Dagur


Dagur - 09.11.1984, Qupperneq 4

Dagur - 09.11.1984, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 9. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Dregið úr kaup- máttarrýrmm Kaupmáttur launa hefur rýrnað verulega á síðustu misserum. Hefur enginn borið á móti því, en margir hins vegar harmað. Stjórn- arandstöðuflokkarnir kenna ríkisstjórninni alfarið um hvernig farið hefur. Það er hins vegar argasta blekking og er að finna staðfestingar á því í út- reikningum kauplags- nefndar og einnig í upplýs- ingabæklingi sem Alþýðu- samband Islands gaf út, skömmu áður en samning- ar náðust milli ASÍ og VSÍ, í því skyni að sýna fram á það hversu kjör almennings í landinu hafa versnað. í þessu upplýsingariti Al- þýðusambandsins kemur glögglega fram að stærstur hluti kaupmáttarrýrnunar- innar hefur ekki orðið í tíð núverandi ríkisstjórnar, heldur á þeim tíma þegar verðbólgan var hvað geig- vænlegust, á síðustu mán- uðum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. í þeirri ríkis- stjórn sátu nokkrir sjálf- stæðismenn, Framsóknar- flokkur og Alþýðubanda- lag. Mestu mistök fram- sóknarmanna í því stjórnar- samstarfi voru þau að láta Alþýðubandalagið komast upp með sífelldan undan- slátt í aðgerðum til að telja niður verðbólguna. Hræðsla Alþýðubandalagsins og misskilningur forystu- manna þess á því hvað kom alþýðu manna best, ásamt margvíslegum óhagstæð- um ytri aðstæðum, olli því hvernig verðbólguþróunin varð. í bæklingi Alþýðusam- bands íslands er sýnt fram á það með línuriti að frá því um mitt ár 1982 fram til dagsins í dag hefur kaup- mátturinn rýrnað um 37%. Á þessu sama línuriti má glögglega sjá að kaupmátt- arrýrnun varð lang mest fram að þeim tíma er ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar tók við völdum, eða um það bil 29%. Á fyrsta eina og hálfa mánuði starfstíma núver- andi ríkisstjórnar fór kaup- mátturinn enn niður á við, enda áhrif óðaverðbólg- unnar langt frá því að vera rénuð. Þá var hinum verst settu bætt þessi rýrnun að hluta með sérstakri lág- markstekjutryggingu, sem kom kaupmætti lægstu launa upp í það sama og hann var við stjórnarskipt- in. Því má segja að kaup- máttur lægstu launa sé ekki verri en þegar Svavar Gestsson og Ragnar Arn- alds létu af ráðherraemb- ættum. Kaupmáttur al- mennra launa hefur versn- að um 8% frá því ríkis- stjórnin er nú situr komst til valda. Það er ekki mikið miðað við þau ósköp sem alþýðubandalagsmenn hafa á samviskunni, sem er tæp 30%. Raunin er sú að verulega hefur dregið úr fallhraða kaupmáttarins síðan ríkis- stjórn Steingríms Her- mannssonar tók við. Ef sagnfræðingar framtíðarinnar ættu að gefa því hausti sem nýlega hefur kvatt eitthvert nafn, gæti það nafn hugsanlega orðið „Haust hinn- ar löngu þagnar“. Það gerðist nefnilega, niánudaginn 1. október síðastliðinn laust eftir kl. 13.00 eftir hádegi, að starfsmenn Ríkisút- varpsins ákváðu, auðvitað með vitund, ef ekki ieyfi sjálfs útvarps- stjóra, að labba út og hætta send- ingum nema þá á veðurfregnum og neyðartilkynningum, jafnvel aug- lýsingar hins opinbera um nauð- ungaruppboð, óþægilegar aðgerðir og annað góðmeti í þeim dúr, hættu að heyrast. Maður hélt þó að hið opinbera hlyti að fá undanþágu, því svo var eiginlega að skilja, að þessir starfsmenn væru ekki svo mikið í verkfalli gegn ríkinu heldur almenningi. Löghlýðni á íslenska vísu Ég held að það hafi verið sama dag- inn og þeir starfsmenn RÚV löbb- uðu út. Ég var af rælni að renna yfir FM-ið á tækinu mtnu, ef vera kynni að einhverjir framtakssamir náung- ar reyndu að nota sér ástandið og hefja útvarpsrekstur. Og viti menn. Allt í einu glumdi tónlist í tækinu. Það höfðu þá einhverjir farið af stað. Síðar kom á daginn að tónlist þessi kom frá húsi einu hér í grenndinni og mun hafa verið not- ast við heimagerðan sendi. Hlaut stöðin nafnið Brekkurásin, að sögn aðstandenda eftir samkeppni meðal hlustenda um nafnið. Mun hún hafa heyrst allvíða í bænum og not- ið talsverðra vinsælda, státaði með- al annars af því að vera tengd út- varpskerfi sjúkrahússins. Paö er ekki hægt að segja að Brekkurásin hafi verið besta eða fullkomnasta útvarpsstöð sem heyrst hefur á íslandi. Það var margt harla frumstætt og af miklum viðvaningshætti gert, en það var samt einhver sjarmi yfir þessu öllu, ef til vill var það bara sá duldi sjarmi sem alltaf er yfir því sem við getum kallað „löghlýðni á íslenska vísu“, en þó kemur fleira til, meðal annars viss ferskleiki, auk þess