Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 07.11.1984, Blaðsíða 9
7. nóvember 1984 - DAGUR - 9 „Ég er að hngsa málið og hef ekki tekið neina ákvörðun um hvað ég geri,“ sagði Bjarni Sveinbjörnsson leikmaður Þórs í knattspyrnu er við spurðum hann hvað væri hæft í því að hann hyggðist leika með öðru liði en Þór í 1. deild- inni næsta sumar. - Það hefur heyrst að félög í Reykjavík sem leika í 1. deild séu á höttunum eftir þér, hvað er til í því? „Það eru tvö lið úr 1. deild sem hafa sett sig í samband við mig, Víkingur og Fram.“ - Er vel boðið? „Það eru engir peningar í þessu, heldur hefur verið talað um að mér yrði útveguð vinna og íbúð, og ég get ekki neitað því að þetta er freistandi. En ég reikna ekki með að taka neina ákvörðun Á Grétarsmótinu í kraftlyft- ingum sem fram fór um síðustu helgi voru veitt verðlaun þeim keppanda sem bætti sig mest milli móta. Þessi verðlaun eru nú veitt í fyrsta skipti og kom það fáum á óvart að verðlaunin hreppti Haukur Ásgeirsson úr KA. AIIs tilkynntu 25 lið þátttöku í Bikarkeppni Handknattleiks- sambands íslands. Verður keppninni þannig háttað að fyrst verða leiknir 9 leikir en 7 lið sitja yfir. Að þessum 9 leikjum loknum verða eftir 16 lið og eftir það er keppnin hefðbundin. KA leikur í Bikarkeppninni og í þessu máli fyrr en um áramót." - Nú er nokkuð ljóst að Guð- jón Guðmundsson og Óli Þór munu ekki leika með Þór næsta sumar. Guðjón er fluttur suður alfarinn og Víkurfréttir í Kefla- vík hafa skýrt frá því að Óli Þór sé kominn heim og muni leika með ÍBK næsta sumar. Þá hafa félög í Reykjavík sett sig í sam- band við Óskar Gunnarsson og gæti svo farið að þar missti Þór einn leikmann til viðbótar. Ef svo Bjarni bætist í þennan hóp er óhætt að segja að blóðtaka Þórs verði mikil. Haukur hefur æft vel í sumar og haust og á Grétarsmótinu bætti hann sig um hvorki meira né minna en 100 kg. Lyfti samtals 460 kg (165-80-215) í 90 kg flokki en í febrúar lyfti hann 360 kg í félagsliðakeppninni en það var jafnframt fyrsta mótið sem Haukur keppti á. - ESE á að leika heimaleik gegn Þrótti í 1. umferð. Ekki er fjarri lagi að ætla að KA hafi þar góða sigur- möguleika, og ef tekst að sigra Þrótt ætti leiðin í 8-liða úrslitin að vera nokkuð greið. Það lið sem sigrar í viðureign KA og Þróttar á nefnilega að leika gegn Selfossi eða Reyni Sandgerði í 16-liða úrslitum. 1—X—2 Sigurður J. Freygarðsson. „Held að Arsenal vlnni“ „Mumma fann einu sinni Leic- estcr-veifu sem hiin gaf inér og síðan hef ég haldið með Leic- ester,“ segir Siguður J. Frey- garðsson sem er spáinaður okk- ar í dag. Sigurður er 11 ára íþróttamaður, harður nteð KA og fylgir Leicester í gegnum súrt og sætt. „Ég er ekki ánægður með mína mcnn í vetur. Það hafa verið vandamál hjá Leicester varðandi meiðsli og svo vantar citthvað í sóknina hjá okkur. En þetta kemur vonandi allt saman.