Dagur


Dagur - 09.11.1984, Qupperneq 8

Dagur - 09.11.1984, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 9. nóvember 1984 / miðju Ljósavatnsskarði stendur reisuleg bygging. Þetta er Stóru-Tjarnaskóli sem nokkur sveitarfélög byggðu sameiginlega á sínum tíma. Auk skólahaldsins þjónar skólinn hlutverki sumar- hótels en Edduhótelið á Stóru-Tjörnum mun hafa verið eittallra vinsœlasta Edduhótelið í sumar. í Stóru-Tjarnaskóla verða um eitt hundrað nemendur í vetur. íforskólann og allt upp í níunda bekk koma nemendur úr Fnjóskadal og syðri hluta Ljósavatns- hrepps. 17., 8. og 9. bekk eru að auki nemendur úr Bárðardal og síðast en ekki sístsœkja unglingar á Grenivík kennslu í 9. bekk til Stóru-Tjarna. Hópurinnfrá Grenivík var reyndar fjölmennari ífyrra og árin þar áður en í árfá 13 og 14 ára unglingar kennslu í nýja skólanum á Grenivík. Fjöldi nemenda íStóru-Tjarnaskóla erþví nokkru minni í ár en undanfarin ár enflestir hafa nemend- urnir verið á milli 150 og 160 talsins. Er það nokkuð há tala þar sem skólinn var í upphafi teiknaður með 80-90 nemendur í huga. Það er því að verða nokkuð rúmt um krakkana að nýju eftir „þrengingar" fyrri ára. Kennarar eru níu talsins en ekki allir ífullu starfi. Skólastjóri er Sverrir Thorsteinsen, sem réðist til skólans sem kennari árið 1971, þá nýútskrifaður úr Kennaraskólanum. Við heimsóttum Sverri á dögunum og þó skólinn hafi verið vett- vangur þessa viðtals, þá byrjuðum við á að rœða áhugamál skólastjórans númer eitt - fuglaskoðun. FUGLARNIR - Ég hef verið áhugamaður um fuglaskoðun og fuglavernd allt frá því að ég var smástrákur og var að alast upp í Reykjavík en það var fyrst eftir að ég kom hingað að ég gat farið að sinna þessu áhugamáli mínu að einhverju gagni, segir Sverrir þegar við höfum tyllt okkur niður á skrifstofu hans. Áhugamað- ur er kannski fullvægt til orða tekið, þvt samkvæmt okkar heim- ildum á skólastjórinn að vera for- fallinn fuglaskoðari. - Það er nú fullfast að orði kveð- ið en sennilega hefur mörgum þótt ég vera undarlegur fyrstu árin mín hér. En fólk hefur vanist þessu og það kippir sér ekki lengur upp við það að sjá mig prílandi uppi í trjám og skríðandi í giljum, jafnvel um hánótt, segir Sverrir hlæjandi. - Er fuglalífið fjölskrúðugt á þessum slóðum? - Það eru töluvert margar teg- undir sem hér er að finna. Hér eru t.d. allir algengustu votlendisfuglar en auk þess að snuðra hér í ná- grenninu þá fer ég víða um landið til að sinna þessu áhugamáli mínu. Sumrin fara t.d. öll í að eltast við fugla og það má segja að ég sé lausráðinn starfsmaður Náttúru- fræðistofnunar í því að merkja fugla. Aðallega er það í Bárð- ardal og Fnjóskadal sem ég stunda þessar merkingar og ég hef lagt mig sérstaklega fram við að fylgjast með varpháttum og fjölda nokkurra tegunda. - Hvaða tegundir eru það? - Það eru fyrst og fremst skógar- þrestir, auðnutittlingar, hrafnar og smyrlar og eins hef ég lagt mig fram við að merkja heiðlóuunga. Því er eiginlega vandsvarað af hverju ég fór út í þessar merkingar en senni- lega vegur þar þyngst á metunum að norðurhluti Bárðardals er kjör- lendi fyrir lóu og eins hefur