Dagur - 09.11.1984, Side 3

Dagur - 09.11.1984, Side 3
9. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Attterfínt sem vel erfrcmskt urnar með ógnarlegum þunga og skruðn- ingum, eins og mér einum er lagið. Það voru gestir í bænum og þeir sátu einmitt við þann glugga sem ég hvarf frá. - Þar fór hann, heyrði ég að einhver sagði um leið og ég sveif til jarðar. Meira veður var nú ekki gert út af því að sinni. Nú hugsið þið eflaust sem svo, að þetta geti svo sem ekki hafa verið neitt ógnar- fall - úr hjólbörum. En þið verðið að meta allar aðstæður. Mér fannst þetta óg- urlega mikið fall, og þar sem ég lá að lok- um rétt eins og hrúgald yfir hjólbörurnar, hvarflaði ekki annað að mér en ég væri allur brotinn og bramlaður. Það skaust meira að segja inn í huga minn, að nú væri ég sennilega kominn „yfir um“ og byggi þar af leiðandi „fyrir handan" í beinni merkingu orðanna. Um leið þakk- aði ég Páli vini mínum Halldórs fyrir að vera búinn að ná af mér iðgjaldinu fyrir líftrygginguna. - Allt er fínt sem vel er franskt, segir gamalt máltæki, og með þá speki í huga •auk ég til á dögunum og skipti um glugga í húsinu mínu, setti í það „franska“ glugga sem öllum þykir ógurlega fínt. Húsið mitt er „fyrir handan“ - fjörðinn, þannig að frá mínum bæjardyrum séð er Akureyri „fyrir handan“. Samt á ég þangað tíðar ferðir, sæki meðal annars vinnu í Strand- götuna, þannig að ég fer „yfir um“ oft á dag. Gunnar bílasali Haraldsson sótti smið til Þýskalands til að ir.nrétta gamla BTB- húsið við Glerárgötu, en ég var ennþá flottari á því, því ég sótti smið „að handan" til að koma gluggunum í! Enda gekk verkið vel. Að vísu þurftum við að brjóta stærstan hlutann í framhlið hússins til að koma gluggunum í, en það var nú ekki tiltökumál. Þarna prílaði ég upp og niður vinnupallana allan daginn, án þess að mér fipaðist í eitt einasta skipti, enda er ég svo léttur á mér og nettur - og þar að auki hjólliðugur! Frönsku gluggarnir komust á sinn stað fyrir kvöldið, en ekki gafst tími til að steypa meðfram þeim samdægurs. Götin göptu því dálítið ólundarlega til mín svo skein í einangrun- ina. Af mínum skarpleika sá ég það í hendi minni, að ef rigndi - sem allt útlit var fyrir - þá kæmi einangrunin til með að blotna, já, jafnvel eyðileggjast. Þess vegna náði ég mér í plastdúk og límband og ákvað að hylja götin. En gluggarnir - og þar með götin - eru nokkuð hátt frá jörðu - svo hátt, að ekki einu sinni ég gat náð alla leið þangað upp án þess að standa á einhverju. Nú, það átti svo sem ekki að vera mikið mál, því ég var með færanlegan vinnupall við hendina, en samt var það svolítið bras að ýta honum á milli glugga, þannig að leti mín leyfði það ekki. Þess vegna tók ég þá örlagaríku ákvörðun, að taka hjóibörurnar sem hann faðir minn ánafnaði mér óformlega um árið - (það þýðir að ég fékk þær lánaðar en hef ekki skilað þeim) - og ákvað að nota þær sem vinnupall. Þetta gekk vel við fyrsta gluggann og ég trillaði hjól- börunum síðan kotroskinn að þeim næsta. Nú var rigningin að skella yfir mig, þannig að mikið lá við. Og í flýtinum gætti ég ekki að mér. Ég var rétt stiginn upp í hjólbörurnar og var að teygja mig upp í efri brún gluggans þegar hjólbör- urnar sviku mig. Ég fann hvernig ég sveif eins og í lausu lofti, en þrátt fyrir þennan léttleika minn hlunkaðist ég yfir hjólbör- Ég fann hvernig ég sveif í lausu lofti. Ertii í heilu lagi góði? Já, fólkið í stofunni varð vart við fallið, og þar á meðal var konan mín. Ekki olli þessi ógnvænlegi atburður úti fyrir mikilli taugaveiklun í hópnum, en þegar stutt hlé varð á samræðunum og kaffið var búið úr bollunum kallaði konan hátt og snjallt, án þess að rísa úr sæti: Ertu í heilu lagi þarna úti. Ég svaraði fáu, enda var ég að reyna að greiða anga mína utan af hjólbörunum. Loksins stóð ég upp og reyndi að bera mig mannalega. Eftir drykklanga stund höfðu gestirnir ákveðið að yfirgefa bæinn og konan fylgdi