Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 9
9. nóvember 1984 - DAGUR - 9 VIÐTAL VIÐ SVERRI SKÓLASTJÓRA í STÓRU-TJARNA- SKÓLA UM ÁHUGAMÁLIN OG SKÓLASTARFE) - Er fuglafræðin og fugla- skoðunin dýrt áhugamál? - Fuglaskoðun er í sjálfu sér ekki dýr. Það eina sem maður þarf að eiga er góður sjónauki. Því er hins vegar ekki að neita að eins og þetta er orðið hjá mér þá er það ansi dýrt. Ég ek oft upp undir tíu þúsund kílómetra á sumrin gagn- gert til að leita uppi fugla og bens- ínið kostar sitt. Þetta er því orðið sjálfskaparvíti hjá mér, segir Sverr- ir og hlær dátt. - Þú bíður þess þá væntanlega óþreyjufullur allan veturinn að vor- ið og fuglarnir komi? - Auðvitað bíð ég vorsins með eftirvæntingu en það hjálpar mikið að ég byrjaði á því fyrir einum 'þrem árum að merkja snjótittlinga á vetrum. Ég er með búr undir glugganum hjá mér og ætli við höfum ekki náð hátt í fimm hundr- uð stykkjum síðastliðinn vetur. Fjölskyldan hjálpar mér við þetta og áhuginn er svo mikill að það er alltaf einhver úr fjölskyldunni á tittlingavakt, segir Sverrir og segir hlæjandi að það þurfi ekki einu sinni að hafa gæsalappir utan um vaktheitið. SKOLINN En hverfum nú að starfi skólastjór- ans og Stóru-Tjarnaskóla. Við spyrjum hann fyrst um það hvernig hugmyndir um niðurskurð í skóla- kerfinu komi við Stóru-Tjarna- skóla. - Þessar hugmyndir um 2,5 prós- ent niðurskurð þýða ekkert annað en niðurskurð á kennslu. Við höfum verið að reyna að gera okk- ur grein fyrir því hvernig við getum mætt þessu og ein hugmyndin er sú að auka samkennslu. Við ætlum til að mynda að reyna samkennslu í sjöunda og áttunda bekk en við höfum ekki áður farið út í að kenna þessum bekkjardeildum saman. Það er viðbúið að þetta hafi ein- hverja erfiðleika í för með sér því það er talsverður munur á nemend- um í þessum bekkjum, sérstaklega eru strákarnir á mismunandi þroskastigi. Óframkvœmanlegar hugmyndir - Nú hefur menntamálaráðherra viðrað ákveðnar hugmyndir um að sveitarstjórnir taki aukinn þátt í kostnaði vegna aksturs skólabarna utan Reykjavíkur vel að merkja og kostnaður við vinnu í mötuneytum og gæslu á heimavistum verði alfar- ið á ábyrgð sveitarfélaganna. Hvernig líst ykkur á þessa viljayfir- lýsingu ráðherrans? - Þetta eru stærstu vandamálin sem við eigum við að glíma í dag og ég held að þessar hugmyndir séu al- gjörlega óframkvæmanlegar. Ráðuneytið segir að vísu að það eigi að skapa sveitarfélögunum aðra tekjustofna til að mæta þessu en ég er efins í að það muni takast. - Nú vakti athygli að um leið og dreifbýlisskólunum er gert að draga saman seglin þá er samþykkt aukn- ing á kennslu í Reykjavík. Skýtur þetta ekki nokkuð skökku við? - Okkur finnst það jú, og eins er það með skólaaksturinn í Reykja- vík. Hann er óvíða meiri en gleym- ist algjörlega í þessari umræðu um að sveitarfélögin eigi að bera auk- inn kostnað. Varðandi mötuneytis- málin þá er ástandið þannig nú að við erum í megnustu vandræðum með að manna mötuneytið hér og þannig er það á flestum stöðum. Launin eru það lág að það er orðið ómögulegt að ætlast til þess að fá hæft starfsfólk. Eftir síðustu samn- inga lenti t.d. starfsfólk í mötuneyt- um undir lágmarkstekjutryggingu og þó það væri svo síðar leiðrétt þá sýnir þetta vel hversu mikils þetta fólk er metið. Rafmagnið, viðhaldið og rœstingin - Er ekki mikilvægt í heimavistar- skólum að hafa þessi mál í góðu lagi? - Það er meira en mikilvægt það er algjör undirstaða. Við verðum að geta boðið upp á góðan og fjöl- breyttan mat en það segir sig sjálft að það er erfitt þegar við verðum að leita eftir starfsfólki með logandi ljósi. Ég hef t.dJ verið að auglýsa eftir matsveini að undanförnu