þessi fuglategund orðið útundan í merk- ingum. Eltingaleikur við lóuunga - Hvernig berðu þig að við þessar merkingar? - Nú, ég ek um svæðið og ef ég sé lóuunga þá er ekki um annað að ræða en stökkva út úr bílnum og taka til fótanna. Þetta getur orðið hinn æsilegasti eltingaleikur því bæði eru lóuungarnir fóthvatir og eins hlaupa þeir í mikla krákustiga. Þegar ég hef hlaupið ungana uppi þá festi ég stálmerki með númeri á fót þeirra en á þessu merki eru upp- lýsingar um hvar og hvenær við- komandi fugl var merktur. - Hvaða tilgangi þjóna þessar merkingar? - Tilgangurinn er margþættur. Með þessu móti er hægt að fá hug- mynd um hvert fuglarnir fara á haustin. Hvort það eru sömu fugl- arnir sem koma aftur og aftur á sömu staðina og eins er hægt að finna út meðalaldur fuglanna með því að skoða merkin. - Hvernig næst í fuglana til að lesa úr merkjunum? - Það er langalgengast að þeir finnist dauðir. Það er a.m.k. ekki um það að ræða að við skjótum þá til þess að komast yfir merkin. Síð- an er einnig fylgst með fuglunum úr fjarlægð og í góðum sjónauka er hægt að sjá hvort fuglarnir eru merktir eða ekki. - Nú segist þú fylgjast sérstak- lega með fuglum eins og lóu og skógarþröstum sem eru sauðmein- lausir en einnig skaðræðisskepnum eins og smyrli. Af hverju stafar þessi áhugi á smyrlinum? - Hann er fyrst ogfremst tilkom- inn vegna þess að það er í gangi mikil rannsókn á lifnaðarháttum fálkans. Það er Ólafur Níelsson, líf- fræðingur á Akureyri sem stendur fyrir þessu verkefni en ég tengist því síðan þannig að ég fylgist með smyrlinum og hrafninum sem á margan hátt tengjast fálkanum t.d. hvað varðar fæðuval og varpstæði. Það er til dæmis mjög algengt að fálkinn verpi í gamla hrafnslaupa eins og hreiður hrafnsins eru nefnd. - Er mikið af smyrli hér á þessu svæði? - Það er talsvert mikið og eins er mikið um hrafn, segir Sverrir og upplýsir okkur um að hrafnarnir sem sitja á hrafnaþingum víðs veg- ar við Eyjafjörð svo sem á Akur- eyri á vetrum, séu annað hvort ung- fuglar frá vorinu eða sumrinu á undan eða geldfuglar í ætisleit. Þessir fuglar nátta sig saman en pöruðu fuglarnir halda sig hins veg- ar í nágrenni varpstaða. Safn uppstoppaðra fugla Við spyrjum skólastjórann hvort hann kenni líffræði við skólann og ef svo sé hvort fuglafræði sé þar efst á baugi? - Ég verð að svara þessu játandi. Nemendurnir hafa tekið þessum fuglaáhuga mínum vel og margir hverjir hafa smitast af áhuganum og fylgjast orðið reglulega með fuglalífi hver í sinni heimabyggð. Ég hef fengið ómetanlegar upplýs- ingar frá mörgum þessara krakka og það löngu eftir að þau hættu sum hver hér í skólanum, segir Sverrir en harðneitar því að hann reyni að gera alla nemendur skól- ans að fuglafræðingum. - Áhuginn er hins vegar vissu- lega fyrir hendi í fjölskyldunni, seg- ir hann en bætir því við að eigin- konan sé hins vegar meira fyrir ým- iss konar umhverfisfræði og grasa- fræði. Það fer ekki framhjá neinum sem kemur inn á skrifstofu Sverris skólastjóra að fuglafræðin er hon- um hjartfólgin. Á hillum eru upp- stoppaðir fuglar og hvarvetna leyn- ast fræðirit um líffræði og fugla- fræði. Við