Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 5
7. nóvember 1984 - DAGUR - 5 Rjúpnaveiði tregari en menn áttu von á Rjúpnaveiði virðist hafa verið mun tregari það sem af er þess- um vetri en menn áttu von á. Mönnum ber saman um að nóg sé af rjúpu en hún er stygg og fáir sem skotið hafa umtalsvert magn á einum degi. Einar Long, kaupmaður í versluninni Eyfjörð sem er í hvað bestu sambandi við rjúpnaskyttur á Akureyri og víðar, sagði í sam- tali við blaðið að það væri hend- ing að menn næðu í meira en tíu rjúpur yfir daginn. - Einn okkar harðasti maður og besta skytta fór t.d. um helg- ina og varð að láta sér nægja 16 stykki sem er ekki mikið ef við miðum við veturinn í fyrra, sagði Einar og bætti því við að rjúpan virtist vera dreifð og ekki hægt að ganga að henni vísri á hefð- bundnum rjúpnaslóðum. Sigurgeir ísaksson, fréttaritari Dags í Kelduhverfi hafði sömu sögu að segja og Einar. Þó nokk- uð væri af rjúpu en hún væri stygg og eins hefði sýni ekki verið gott það sem af væri rjúpnaver- tíðinni. - Ég held að sá sem mest hef- ur haft eftir daginn, hafi skotið 20 rjúpur, sagði Sigurgeir fsaksson og víst er að rjúpnabönum í Öxarfirði þykir það ekki mikið. - ESE Námskeið um steypu skemmdir, greining og viðgerðir Námskeiðið verður haldið í Yerkmenntaskólanum húsi tæknisviðs við Þórunnarstræti dagana 16.-18. nóvember ’84 og hefst kl. 9.45 16. nóv. Námskeiðið er ætlað iðnaðarmönnum, verkfræðingum og tæknifræðingum í byggingargreinum. Leiðbeinendur: Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur, Bjarni Lórðarson tæknifræðingur, Oddur Hjaltason tæknifræðingur. Námskeiðinu fylgja vandaðar handbækur um efnið. Pátttökugjald 5-6 þúsund krónur. Pátttaka tilkynnist Meistarafélagi byggingamanna Norðurlandi fyrir 13. nóvember 1984, sími 96-21022. Skrifstofan opin kl. 13.15-16.30 mánudaga til föstudaga. Fræðslumiðstöð iðnaðarins. Vörukynningar! 20% afsláttur Fimmtudagur frá kl. 16.00: Ola* party pizzur Föstudagur frá kl. 16.00: Tilboð - Tilboð Akra smiöriíki kr. 29,90. HAGKAUP Akureyri 20% afsláttur á Titan og Snickers vinnufatnaði næstu daga. Snickers buxur Áður 1.085 kr. Nú 870 kr. Titan buxur Áður 820 kr. Nú 660 kr. Titan vinnugallar Áður 1.475 kr. nú 1.180 kr. Fóðraðir Titan gallar Áður 3.285 kr. Nú 2.630 kr. Fyrstu námskeið vetrarins hefjast þann 12. nóvember 1. Einkatölvur (PC) og notkun stýrikerfis Námskeiðið hentar öllum sem vilja kynnast mögu- leikum einkatölvunnar. Megináhersla verður lögð á stjórnun tölvunnar og umgengni við tölvur og tölvu- gögn. Kynnt verða nokkur notendaforrit. Lengd: Þrjár vikur, sex skipti, samtals 18 tímar. 2. Ritvinnsla II (Easywriter II) Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja kynna sér notkun ritvinnslu á einkatölvur. Engin tölvuþekking nauðsyn- leg. Farið verður í eftirfarandi atriði: Stutt kynning á vélbúnaði og stýrikerfi. Valmyndir og kerfisaðgerðir. Ritvinnsluskipanir. Lengd: Þrjár vikur, sex skipti, samtals 18 tímar. Síðar í vetur verða m.a. haldin eftirfarandi námskeið: Forritun. Áætlanagerð (töflureiknir). Fjárhagsþókhald. Gagnavinnsluforrit. í lok námskeiðs fá nemendur viðurkenningarskjal. Einnig er hægt að ljúka námskeiðum með prófi sem gefur eining- ar samkvæmt einingakerfi framhaldsskóla á Norðurlandi. Kennsla fer fram í tölvuveri Menntaskólans á Akureyri klukkan 20.00—22.00. Hámarksfjöldi nemenda á hverju námskeiði er 12 og lágmarksfjöldi 8. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Mennta- skólans á Akureyri í síma 25660. Frá kjörbúðum KEA Brekkugötu 1, Byggðavegi 98 og Höfðahlíð 1 Folaldakjöt af nýslátruðu. Nautakjöt af nýslátruðu. Kjörbúðir KEA Brekkugötu 1, Byggðavegi 98, Höfðahlíð 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.