þeim út á hlað. Þá benti hún mér á, að einn fingur minn sneri þversum, en ekki langsum, eins og hann hefði gert frá því að hún sá mig fyrst. Ef til vill væri hann brotinn. Ég samsinnti þessu sjónarmiði, enda lágu til þess gildar ástæður að fingurinn brotnaði. Fallið var nefnilega langsamlega mest fyr- ir hann. Sko, þó hjólbörurnar sjálfar séu ekki nema metri á hæð, þá er ég sjálfur um tveir metrar. Þar að auki var ég með uppréttan handlegginn og hann er metri, þannig að fallið fyrir fingurinn var ekki minna en fjórir metrar. Og það er nú bara dágott fall. sami aftur og rak upp hrossahlátur. Sá næsti spurði sömu spurningar. - Ha, brotinn, hvernig fórstu að þessu? - Ég datt úr hjólbörum sem ég keyrði sjálfur, svaraði ég. - Hvað er að heyra, varstu ef til vill að draga Löduna í gang, sagði vinurinn og hló hæðnislega. - Jæja, karlinn, varstu að krækja þér í frí úr vinnunni, sagði sá þriðji og sá fjórði benti mér á að það væri hollast fyrir mig að hætta að iemja konuna mína fyrst hún væri farin að taka svona hörkulega á móti mér. Svona gekk þetta dag eftir dag; allir sýndu mér samúð þar til ég greindi frá hjólböruævintýrinu. Þá urðu menn undir- furðulegir á svipinn. Loks hætti ég alveg að minnast á hjólbörurnar. Þannigfór um sjóferð þá Ég komst að raun um, að það er um margt bagalegt að vera með hönd í gifsi. Verst þótti mér að geta ekki tekið þátt í uppþvottinum með konunni!! En þegar ég loksins var laus við gifsið fannst mér ástæða til að fara á slysstað og rannsaka til hlítar hvernig þetta hefði nú gerst; hvernig var hægt að handarbrjóta sig í hjólbörum? Ég náði í hjólbörurnar og stillti þeim upp undir glugganum. Svo fór ég svona já, síðan svona og teygði mig síðan upp - booommms - hjólbörurnar á hliðina og ég eins og hrúgald yfir þær. Svona fer maður að þessu já, tautaði ég um leið og ég staulaðist á fætur. Og nú er ég kominn með gifsið aftur. - Eða þannig. er að segja fingrinum. Til þeirra hluta varð að kalla út röntgentækni sem var á bakvakt. Það þótti mér slæmt, að vera að láta ónáða blessaða manneskjuna á sunnudegi, og það fyrir svona smátterí. Það lá við að ég væri farinn að óska þess, að ég væri allur mölbrotinn, þannig að manneskjan væri þá ekki kölluð út að ástæðulausu. Nú, það kom í ljós að eitt miðhandarbeinið var í sundur og ég var gifsaður upp á miðjan handlegg eftir öllum kúnstarinnar reglum. Nú var ég orðinn óvinnufær og varð þess vegna að boða forföll. Vinnuveitend- ur mínir urðu kúnstugir þegar ég til- greindi ástæðuna; ég væri handarbrotinn eftir fall úr hjólbörum!!! Síðan tóku vinir og kunningjar við hver af öðrum. - Hvað hefur komið fyrir þig, drengur? - Ég datt úr hjólbörum, svaraði ég. - Nú, keyrðir þú þær sjálfur, spurði sá Brotinn eða . ekkibrotinn Nú var ekki um annað að gera en fara yfir um og heilsa upp á lækna spítalans - jafn- vel þó að það væri sunnudagur. Læknir- inn sem tók á móti ntér skoðaði lemstrað- an fingurinn á alla vegu, teygði hann og beygði um leið og hann spurði í sfbylju; finnurðu til, en núna - ha - en núna? Þar sem þetta var hinn skemmtilegasti maður reyndi ég að bera mig karlmannlega - ef það orð er þá lengur í gildi - og öskraði ekki voðalega hátt. - Ég held þú sért nú óbrotinn greyið, sagði doksi, en um leið gelti í fingrinum eins og beinendar nudd- uðust saman. - Ætli þú hafir ekki bara hrokkið í liðinn núna, sagði doksi drjúgur. Ég hélt að það gæti verið og reyndi að harka af mér. Til öryggis ákvað doktorinn að láta taka mynd af mér, það Sjatöúut Föstudagur 9. nóvember Mánasalur opnaður fyrir matargesti kl. 19.00. Sólarsalur opnaður með pompi og prakt kl. 22.00. Leynigestur Hljómsveit Ingimars ásamt Gilla í diskótekinu sjá um þrotlaust fjör til kl. 03.00. Laugardagur 10. nóvember Opnað fyrir matargesti kl. 20.00. Vandaður matseðill - Góð þjónusta. Frábær skemintun til kl. 03.00. V7 rA (>eisla|>ölu 14

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.