spyrjum um uppstopp- uðu fuglana. - Ég á orðið þokkalegt safn af uppstoppuðum fuglum en ég er kominn á þá skoðun nú að það sé bölvuð vitleysa að vera að safna þessu saman til að hafa í heimahús- um. Ég hef ekki lengur pláss fyrir fuglana í íbúð minni og það er farið að þrengjast um þá hér í skólanum, segir Sverrir en hann hefur fengið alla sína fugla eftir að þeir hafa fundist nýdauðir á víðavangi. - Ekki stoppar þú fuglana sjálfur upp? - Nei, en ég hef fengið til þess mjög færa menn. Kristján heitinn Geirmundsson stoppaði upp fyrstu fuglana sem ég fékk en hin síðari ár hefur það einkum verið Jón Guð- mundsson í Reykjavík sem það hefur gert. - Er þetta dýrt? - Það er það kannski svona í krónum talið en ef miðað er við þá miklu vinnu sem í þetta er lögð þá er það ekki dýrt þó það kosti nokk- ur þúsund krónur að stoppa hvern fugl upp. Sjálfskaparv íti - Ertu með ljósmyndadellu? - Nei, ég geri ekki mikið af því að taka fuglamyndir. Það er erfitt að vera í þessu öllu. T.d. þegar ég er í merkingunum þá er það tölu- vert dót sem fylgir mér en ég hef þó pláss fyrir myndavélina. Hún er svona með ef eitthvað sérstakt ræki á fjörurnar. - Nú sé ég að þú ert með talsvert lesefni hér í bókahillunum um fugla. Lestu mikið um þessi fræði? - Ég les nánast allt sem ég kemst yfir sem tengist líffræði. Þetta er orðið ansi aðgengilegt hin síðari ár og það er talsvert mikið gefið út af ýmiss konar ritum sem tengjast fuglafræði. VIÐTAL VIÐ SVERRI ™*STEINSI SKÓLASTJÓRA í STÓRU-TJARNA SKÓLA UM ÁHUGAMÁLIN OG SKÓLASTARFIÐ ,Fab er alltaf einhver „Sennilega hefur mörgum þótt ég vera undarlegur fyrstu árin mín hér.“ tittlingavakt - Er fuglafræðin og fugla- skoðunin dýrt áhugamál? - Fuglaskoðun er í sjálfu sér ekki dýr. Það eina sem maður þarf að eiga er góður sjónauki. Því er hins vegar ekki að neita að eins og þetta er orðið hjá mér þá er það ansi dýrt. Ég ek oft upp undir tíu þúsund kílómetra á sumrin gagn- gert til að leita uppi fugla og bens- ínið kostar sitt. Þetta er því orðið sjálfskaparvíti hjá mér, segir Sverr- ir og hlær dátt. - Þú bíður þess þá væntanlega óþreyjufullur allan veturinn að vor- ið og fuglarnir komi? - Auðvitað bíð ég vorsins með eftirvæntingu en það hjálpar mikið að ég byrjaði á því fyrir einum 'þrem árum að merkja snjótittlinga á vetrum. Ég er með búr undir glugganum hjá mér og ætli við höfum ekki náð hátt í fimm hundr- uð stykkjum síðastliðinn vetur. Fjölskyldan hjálpar mér við þetta og áhuginn er svo mikill að það er alltaf einhver úr fjölskyldunni á tittlingavakt, segir Sverrir og segir hlæjandi að það þurfi ekki einu sinni að hafa gæsalappir utan um vaktheitið. SKÓLINN En hverfum nú að starfi skólastjór- ans og Stóru-Tjarnaskóla. Við spyrjum hann fyrst um það hvernig hugmyndir um niðurskurð í skóla- kerfinu komi við Stóru-Tjarna- skóla. - Þessar hugmyndir um 2,5 prós- ent niðurskurð þýða ekkert annað en niðurskurð á kennslu. Við höfum verið að reyna að gera okk- ur grein fyrir því hvernig við getum mætt þessu og ein hugmyndin er sú að auka samkennslu. Við ætlum til að mynda að reyna samkennslu í sjöunda og áttunda bekk en við höfum ekki