og það hafa margir hringt. Allir hafa hins vegar misst áhugann þegar þeir heyra um launakjörin og flestir eru hissa á því að ekki skuli tíðkast 30-50 prósent yfirborgun eins og hjá veitingahúsunum. - Nú voru dreifbýlisskólarnir talsvert í sviðsljósinu um þetta leyti árs í fyrra vegna þess að lokað var fyrir rafmagn meðal annars til Hafralækjarskóla vegna skulda og þess að ríkið stóð ekki við sínar greiðslur til sveitarfélaganna. Er ástandið svipað nú? - Það er lítið betra. Það átti t.d. að loka fyrir rafmagnið hingað fyrir skömmu en eins og áður þá rétt sluppum við fyrir horn. Þetta eru erfiðustu málin varðandi rekstur- inn, rafmagnið, viðhaldið og ræst- ingin. Sveitarfélögin hafa einfald- lega ekki tekjur til að standa undir þessum kostnaði og ég veit t.a.m. ekki hvernig ástandið væri hér ef við hefðum ekki okkar eigin hita- veitu. Reyndar var heita vatnið forsendan fyrir því að skólinn var byggður hér og án þess held ég að hér hefði ekki verið skólahald. - Tíu prósentin sem þið fáið frá Edduhótelinu á sumrin. Hjálpa þau ekki upp á sakirnar? - Svo sannarlega. Þetta eru mikilvægar tekjur og svo er það ekki síður mikilvægt að sumar- hótelið veitir okkur aðhald hvað viðhaldið varðar. Við erum skuld- bundnir til þess að halda húsnæðinu við og ef Edduhótelsins hefði ekki notið við er ég ansi hræddur um að skólahúsið og heimavistin hefði drabbast niður að einhverju leyti, segir Sverrir og bætir því við að það eina sem hægt sé að gera sé að spara á öllum sviðum. Það nýjasta sé að settur hafi verið stýribúnaður á rafmagnið og vonir séu bundnar við að það muni spara talsvert í vetur. Langur vinnutími - Hvað með uppsagnir kennara? Nú hefur heyrst að allir kennarar muni segja upp störfum í haust og krefjast endurmats á störfum sínum. Hvernig er staðan hér? - Þetta hefur enn sem komið er ekki verið rætt okkar á milli en það blasir við að launakjörin eru léleg og við höfum dregist aftur úr. Það er mikil hætta á því að það verði stórfelldur flótti úr kennarastétt ef launakjörin verða ekki lagfærð og við höfum dæmin reyndar fyrir okkur hér í Stóru-Tjarnaskóla. Við höfum misst hæfa kennara vegna launamála, segir Sverrir og upplýsir okkur um að lág laun bitni ekki síst á kennurum við heimavistarskóla þar sem vinnutíminn er mjög langur. - Vinnutíminn hér hefst þegar nemendurnir koma í skólann á mánudagsmorgni og hann stendur þar til þeir fara heim síðdegis á föstudag. Það þýðir ekki fyrir mig eða aðra kennara við skólann að ætla að loka sig inni í eigin vistar- verum klukkan fimm á daginn og segja á'ð vinnutímanum sé lokið. Börnin skilja það eihfaldlega ekki og það er því mikið ónæði og lítið fjölskyldulíf þá daga sem kennslan stendur. Helgarnar fara svo í að undirbúa næstu skólaviku. Við spyrjum Sverri að því hvort það teljist kostur fyrir kennara að kenna í heimavistarskóla varðandi eyðslu. Safna kennarar í heimavist- arskóla peningum? - Það var þannig fyrir allmörg- um árum að kennarar gátu safnað peningum. Þá var mikið um það að nýútskrifaðir kennarar sóttu í að komast í heimavistarskóla á meðan þeir voru að koma undir sig fótun- um fjárhagslega. Þetta er því miður liðin tíð. Ég er dreifbýlismaður í mér - Hvernig er félagslífið hér í Stóru- Tjarnaskóla? - Það er nú eðlilegra að þú spyrjir nemendur að því, segir Sverrir og glottir. - Við reynum þó að halda uppi sæmilegu félagslífi og klúbbastarfsemi er talsverð hér við skólann. Þá er það einnig mikill kostur að við höfum íþróttasal hér innandyra og sundlaugin er í notk- un allt árið. - Eru heimavistarskólar betri skólar en aðrir? - Það held ég ekki en það eru fleiri en ein hlið á þessu máli. Krakkarnir læra hér að taka tillit