“ - Hverjir veröa sigurvegarar í Englandi? „Ég held að það verði Arsen- al, en Evcrton, Nottingham Forest, Liverpool og Manchest- er United verða líka í barátt- unni," sagði Sigurður er við spurðum hann um væntanlega Énglandsmeistara. Sigurður þurfti ekki ntikinn umhugsnnartíma þegar við sýndum honum lciki næsta getraunaseðils. Hann tippaði i snarhcitum, og við skuluui lita á spá hans hér að ncðan. Arsenal-A.Villa 1 Coventry-Ipswich x Leicester-iVlan.Utd. x Newcastlc-Chelsea 1 Norwich-Luton 1 N.Forcst-Tottenham 1 Watford-Sunderland 1 WBA-Stoke 1 West Ham-Everton 2 Blackburn-Brightnn 2 Man.City-Birmingham 2 Schrcwsbury-Oxford 2 Sigurður sem er raunsær, spáir sínu liði ekki nema jafntcfli á heimavelli gegn Manchester United. Hann er með 6 hcima- sigra, tvö jafntcfli og fjóra úti- sigra. Guðmundur með 5 rétta Guðmundur „Gulli" Þorsteins- son náði 5 réttum í síðustu viku. Hann fór flatt á ýmsu, cins og t.d. því að spá Totten- ham heimasigri gegn WBA, það dæini gekk ekki upp. - Þeir þrír spámenn sem þcgar hafa koniið fram á sjónarsviðið eru nieð álíka árangur, Gunnar Ní- elsson Liverpoolmaður og Guðmundur með 5 rétta en Sig- urður Arsenalmaður Pálsson er bcstur enn sem koniið cr, hefur 6 rétta. 1—X—2 Það mun væntanlega mæða mikið á Jóni Héðinssyni er Þór mætir Reyni í tveimur leikjum á Akureyri um næstu helgi í 1. deild körfuboltans. Þórsarar eru enn án stiga eftir tvo leiki en eru sigurstranglegir á heimavelli gegn Reyni með Jón í fararbroddi. Jón, sem sést hér skora gegn IS sl. vetur er í mjög góðri æfingu þessa dagana. Tómas Steingrímsson - 75 ára - íjj Fyrsti formaður KA Tómas Steingrímsson og heiðursfélagi varð 75 ára í gær. Með þessum fáu orðum vil ég minnast og þakka fyrir allt það sem Tómas og fjölskylda hans, mann fram af manni, hafa verið KA í gegn- um tíðina. Hér er ekki tækifæri til að lýsa því afburðastarfi sem Tóm- as hefur unnið fyrir félagið, allt frá því að hann varð fyrsti for- maður KA 1928. Það verður skráð á verðugan hátt þegar saga félagsins verður skrifuð. Þó er skylt að geta þess hér að á 10 ára afmælishátíðinni var Tómasi gefinn silfurbikar fyrir frábært starf. Hann hefur líka verið einn fræknasti íþróttamaðurinn m.a. í fyrsta knattspyrnuflokknum 1928 og enn í meistaraflokki KA 1938 og á 50 ára afmæli félagsins var Tómas sæmdur heiðursorðu ÍSÍ af forseta þess Gísla Hall- dórssyni. Á björtu ævikvöldi hlýtur það að gleðja hinn síunga fullhuga, að hafa átt þess kost að fylgjast með börnum og barnabörnum í leik og starfi fyrir félagið. Síð- asta afrekið í þeim myndarlega hópi er skíðadrottningartitill Nönnu Leifsdóttur. Það verður seint fullþakkað brautryðjendastarfið á hvaða sviði sem er og oft er mjór mik- ils vísir, eða hver skyldi hafa trúað því á fyrstu árunum að KA yrði komið með 5 hektara vallarsvæði innan varanlegrar girðingar. Þetta eru glænýjar upplýsing- ar úr skýrslu sem stjórn KA af- henti bæjarstjórn Akureyrar í Félagsmiðstöð KA í september sl. Það er m.ö.o. löng leiðin í tíma og rúmi frá því að 12 vask- ir menn hittust í Innbænum og stofnuðu Knattspyrnufélag Ak- ureyrar 8. janúar 1928. Undirritaður og þúsundir annarra KA-félaga eiga þessu framsýna og þróttmikla starfi frumherjanna ómetanlega skuld að gjalda. KA-menn hylla Tóm- as Steingrímsson og senda inni- legar afmæliskveðjur. í lokin tökum við undir orð Jóns Sig- urgeirssonar fyrsta ritara KA þar sem hann segir: „Tómas reyndist búa yfir þeim eldlega áhuga og vilja- þrótti er entist honum til foryst- unnar í 11 ár og margvíslegra íþróttaafreka.“ En það er þessi eldlegi áhugi sem kveikt hefur á mörgum þeim kyndlum sem lýsa hvað skærast í starfi KA í dag. Lifðu heill. Jón Arnþórsson. Grétarsmótið í kraftlyftingum: Haukur bætti sig mest! Bikarkeppni HSÍ: KA mæt ir Þrótturum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.