áður farið út í að kenna þessum bekkjardeildum saman. Það er viðbúið að þetta hafi ein- hverja erfiðleika í för með sér því það er talsverður munur á nemend- um í þessum bekkjum, sérstaklega eru strákarnir á mismunandi þroskastigi. Óframkvœmanlegar hugmyndir - Nú hefur menntamálaráðherra viðrað ákveðnar hugmyndir um að sveitarstjórnir taki aukinn þátt í kostnaði vegna aksturs skólabarna utan Reykjavíkur vel að merkja og kostnaður við vinnu í mötuneytum og gæslu á heimavistum verði alfar- ið á ábyrgð sveitarfélaganna. Hvernig líst ykkur á þessa viljayfir- lýsingu ráðherrans? - Þetta eru stærstu vandamálin sem við eigum við að glíma í dag og ég held að þessar hugmyndir séu al- gjörlega óframkvæmanlegar. Ráðuneytið segir að vísu að það eigi að skapa sveitarfélögunum aðra tekjustofna til að mæta þessu en ég er efins í að það muni takast. - Nú vakti athygli að um leið og dreifbýlisskólunum er gert að draga saman seglin þá er samþykkt aukn- ing á kennslu í Reykjavík. Skýtur þetta ekki nokkuð skökku við? - Okkur finnst það jú, og eins er það með skólaaksturinn í Reykja- vík. Hann er óvíða meiri en gleym- ist algjörlega í þessari umræðu um að sveitarfélögin eigi að bera auk- inn kostnað. Varðandi mötuneytis- málin þá er ástandið þannig nú að við erum í megnustu vandræðum með að manna mötuneytið hér og þannig er það á flestum stöðum. Launin eru það lág að það er orðið ómögulegt að ætlast til þess að fá hæft starfsfólk. Eftir síðustu samn- inga lenti t.d. starfsfólk í mötuneyt- um undir lágmarkstekjutryggingu og þó það væri svo síðar leiðrétt þá sýnir þetta vel hversu mikils þetta fólk er metið. Rafmagnið, viðhaldið og rœstingin - Er ekki mikilvægt í heimavistar- skólum að hafa þessi mál í góðu lagi? - Það er meira en mikilvægt það er algjör undirstaða. Við verðum að geta boðið upp á góðan og fjöl- breyttan mat en það segir sig sjálft að það er erfitt þegar við verðum að leita eftir starfsfólki með logandi ljósi. Ég hef t.d. verið að auglýsa eftir matsveini að undanförnu og það hafa margir hringt. Allir hafa hins vegar misst áhugann þegar þeir heyra um launakjörin og flestir eru hissa á því að ekki skuli tíðkast 30-50 prósent yfirborgun eins og hjá veitingahúsunum. - Nú voru dreifbýlisskólarnir talsvert í sviðsljósinu um þetta leyti árs í fyrra vegna þess að lokað var fyrir rafmagn meðal annars til Hafralækjarskóla vegna skulda og þess að ríkið stóð ekki við sínar greiðslur til sveitarfélaganna. Er ástandið svipað nú? - Það er lítið betra. Það átti t.d. að loka fyrir rafmagnið hingað fyrir skömmu en eins og áður þá rétt sluppum við fyrir horn. Þetta eru erfiðustu málin varðandi rekstur- 9. inn, rafmagnið, viðhaldið og ræst- ingin. Sveitarfélögin hafa einfald- lega ekki tekjur til að standa undir þessum kostnaði og ég veit t.a.m. ekki hvernig ástandið væri hér ef við hefðum ekki okkar eigin hita- veitu. Reyndar var heita vatnið forsendan fyrir því að skólinn var byggður hér og án þess held ég að hér hefði ekki verið skólahald. - Tíu prósentin sem þið fáið frá Edduhótelinu á sumrin. Hjálpa þau ekki upp á sakirnar? - Svo sannarlega. Þetta eru mikilvægar