ríkisstarfs- menn vita best. Ef Albert hefði nú álpast til að setja þessa fúlgu á bankareikning, en eins og allir vita slást bankarnir nú um að bjóða hagstæðustu kjörin, þá hefði kallinn komið út úr þessu með stórhagnaði. Hver veit nema Albert hafi einmitt gert þetta? Bjargað þar með sökkvandi skútunni? # Vissi betur „Ég hef trú á því að næsta ár verði mjög gott - það hlýtur bara að vera, eftir undan- gengin hallæri,“ sagði Jón Sólnes, þegar hann hafði samband á dögunum. Þetta var nú reyndar ekki tilefni þess að hann hringdi, heldur vildi hann aðeins benda á að þegar hann hafi greitt at- kvæði gegn breytingu á kjarasamningi, sem rætt var um í næstsíðasta Helgar- Degi, hafi hann ekki með því orðið til þess að breytingin komst í gegn. Sitt atkvæði hefði engu breytt þar. Reglur þær sem gilda um atkvæða- greiðslu með nafnakalli væru þær, að allir teldust greiða at- kvæði, hvort sem þeir væru með, móti eða segðu að þeir greiddu ekki atkvæði. Hjá bæjarstjórn Akureyrar giltu um þetta sömu reglur og á Al- þingi. Hefði atkvæðagreiðsl- an hins vegar farið fram með handauppréttingu, þá hefði eitt atkvæði á móti og fimm með, þegar fimm sátu hjá, orðið til þess að málið hefði verið samþykkt. Fimm með en sex hjásetur heföu fellt málið vegna ónógrar þátt- töku í atkvæðagreiðslunni. Um slíkt væri hins vegar ekki að ræða þegar um nafnakall væri að ræða. Auðvitað veit Jón þetta, fyrrverandi alþing- ismaður, bæjarfulltrúi um margra ára skeið og - mátu- legur bragðarefur til að hafa slík mál á hreinu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.