sem maður skynjaði, að þarna var ekki verið að fara út í fjölmiðlun í því augnamiði að græða peninga. Að þessu leyti er grundvallarmunur á þessari stöð svo og útvarpi þeirra Dags-manna sem ég að vísu heyrði ekki í nema um það bil tvær mínút- ur og get því ekki dæmt um, og þeim stöðvum sem risu upp í Reykjavík með sterk fjármálaleg og stjórnmálaleg öfl að bakhjarli. Það er mikill misskilningur að rugla þessum tveim tegundum lögbrota saman, eðli þeirra var svo gerólíkt. Frjálst eða óháð Umræðan um frjálst útvarp er ekki alveg ný af nálinni hér á landi, en það sem er nýtt er sá úlfaþytur og tilfinningahiti sem allt í einu færðist í þessa umræðu og hefur jafnvel ekki látið ráðhcrra og alþingismenn ósnortna. Það má eiginlega segja að þessi umræða sé upphaflega runnin frá tveim harla ólíkum rótum. Annars vegar fólki sem dvalið hefur um lengri eða skemmri tíma erlendis og kynnst þar upplýs- inga- og þjónustuútvörpum, gjarn- an staðbundnum, af ýmsu tagi, út- vörpum sem eiga það sameiginlegt að vera, eða að minnsta kosti þykj- ast vera í nánu sambandi við hlust- endur, og hins vegar fjármála- mönnum sem sjá þarna vænlega gróðalind, og nú síðast hafa jafnvel stjórnmálaflokkar blandað sér í málið. In memoriam Það gefur auga leið að engin út- varpsstöð getur nokkurn tíma orðið fullkomlega frjáls, hún verður alltaf bundin annað hvort af vilja starfs- manna, eigenda, auglýsenda eða jafnvel hlustenda. En stöðvarnar geta verið misjafnlega óháðar, og því óháðari sem þær geta verið, því betra. Hlutverk útvarpslaga ætti fyrst og fremst að vera það að tryggja sjálfstæði útvarpsstöðva og girða fyrir hvers konar misnotkun þeirra, bæði af hálfu stjórnmála- flokka, fjármálaafla eða starfs- manna. Það verður því miður að segjast að Ríkisútvarpið getur hvorki talist frjálst né óháð. Sjálf yfirstjórn þess er þannig uppbyggð að það verður ávallt málpípa þeirrar ríkisstjórnar sem við völd er hverju sinni, og virðist sú tilhneiging fara vaxandi fremur en hitt, eins og hin um- deilda veiting embættis útvarps- stjóra á dögunum sýnir. Eru nú gár- ungarnir farnir að tala um það að Múli og hinir þulirnir þurfi að fara á sérstakt endurhæfingarnámskeið til þess að læra að ávarpa Útvarp Valhöll með sama guðræknisblæn- um og þeir áður ávörpuðu Útvarp Reykjavík. Og nú þýðir víst ekki lengur fyrir venjulegt fólk að sækja um starf þar á bæ nema hafa skírt- eini Flokksins upp á vasann. Já, það er munur að lifa í Alþýðulýð- veldinu íslandi undir náðarsól hins alvitra Flokks og stjórn hins sköru- lega leiðtoga hans í menningarmál- um, félaga Ragnhildar Helgadótt- ur. Grenndarútvarp En svo að öllu gamni sé sleppt þá er ljóst að innan skamms verður einkaréttur Ríkisútvarpsins afnum- inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. En það er einkennilegt að í öllu þessu útvarpsmálafári hefur lítið sem ekkert verið rætt um þá leið sem farin hefur verið á Norður- löndum og það án þess að breyta útvarpslögunum eins og gert hefur verið bæði í Noregi og Danmörku. Þar hafa í tilraunaskyni verið veitt leyfi fyrir svokölluðum grenndar- eða nærútvörpum án þess að einka- réttur ríkisins hafi verið aflagður. Þetta er vafalítið lausn sem vel kæmi til greina hér. Mætti fara að svipað og í Noregi, skipta landinu í svæði sem fengju hvert um sig til- tekinn fjölda útvarpsleyfa sem út- hlutað yrði til áhugahópa eða sveit- arstjórna, og jafnvel mætti fjár- magna með staðbundnum auglýs- ingum. Það verður að teljast fá- sinna að veita einkaaðilum leyfi til að útvarpa á landsvísu þarsem slíkt yrði ekki á færi nema mjög fjár- sterkra aðila, líkast til allra í Reykjavík. Samfara þessu mætti svo stokka upp hjá Ríkisútvarpinu, og losa það undan öllu eftirliti og ritskoðun stjórnmálamanna, en færa það nær þjóðinni í hennar dag- lega lífi og amstri. Ef slíkt yrði gert má telja víst að raddirnar sem heimta frjálst útvarp myndu fljót- lega þagna. Hin skammvinna ævi Brekkurásarinnar hefur enn sann- fært mig um það að hin eina lausn sem komi til greina í útvarpsmálum okkar í dag séu lítil staðbundin grenndarútvörp, kapalkerfi í eigu sveitarfélaga eða samtaka notenda og síðast en ekki síst stórt, öflugt Ríkisútvarp sem lúti aðeins vilja þjóðarinnar allrar í öllum hennar fjölbreytileika, en ekki fámennra klíka atvinnupólitíkusa eða afdank- aðra óperugaulara. Megi Brekku- rásin hvíla í friði, sömuleiðis hið makalausa útvarpslagafrumvarp félaga Ragnhildar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.