tekjur og svo er það ekki síður mikilvægt að sumar- hótelið veitir okkur aðhald hvað viðhaldið varðar. Við erum skuld- bundnir til þess að halda húsnæðinu við og ef Edduhótelsins hefði ekki notið við er ég ansi hræddur um að skólahúsið og heimavistin hefði drabbast niður að einhverju leyti, segir Sverrir og bætir því við að það eina sem hægt sé að gera sé að spara á öllum sviðum. Það nýjasta sé að settur hafi verið stýribúnaður á rafmagnið og vonir séu bundnar við að það muni spara talsvert í vetur. Langur vinnutími - Hvað með uppsagnir kennara? Nú hefur heyrst að allir kennarar muni segja upp störfum í haust og krefjast endurmats á störfum sínum. Hvernig er staðan hér? - Þetta hefur enn sem komið er ekki verið rætt okkar á milli en það blasir við að launakjörin eru léleg og við höfum dregist aftur úr. Það er mikil hætta á því að það verði stórfelldur flótti úr kennarastétt ef launakjörin verða ekki lagfærð og við höfum dæmin reyndar fyrir okkur hér í Stóru-Tjarnaskóla. Við höfum misst hæfa kennara vegna launamála, segir Sverrir og upplýsir okkur um að lág laun bitni ekki síst á kennurum við heimavistarskóla þar sem vinnutíminn er mjög langur. - Vinnutíminn hér hefst þegar nemendurnir koma í skólann á mánudagsmorgni og hann stendur þar til þeir fara heim síðdegis á föstudag. Það þýðir ekki fyrir mig eða aðra kennara við skólann að ætla að loka sig inni í eigin vistar- verum klukkan fimm á daginn og segja á'ð vinnutímanum sé lokið. Börnin skilja það einfaldlega ekki og það er því mikið ónæði og lítið fjölskyldulíf þá daga sem kennslan stendur. Helgarnar fara svo í að undirbúa næstu skólaviku. Við spyrjum Sverri að því hvort það teljist kostur fyrir kennara að kenna í heimavistarskóla varðandi eyðslu. Safna kennarar í heimavist- arskóla peningum? - Það var þannig fyrir allmörg- um árum að kennarar gátu safnað peningum. Þá var mikið um það að nýútskrifaðir kennarar sóttu í að komast í heimavistarskóla á meðan þeir voru að koma undir sig fótun- um fjárhagslega. Þetta er því miður liðin tíð. Ég er dreifbýlismaður í mér - Hvernig er félagslífið hér í Stóru- Tjarnaskóla? - Það er nú eðlilegra að þú spyrjir nemendur að því, segir Sverrir og glottir. - Við reynum þó að halda uppi sæmilegu félagsltfi og klúbbastarfsemi er talsverð hér við skólann. Þá er það einnig mikill kostur að við höfum íþróttasal hér innandyra og sundlaugin er í notk- un allt árið. - Eru heimavistarskólar betri skólar en aðrir? - Það held ég ekki en það eru fleiri en ein hlið á þessu máli. Krakkarnir læra hér að taka tillit hvert til annars og að því leyti hafa þau gott af því að vera á heimavist. Þetta er þó ekki einhlítt og við vitum að það eru alltaf nokkrir sem líða fyrir það að vera í heimavistarskólum. Ég er þeirrar skoðunar að skólatíminn hér þurfi ekki að vera nærri því eins langur nóvember 1984 - DAGUR - 9 og skólaárið í þéttbýlisskólunum. Hér eru börnin undir okkar hand- leiðslu allan sólarhringinn ef svo má að orði komast og við vitum nákvæmlega hvernig hver og einn stendur. Það mun einnig mæta mikilli andstöðu í sveitunum ef það koma fram hugmyndir um að lengja