Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 7. nóvember 1984 „MÖGULEI NÁNASTÓ s A tímum svartnættistals um atvinnuleysi, of fá atvinnutækifæri og kreppu, vill það oft gleymast sem vel er gert. Fyrirtæki þurfa ekki að vera fjölþjóðahringir til þess að eiga rétt á sér. Mörg þeirra minni fyrirtækja sem hafa verið stofnuð hin síðari ár eru kannski ekki ýkja merkileg en önnur hafa sannað svo ekki verður um villst að þeirra er framtíðin. Þau hafa sannað að vaxtar- broddurinn er til staðar, verðmætasköpun- in sömuleiðis og þau veita vaxandi atvinnu. „Mjór er mikils vísir,“ segir máltækið og víst er að ef hlúð er að efnilegustu greinun- um, má vænta þess að upp vaxi traust fyrir- tæki. - Rætt við Þórarin Kristjansson, framkvæmdastjóra Gúmmívinnslunnar hf. Þórarinn ásamt Birgi Eiríkssyni, starfsmanni Gúmmívinnslunnar með „munstur“ sem cftir er að sóia. Áður fyrr þurfti að kosta upp á flutning til Reykjavíkur en þá var allt eins víst að hjólbarðinn lenti á haugunum, ósólningarhæfur. Ætli líkurnar séu ekki um 50%. Fólk sleppur því við flutnings- kostnaðinn og sparar sér tíma en auk þess fær það hjólbarða sem kostar ekki nema um einn þriðja eða helming af því sem nýr barði kostar. - Hvað með fólksbílahjól- barða? Er ekki í ráði að sóla þá líka? - Þegar fram í sækir reiknum við með að bæta því við okkur. Það er á stefnuskránni að sóla all- ar tegundir hjólbarða en varð- andi fólksbílahjólbarðana er það að segja að þeir eru heitsólaðir, sem er frábrugðið þeirri aðferð sem við beitum við stóru barð- ana. - Aðferðin? Er hún leyndar- mál? - Nei, alls ekki, segir Þórarinn og hlær dátt. - í stuttu máli má segja að sólningin fari þannig fram að eftir skoðun á hjólbarð- anum, fara sólunarhæfir hjól- barðar í sérstaka vél sem raspar utan af þeim og síðan eru þeir límbornir. Því næst er „baninn" eða munstrið lagt á og allt er síð- an soðið saman í sérstökum potti. - Hvað tekur þetta langan tíma? - Það má reikna með því að það taki um fimm klukkutíma frá því að komið er með hjól- barðann og þar til hann er full- frágenginn. Það er því verulegur tímasparnaður fyrir menn að koma hingað með hjólbarðana í stað þess að senda þá „út í óviss- una“ til Reykjavíkur. - Og þá erum við komnir að endurvinnsluþættinum? - Já, endurvinnslan er ná- tengd sólningunni að því leyti að þeir hjólbarðar sem ekki eru sólningarhæfir, þeir eiga að fara í endurvinnsluna. Það sama má segja um gúmmíið sem er raspað utan af börðunum. Aðferðin við Eitt þeirra fyrirtækja sem upp- fyllir framangreind skilyrði en fáir vita jafnframt um, er Gúmmívinnslan hf. á Rangár- völlum. Þar sem áður var fjörutíu kúa fjós er nú blómlegt fyrirtæki og framþróunarmöguleikarnir virðast óþrjótandi. Gúmmí- vinnslan hf. hefur starfað um hálfs annars árs skeið en fyrirtæk- ið er ólíkt öðrum hjólbarðafyrir- tækjum á Akureyri að því leyti að þar sitja viðgerðir og umfelg- un ekki í fyrirrúmi. Aðall Gúmmívinnslunnar er sem stend- ur sólningin, en fyrirtækið er hið eina utan Reykjavíkursvæðisins sem býður upp á þessa þjónustu. Starfsmenn fyrirtækisins náðu merkisáfanga á þessu sviði á dögunum er þeir sóluðu þúsund- asta dekkið, en það verður að telja afrek út af fyrir sig, m.a. vegna þess að sólningin hefur að- eins verið starfrækt um níu mán- aða skeið. En sólningin er ekkert endanlegt takmark hjá Gúmmí- vinnslunni hf. Endurvinnsla á gúmmíi stendur fyrir dyrum. En gefum nú Þórarni Kristjánssyni, framkvæmdastjóra, orðið en Þór- arinn á 50% hlutafjár í fyrirtæk- inu á móti Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar, Möl og sandi, Dreka hf., Bandag hf., JLP Pro- dukt í Svíþjóð og tveim einstakl- ingum, þeim Birgi Eiríkssyni og Jóhanni Pétri Andersen. - Hugmyndin að stofnun þessa fyrirtækis vaknaði er ég bjó í Svíþjóð. Ég kynntist endur- vinnslu á gúmmíi hjá fyrirtækinu JLP Produkt fyrir einum þrem árum og eftir að ég flutti heim og viðraði þessar hugmyndir mínar, töldu menn að grundvöllur væri fyrir fyrirtæki af þessu tagi hér á landi, segir Þórarinn. - Hvaða þýðingu hefur það fyrir fólk hér á Norðurlandi að fyrirtæki sem Gúmmívinnslan hf. hafi aðsetur á Akureyri? - Þýðingin er auðvitað marg- þætt. Varðandi sólninguna get ég nefnt það að við kaldsólum í dag hjólbarða undir jeppa og stærri bíla. Vörubílstjóri á Akureyri eða Húsavík getur komið hingað með hjólbarðann og látið meta hvort hann sé sólningarhæfur. Þannig líta umferðamerkin og undirstöðurnar út. Gúmmívinnslan hf. hefur gert bráðabirgðasamning við sænskt fyrirtæki um framleiðslu á um 70 tonn- um af slíkum undirstöðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.