Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 1

Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 1
MIKIÐ URVAL GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • Litmynda- framköllun 67. árgangur Akureyri, miðvikudagur 7. nóvember 1984 110. tölublað Tillaga hitaveitustjórnar: Selt verði eftir mæli - frá miðju næsta ári en hemlamir verði áfram Stjórn Hitaveitu Akureyrar hefur samþykkt samhljóða í bókun að hverfa beri frá nú- Lyftingamenn: Til Dallas! Bæjarstjórn hefur ákveðið að undangengnu samþykki bæjarráðs að veita Lyftinga- ráði Akureyrar 20 þúsund króna styrk til að unnt megi verða að senda tvo kraftlyft- ingamenn á heimsmeistara- mót í kraftlyftingum. Formaður Lyftingaráðs Ak- ureyrar fór fram á þennan fjár- styrk í bréfi 29. október. Ekki er útilokað að lyftingamennirnir akureyrsku hitti fyrir Sue Ellen, Pamelu, Lucy og karlrembu- svínin úr Dallasþáttunum, því mótið verður einmitt haldið í Dallas í Texas. HS verandi sölufyrirkomulagi á heitu vatni og að vatnssala verði í gegnum rúmmetra- mæla. Vegna takmarkaðs afls veitunnar telur stjórnin hins vegar nauðsynlegt að hafa hemlana áfram. Þetta þýðir með öðrum orðum að neytendur borga fyrir það vatnsmagn sem þeir nota, hvort sem það er til upphitunar eða neyslu, en ekki fast gjald árið um kring miðað við fyrirfram ákveð- ið hámark. Hins vegar er svo lagt til að takmörk verði fyrir því hversu mikið neytendur geti látið renna í gegnum kerfi sín með því að hafa hemlana áfram. Stjórn veitunnar fól hitaveitu- stjóra að hefja nú þegar undir- búning að breytingunni í samráði við stjórnina samkvæmt verk- áætlun er miðist við að hið nýja sölufyrirkomulag komi til fram- kvæmda á miðju ári 1985. Eftir er að afgreiða málið formlega í bæjarstjórninni. - HS Starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga vinna nú við að saga niður tré og runna í Vaðlareitnum, þar sem vegar- stæðið kemur. Þegar hafa verið fjarlægð nokkur hundruð tré sem unnt var að flytja lifandi, en þau sem eftir standa eru það stór að ekki er unnt að flytja þau á annan stað. Því verður að saga þau niður og þykir sjálfsagt mörgum eftir- sjá í trjánum, því mörg þeirra eru hin myndarlegustu. Samtals er talið að um 6 þúsund tré fari undir vegarstæðið. Nú er búið að bjóða þann áfanga Leiruvegaríns út og verða tilboð opnuð 19. nóvember. Mynd: HS Breytingarnar á Hótel KEA: Hótelið tekur stakkaskiptum Eins og bæjarbúar og aðrir þeir sem lagt hafa leið sína um Miðbæ Akureyrar hafa örugg- lega tekið eftir, standa yfir miklar breytingar á Hótel KEA. Að utan hefur Ijós litur leyst þann dökka af hólmi og innan dyra standa hótelmenn svo sannarlega í stórræðum. - Við væntum þess að geta tekið nýtt aðaleldhús í notkun nú um áramótin og með vorinu ætti herbergjunum að hafa fjölg- að um 13, sagði Ólöf Matthías- dóttir, annar hótelstjóri Hótels KEA í samtali við Dag. Að sögn Ólafar hefur fram- kvæmdum við hótelið miðað eins og ráð var fyrir gert en ætlað er að þeim ljúki í júní 1986. Aðal- breytingarnar verða þær að auk þess sem herbergjum fjölgar, flyst veitingasalurinn niður á fyrstu hæð - í rúmgóð húsakynni þar sem áður voru Stjörnu Apót- ek og Brauðgerð KEA. - ESE Hlaupið undir bagga með skuldbreytingu Samþykkt hefur verið í bæjar- stjórn að koma til móts við óskir Haga hf. um að breyta lausaskuldum við ýmsar bæjar- stofnanir í fast lán til 5 ára. Er það gert með þeim hætti að lána fyrirtækinu fé úr Fram- kvæmdasjóði. Lán þessi nema um 2 miiljónum króna. Er þetta liður í því að leysa fjárhagsvanda Haga hf. en nú er unnið að endurskipulagningu og endurfjármögnun fyrirtækisins. Samþykktin er bundin því skil- yrði að fyrirtækinu takist að öðru íeyti að tryggja fjármagn til þess að heildarlausn fáist á fjárhags- vanda þess. Þá hefur verið samþykkt að veita Ú.A. lán úr Framkvæmda- sjóði sem nemur 60% af heildar- skuldum fyrirtækisins við Akur- eyrarbæ ásamt dráttarvöxtum, sem nema um 10 milljónum króna. Er þetta gert í tengslum við svonefnd skuldbreytingalán sem ríkisstjórnin hefur hlutast til um, en eitt skilyrða fyrir því að viðskiptabankarnir veiti þau er að lánadrottinn veiti verðtryggt lán til 3 ára fyrir 60% skuldarinn- ar. Að því fengnu láni bankinn 40% er greiðist lánadrottni, í þessu tilviki Akureyrarbæ. - HS Svartnætti hja byggingariðnaðinum Enn syrtir að í byggingariðnaðinum á Ak- ureyri, sem hefur dregist saman um nær helming á undanförnum árum. Eins og fram kom í Degi á föstudaginn er nú um það bil þriðjungur starfandi smiða á Ak- ureyri með uppsagnarbréf og ekki er útlit fyrir annað en flestar þær uppsagnir komi til framkvæmda. Jafnvel er útlit fyrir að einhver byggingafyrirtæki verði lögð niður - eða þá starfsemi þeirra verður flutt suður yfir heiðar, en þangað hafa margir leitað í atvinnuleit. Nánar er fjall- að um þessi mál á bls. 7 í blaðinu í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.