Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 9. nóvember 1984 / miðju Ljósavatnsskarði stendur reisuleg bygging. Þetta er Stóru-Tjarnaskóli sem nokkur sveitarfélög byggðu sameiginlega á sínum tíma. Auk skólahaldsins þjónar skólinn hlutverki sumar- hótels en Edduhótelið á Stóru-Tjörnum mun hafa verið eitt allra vinsælasta Edduhótelið í sumar. í Stóru-Tjarnaskóla verða um eitt hundrað nemendur í vetur. íforskólann og allt upp í níunda bekk koma nemendur úr Fnjóskadal og syðri hluta Ljósavatns- hrepps. Í7.,8. og 9. bekk eru að auki nemendur úr Bárðardal og síðast en ekki sístsœkja unglingar á Grenivík kennslu í 9. bekk til Stóru-Tjarna. Hópurinnfrá Grenivík var reyndarfjölmennari ífyrra og árin þar áður en í árfá 13 og 14 ára unglingar kennslu ínýja skólanum á Grenivík. Fjöldi nemenda íStóru-Tjarnaskóla erþví nokkru minni í ár en undanfarin ár enflestir hafa nemend- urnir verið á milli 150 og 160 talsins. Erþað nokkuð há talaþar sem skólinn var i upphafi teiknaður með 80-90 nemendur í huga. Það er því að verða nokkuð rúmt um krakkana að nýju eftir „þrengingar" fyrri ára. Kennarar eru níu talsins en ekki allir ífullu starfi. Skólastjóri er Sverrir Thorsteinsen, sem réðist til skólans sem kennari árið 1971, þá nýútskrifaður úr Kennaraskólanum. Við heimsóttum Sverri á dögunum ogþó skólinn hafi verið vett- vangur þessa viðtals, þá byrjuðum við á að rœða áhugamál skólastjórans númer eitt - fuglaskoðun. FUGLARNIR við- - Ég hef veriö áhugamaður um fuglaskoðun og fuglavernd allt frá því að ég var smástrákur og var að alast upp í Reykjavík en það var fyrst eftir að ég kom hingað að ég gat farið að sinna þessu áhugamáli mínu að einhverju gagni, segir Sverrir þegar við höfum tyllt okkur niður á skrifstofu hans. Áhugamað- ur er kannski fullvægt til orða tekið, því samkvæmt okkar heim- ildum á skólastjórinn að vera for- fallinn fuglaskoðari. - Það er nú fullfast að orði kveð- ið en sennilega hefur mörgum þótt ég vera undarlegur fyrstu árin mín hér. En fólk hefur vanist þessu og það kippir sér ekki lengur upp við það að sjá mig prílandi uppi í trjám og skríðandi í giljum, jafnvel um hánótt, segir Sverrir hlæjandi. - Er fuglalífið fjölskrúðugt á þessum slóðum? - Það eru töluvert margar teg- undir sem hér er að finna. Hér eru t.d. allir algengustu votlendisfuglar en auk þess að snuðra hér í ná- grenninu þá fer ég víða um landið til að sinna þessu áhugamáli mínu. Sumrin fara t.d. öll í að eltast við fugla og það má segja að ég sé lausráðinn starfsmaður Náttúru- fræðistofnunar í því að merkja fugla. Aðallega er það í Bárð- ardal og Fnjóskadal sem ég stunda þessar merkingar og ég hef lagt mig sérstaklega fram við að fylgjast með varpháttum og fjölda nokkurra tegunda. - Hvaða tegundir eru það? - Það eru fyrst og fremst skógar- þrestir, auðnutittlingar, hrafnar og smyrlar og eins hef ég lagt mig fram við að merkja heiðlóuunga. Því er eiginlega vandsvarað af hverju ég fór út í þessar merkingar en senni- lega vegur þar þyngst á metunum að norðurhluti Bárðardals er kjör- lendi fyrir lóu og eins hefur þessi fuglategund orðið útundan í merk- ingum. Eltingaleikur við lóuunga - Hvernig berðu þig að við þessar merkingar? - Nú, ég ek um svæðið og ef ég sé lóuunga þá er ekki um annað að ræða en stökkva út úr bílnum og taka til fótanna. Þetta getur orðið hinn æsilegasti eltingaleikur því bæði eru lóuungarnir fóthvatir og eins hlaupa þeir í mikla krákustiga. Þegar ég hef hlaupið ungana uppi þá festi ég stálmerki með númeri á fót þeirra en á þessu merki eru upp- lýsingar um hvar og hvenær komandi fugl var merktur. - Hvaða tilgangi þjóna þessar merkingar? - Tilgangurinn er margþættur. Með þessu móti er hægt að fá hug- mynd um hvert fuglarnir fara á haustin. Hvort það eru sömu fugl- arnir sem koma aftur og aftur á sömu staðina og eins er hægt að finna út meðalaldur fuglanna með því að skoða merkin. - Hvernig