skólann frá því sem nú er. Það er mikilvægt að börnin fái að vera heima um sauðburðinn og svo aftur á haustin. Flest börnin í þess- um skóla eru frá sveitaheimilum og þar eru þau mikilvægur vinnukraft- ur a.m.k. á vissum árstímum. - Hvernig manngerð velst í það að kenna í heimavistarskólum? - Það get ég ómögulega dæmt um. Ég hef verið hér allan minn kennaraferil en sennilega verður maður að vera dreifbýlismaður í sér til þess að una hér. Ég hlýt því að vera dreifbýlismaður þrátt fyrir að ég ólst upp í Reykjavík til 20 ára aldurs. - Er ekki hættulegt fyrir kennara að vera lengi á sama stað? - Vissulega og ég veit að ég þarf að fara að hugsa minn gang. Ékki bara mín vegna, heldur vegna skól- ans og fjölskyldunnar. En það verður ekkert létt verk að hverfa héðan þegar þar að kemur. Ég lít orðið á mig sem heimamann. Hér hef ég verið allan minn starfsaldur og það er því ekkert léttara fyrir mig að rífa mig upp heldur en bóndann hér á næsta bæ. - Hvernig er samvinna kennar- anna hér? - Hún er góð. Það er líka algjör forsenda fyrir starfinu að samvinn- an sé góð. Hér væri annars ólíft ef svo væri ekki. Skammdegið Talið berst nú að skólaárinu. Tekur svartasta skammdegið í sveitaskól- anum ekki á taugarnar? - Þetta kemur í bylgjum. Það eru tveir til þrír „krítískir" punktar á hverju skólaári og einn þeirra er t.d. síðla í nóvember þegar skamm- degið er að hellast yfir. Þá er hætta á ýmiss konar uppákomum. Nem- endur hafa verið talsvert lengi í skólanum án þeirrar tilbreytingar sem frídagarnir svo sannarlega eru. Þá getur ýmislegt hlaupið í skapið á mönnum og það er ekki síst þá sem maturinn þarf að vera góður. - Er sjónvarpið ríkjandi afl í Stóru-Tjarnaskóla? - Það er ekki mikið um að nem- endur liggi yfir sjónvarpi. Það eru ákveðnir þættir sem fylgst er með en auðvitað er það einstaklings- bundið hvað fólk horfir mikið á sjónvarp. - Hvað með myndbandavæðing- una? Hefur hún haldið innreið sína í skólann? - Það má kannski segja það. Skólinn á að vísu ekki myndbands- tæki en við höfum fengið tæki lánað og reynt að vera með reglulegar sýningar. Það er annars mikið vandamál hve lítið er til af efni fyrir börn. Sumar myndirnar eru t.d. alls ekki við hæfi barna og það er ekk- ert tekið fram á.umbúðunum hvort svo sé. Við höfum því orðið að skoða margar myndanna fyrirfram, segir Sverrir og það má skilja á honum að slík ritskoðun sé honum ekki að skapi þrátt fyrir að hún sé nauðsynleg í þessu tilviki. - Hvað með myndbönd sem kennslutæki? - Þau eru vafalaust góður kostur sem hjálpartæki og sennilega kem- ur að því að allir skólar munu eiga slík tæki og mikið kennsluefni verði til á myndböndum. - En tölvurnar? - Það er með tölvurnar eins og myndbandstækin. Það eru engar tölvur til í þessum skóla. Ég er einnig á móti því að vera með eitt- hvert hálfkák í þessum efnum. Tölvukennslu á ekki að hefja fyrr en allir eru tilbúnir til þess, bæði nemendur og kennarar. En það kemur að því fyrr en síðar að tölvur verði mikið notaðar við íslenska skóla - sveitaskólana líka, segir Sverrir Thorsteinsen, skólastjóri. - ESE

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.