hvert til annars. og að því leyti hafa þau gott af því að vera á heimavist. Þetta er þó ekki einhlítt og við vitum að það eru alltaf nokkrir sem líða fyrir það að vera í heimavistarskólum. Ég er þeirrar skoðunar að skólatíminn hér þurfi ekki að vera nærri því eins langur og skólaárið í þéttbýlisskólunum. Hér eru börnin undir okkar hand- leiðslu allan sólarhringinn ef svo má að orði komast og við vitum nákvæmlega hvernig hver og einn stendur. Það mun einnig mæta mikilli andstöðu í sveitunum ef það koma fram hugmyndir um að lengja skólann frá því sem nú er. Það er mikilvægt að börnin fái að vera heima um sauðburðinn og svo aftur á haustin. Flest börnin í þess- um skóla eru frá sveitaheimilum og þar eru þau mikilvægur vinnukraft- ur a.m.k. á vissum árstímum. - Hvernig manngerð velst í það að kenna í heimavistarskólum? - Það get ég ómögulega dæmt um. Ég hef verið hér allan minn kennaraferil en sennilega verður maður að vera dreifbýlismaður í sér til þess að una hér. Ég hlýt því að vera dreifbýlismaður þrátt fyrir að ég ólst upp í Reykjavík til 20 ára aldurs. - Er ekki hættulegt fyrir kennara að vera lengi á sama stað? - Vissulega og ég veit að ég þarf að fara að hugsa minn gang. Ekki bara mín vegna, heldur vegna skól- ans og fjölskyldunnar. En það verður ekkert létt verk að hverfa héðan þegar þar að kemur. Ég lít orðið á mig sem heimamann. Hér hef ég verið allan minn starfsaldur og það er því ekkert léttara fyrir mig að rífa mig upp heldur en bóndann hér á næsta bæ. - Hvernig er samvinna kennar- anna hér? - Hún er góð. Það er líka algjör forsenda fyrir starfinu að samvinn- an sé góð. Hér væri annars ólíft ef svo væri ekki. Skammdegið Talið berst nú að skólaárinu. Tekur svartasta skammdegið í sveitaskól- anum ekki á taugarnar? - Þetta kemur í bylgjum. Það eru tveir til þrír „krítískir" punktar á hverju skólaári og einn þeirra er t.d. síðla í nóvember þegar skamm- degið er að hellast yfir. Þá er hætta á ýmiss konar uppákomum. Nem- endur hafa verið talsvert lengi í skólanum án þeirrar tilbreytingar sem frídagarnir svo sannarlega eru. Þá getur ýmislegt hlaupið í skapið á mönnum og það er ekki síst þá sem maturinn þarf að vera góður. - Er sjónvarpið ríkjandi afl í Stóru-Tjarnaskóla? - Það er ekki mikið um að nem- endur liggi yfir sjónvarpi. Það eru ákveðnir þættir sem fylgst er með en auðvitað er það einstaklings- bundið hvað fólk horfir mikið á sjónvarp. - Hvað með myndbandavæðing- una? Hefur hún haldið innreið sína í skólann? - Það má kannski segja það. Skólinn á að vísu ekki myndbands- tæki en við höfum fengið tæki lánað og reynt að vera með reglulegar sýningar. Það er annars mikið vandamál hve lítið er til af efni fyrir börn. Sumar myndirnar eru t.d. alls ekki við hæfi barna og það er ekk- ert tekið fram á.umbúðunum hvort svo sé. Við höfum því orðið að skoða margar myndanna fyrirfram, segir Sverrir og það má skilja á honum að slík ritskoðun sé honum ekki að skapi þrátt fyrir að hún sé nauðsynleg í þessu tilviki. - Hvað með myndbönd sem kennslutæki? - Þau eru vafalaust góður kostur sem hjálpartæki og sennilega kem- ur að því að allir skólar munu eiga slík tæki og mikið kennsluefni verði til á myndböndum. - En tölvurnar? - Það er með tölvurnar eins og myndbandstækin. Það eru engar tölvur til í þessum skóla. Ég er einnig á móti því að vera með eitt- hvert hálfkák í þessum efnum. Tölvukennslu á ekki að hefja fyrr en allir «ru tilbúnir til þess.bæði nemendur og kennarar. En það kemur að því fyrr en síðar að tölvur verði mikið notaðar við íslenska skóla - sveitaskólana líka, segir Sverrir Thorsteinsen, skólastjóri. -ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.