næst í fuglana til að lesa úr merkjunum? - Þáð er langalgengast að þeir finnist dauðir. Það er a.m.k. ekki um það að ræða að við skjótum þá til þess að komast yfir merkin. Síð- an er einnig fylgst með fuglunum úr fjarlægð og í góðum sjónauka er hægt að sjá hvort fuglarnir eru merktir eða ekki. - Nú segist þú fylgjast sérstak- lega með fuglum eins og lóu og skógarþröstum sem eru sauðmein- lausir en einnig skaðræðisskepnum eins og smyrli. Af hverju stafar þessi áhugi á smyrlinum? - Hann er fyrst og fremst tilkom- inn vegna þess að það er í gangi mikil rannsókn á lifnaðarháttum fálkans. Það er Ólafur Níelsson, líf- fræðingur á Akureyri sem stendur fyrir þessu verkefni en ég tengist því síðan þannig að ég fylgist með smyrlinum og hrafninum sem á margan hátt tengjast fálkanum t.d. hvað varðar fæðuval og varpstæði. Það er til dæmis mjög algengt að fálkinn verpi í gamla hrafnslaupa eins og hreiður hrafnsins eru nefnd. - Er mikið af smyrli hér á þessu svæði? - Það er talsvert mikið og eins er mikið um hrafn, segir Sverrir og upplýsir okkur um að hrafnarnir sem sitja á hrafnaþingum víðs veg- ar við Eyjafjörð svo sem á Akur- eyri á vetrum, séu annað hvort ung- fuglar frá vorinu eða sumrinu á undan eða geldfuglar í ætisleit. Þessir fuglar nátta sig saman en pöruðu fuglarnir halda sig hins veg- ar í nágrenni varpstaða. Safn uppstoppaðra fugla Við spyrjum skólastjórann hvort hann kenni líffræði við skólann og ef svo sé hvort fuglafræði sé þar efst á baugi? - Ég verð að svara þessu játandi. Nemendurnir hafa tekið þessum fuglaáhuga mínum vel og margir hverjir hafa smitast af áhuganum og fylgjast orðið reglulega með fuglalífi hver í sinni heimabyggð. Ég hef fengið ómetanlegar upplýs- ingar frá mörgum þessara krakka og það löngu eftir að þau hættu sum hver hér í skólanum, segir Sverrir en harðneitar því að hann reyni að gera alla nemendur skól- ans að fuglafræðingum. - Ahuginn er hins vegar vissu- lega fyrir hendi í fjölskyldunni, seg- ir hann en bætir því við að eigin- konan sé hins vegar meira fyrir ým- iss konar umhverfisfræði og grasa- fræði. Það fer ekki framhjá neinum sem kemur inn á skrifstofu Sverris skólastjóra að fuglafræðin er hon- um hjartfólgin. A hillum eru upp- stoppaðir fuglar og hvarvetna leyn- ast fræðirit um líffræði og fugla- fræði. Við spyrjum um uppstopp- uðu fuglana. - Ég á orðið þokkalegt safn af uppstoppuðum fuglum en ég er kominn á þá skoðun nú að það sé bölvuð vitleysa að vera að safna þessu saman til að hafa í heimahús- um. Ég hef ekki lengur pláss fyrir fuglana í íbúð minni og það er farið að þrengjast um þá hér í skólanum, segir Sverrir en hann hefur fengið alla sína fugla eftir að þeir hafa fundist nýdauðir á víðavangi. - Ekki stoppar þú fuglana sjálfur upp? - Nei, en ég hef fengið til þess mjög færa menn. Kristján heitinn Geirmundsson stoppaði upp fyrstu fuglana sem ég fékk en hin síðari ár hefur það einkum verið Jón Guð- mundsson í Reykjavík sem það hefur gert. - Er þetta dýrt? - Það er það kannski svona í krónum talið en ef miðað er við þá miklu vinnu sem í þetta er lögð þá er það ekki dýrt þó það kosti nokk- ur þúsund krónur að stoppa hvern fugl upp. Sjálfskaparv íti - Ertu með ljósmyndadellu? - Nei, ég geri ekki mikið af því að taka fuglamyndir. Það er erfitt að vera í þessu öllu. T.d. þegar ég er í merkingunum þá er það tölu- vert dót sem fylgir mér en ég hef þó pláss fyrir myndavélina. Hún er svona með ef eitthvað sérstakt ræki á fjörurnar. - Nú sé ég að þú ert með talsvert lesefni hér í bókahillunum um fugla. Lestu mikið um þessi fræði? - Ég les nánast allt sem ég kemst yfir sem tengist líffræði. Þetta er orðið ansi aðgengilegt hin síðari ár og það er talsvert mikið gefið út af ýmiss konar ritum sem tengjast fuglafræði. ,pað er „Sennilega hefur mörgum þótt ég vera undarlegur fyrstu árin mín hér."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.