Dagur - 09.11.1984, Page 5

Dagur - 09.11.1984, Page 5
9. nóvember 1984 - DAGUR - 5 allir aUt Aldís á Stokkahlöðum 100 ára Aldís Einarsdóttir á Stokka- hlöðunt í Hrafnagilshreppi varð 100 ára á sunnudaginn var, eins og fram hefur komið. Fjöldi gesta heimsótti hana í Laugaborg, en þar hélt hreppurinn og félagasamtök henni veislu mikla. Aidís er ekkert gefin fyrir að auglýsa sjálfa sig og hefur alla tíð haft ákveðnar skoðanir á því að hún hafi ekkert að gera í viðtöl við fjölmiðla. Þó tókst Árna Johnsen að tala sig inn á hana með því að ræða fyrst um garðinn hennar, sem Aldísi þykir vænt um, enda mikil rækt- unarkona og meðal frumkvöðla í slíkri iðju í hreppnum. Varð úr hið skemmtilegasta og fróð- legasta viðtal. Sjónvarpið hafði hug á að fá stutt viðtai við Aldísi en þeir sem best þekkja til hennar tjáðu starfsmönnum þess á Akureyri að þeir skyldu bara gleyma þessu. Hún vildi örugglega ekk- crt með slíkt hafa. Reynandi væri að ná myndum í veislunni en vissara að láta lítið fyrir sér fara. Sumir ónefndir krossuðu sig þegar minnst var á viðtal, sögðust nú hafa tekið þátt t mörgum slagnum á lífsleiðinni, en ófúsir færu þeir til þeirrar baráttu að reyna að tala Aldísi inn á að leyfa viðtal. Úr varð að sjónvarpsmenn töluðu bara beint við Aldtsi. Ekki gaf hún nú grænt Ijós, frekar gult og brá þó fyrir græn- leitri slikju. Viðtalið fékkst og í örstuttu „kommenti" sagði Al- dís allt sem segja þurfti og mættu stjórnmálamenn og aðrir þeir sem tala á opinberum vett- vangi læra af henni þá list að vera stuttorður og kjarnyrtur og scgja meiningu sína. Tíðarandinn er breyttur frá því sem áður var. Nú heimta allir allt af öðrum, sagði Aldís m.a. Meira að segja leiðarhöf- undur Moggans sá ástæðu til að vitna í orð hennar og tilcinka þeim nokkurt rými. - HS ' Nýaihiiða ' byggingarþjónusta! Baldvin sími 21977 og Hermann sími 25141 Húsbyggjendur • Fyrirtæki ■ Húsfélög! Bjóðum alhliða húsasmíði, nýsmíði og viðgerðir. Verðum með prufur af sólbekkjum, parket og panelklæðningum ásamt ýmsum öðrum gólf-, vegg- og loftaklæðningum. Notum aðeins viðurkennd efni og bjóðum vandaða vinnu. Gerum föst verðtilboð. (Upplýsingar í hadeginu og kvöldin fyrst um sinn.) TILBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmdar eru eftir óhöpp. M.M.C. Colt árg. 1982. Fíat 125 P árg. 1979. Bifreiðarnar eru til sýnis við skrifstofuna Glerár- götu 24. Tilboðum sé skilað fyrir 15. nóv. nk. Brunabótafélag íslands Akureyrarumboð Sauðfjárbaðanir í Eyjafjarðarsýslu Með því að undanþága frá böðunarskyldu á sauðfé verður ekki veitt, ber sérhverjum þeim, er sauðfé hefur undir höndum í umdæminu, að láta fara fram böðun á því lögum samkvæmt, sbr. lög nr. 22/1977 og reglug. nr. 290/1978. Brot gegn fyrirmælum laganna og reglugerðar- innar varða sektum. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 6. nóvember 1984. v. Bifreiðaeigendur athugið Nú gengur vetur í garð. Vetrarskoðun í fullum gangi - Pantið tímanlega. Vid starfrækjum glæsilegt bifreiðaverkstæði sem skipt er i eftirtaldar deildir: ★ Bifreiðaverkstæði ★ Rafmagnsverkstæði ★ Málningarverkstæði ★ Viðgerðaverkstæði ★ Smurstöð ★ Verslun Á bifroiðaverkstædinu höfum við tekid í notkun eitt fullkomnasta stillitæki á íslandi. Það ertölva sem segir til um astand vélarinnar, hvort rafkerfið er i lagi og hvernig bifreiðin nýtir eldsneytið. Ef þú ert að kaupa eða selja bifreið er sjálfsagt að nota sór þessa þjónustu. í verslun okkar fást varahlutir í flestar gerðir bifreiða. Einnig hjolbarðar, rafgeymar, bifreiðavörur ýmiss konar, smuroliur, efnissala og fleira viðkomandi bifreiðum. I öllum deildum okkar eru starfsmenn með mikla reynslu og sérþekkingu 1944^1984 v/Tryggvabraut, Akureyri, simi 22700.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.