Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 09.11.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 9. nóvember 1984 Dóttir Þorsteins, Soffta, í sólskinsskapi við pökkunina. Feðgarnir Óskar og Þorsteinn við kringlugerð. Myndir: ESE „Okkar framleiðslu hefur verið vel tekið, en við höfum ekki gert mikið af því að auglýsa okkar brauð; þau auglýsa sig sjálf mann frá manni. Og þau eru heldur ekki í skrautlegum um- búðum, því við erum fyrst og fremst að selja brauð en ekki um- búðir og það er langt síðan við uppgötvuðum þá staðreynd, að fólk étur ekki umbúðirnar. “ Það er Þorsteinn Húnfjörð sem hefur orðið en við erum komin í heimsókn til hans í brauðgerðina Krútt á Blönduósi. Krútt er stórt fyrirtæki miðað við fólksfjölda á Blönduósi. Þar vinna um 15 manns, þar af 5 úr fjölskyldu Þorsteins. Upp- haflega hafði brauðgerðin ekki mikið umleikis; þar voru einungis bökuð hörð brauð, kringlur og tvfbökur. En „Krútt-kringlurnar“ nutu mikilla vinsælda og Þorsteinn bakaði þær í milljónavís miðað við ársgrundvöll- inn margumrædda. Enn eru bakaðar kringlur í Krútt, um 1.000 kringlur á dag, en margar fleiri brauðtegundir hafa bæst við. Og fyrirtækið hefur dafnað vel síðan Þorsteinn kom því á fót árið 1968, því upphaflega var brauðgerðin til húsa í litlum bílskúr, sem raunar var eitt sinn líkhús við gamla sjúkrahúsið. Nú er þar skrif- stofa brauðgerðarinnar og Þorsteinn segir þar einungis góða drauga á ferli. Núna er Krútt-brauðgerðin á 500 fer- metra grunnfleti og tekinn hefur ver- ið grunnur fyrir 1000 fermetra ný- byggingu. En hvers vegna heitir brauðgerðin Krútt? Eina sem ég átti „Það er nú saga að segja frá því, skal ég segja þér,“ segir Þorsteinn íbygg- inn. „Eg var um tíma á Akureyri og bakaði þá í brauðgerð Kristjáns. En síðan varð ég leiður á að hirða launa- umslagið mitt og vinna þess á milli eins og vélmenni. Þess vegna flutti ég hingað á Blönduós aftur, því hér á ég heima. Eftir að heim kom notaði ég hverja frístund til að dunda mér eitt- hvað úti í bílskúr; reif mig jafnvel upp úr rúminu frá konunni fyrir allar aldir á sunnudögum. Hún hafði því orð á því við mig einn sunnudaginn; hvort skúrinn væri virkilega orðinn eina krúttið sem ég ætti. Nú, ég byrj- aði með brauðgerðina í skúrnum, þannig að mér fannst sjálfsagt að kalla hana „Krútt“. Óskar Húnfjörð, sonur Þorsteins, er framkvæmdastjóri brauðgerðar- innar. „Ég þvælist bara hér um og reyni að vera ekki fyrir,“ segir Þor- steinn kankvís. Auk þeirra feðga starfar Kristín kona Þorsteins við brauðgerðina og einnig Soffía dóttir þeirra. En það er ekki nóg að baka og baka, það þarf líka að selja fram- leiðsluna og sölusvæðið er stórt. Þriðjungur framleiðslunnar fer í Húnvetninga - ja og raunar Skagfirð- inga og Strandamenn líka - þriðjung- ur á Reykjavíkurmarkað og sá þriðj- ungur sem upp á vantar fer til Akur- eyrar og víðar um landið. „Það er vissum erfiðleikum háð, að flytja allt hveitið og annað hráefni hingað og síðan um langan veg aftur á markað sem fullbökuð brauð,“ seg- ir Óskar. „En við höfum reynt að vinna þetta upp með aukinni hagræð- ingu við framleiðsluna og þetta hefur gengið til þessa. Við leggjum áherslu á að koma brauðinu fersku frá okkur. Þannig eru brauð frá okkur komin á markað í Reykjavík jafnvel sama daginn og þau eru bökuð, þannig að okkar brauð eru ekki eldri í verslun- um þar en brauð frá brauðgerðum borgarinnar. Þar að auki eru margar brauðtegundir frá okkur í geymslu- þolnum umbúðum, ekki þó lofttæmd- um heldur er súrefninu dælt úr og kolsýra kemur í staðinn. Hins vegar setjum við engin kemisk rotvarnar- efni í okkar framleiðslu, enda tel ég það ábyrgðarhluta fyrir framleiðanda þó það sé í sjálfu sér ekki sannað að þau séu skaðleg." Fara vel í kistu - Ég sá hér stór og svolítið sérkenni- lega löguð brauð hjá ykkur áðan? „Já, það hafa verið kistubrauðin, þau draga raunar nafn sitt af því hversu vel þau fara í frystikistu,“ svarar Óskar. „En þessi brauð hafa margt til ágætis umfram það að fara vel í frystikistu. Þau eru stærri en al- mennt gerist og á þeim eru engir endar, þannig að kaupandinn getur nýtt allt það brauð sem hann kaupir. Þar að auki eru þessi brauð ódýrari en almennt gerist miðað við þyngd. Og þau eru greinilega merkt eins og önnur brauð frá okkur, þar sem til- greint er það hráefni sem notað er, þyngd brauðsins og þar að auki síð- asti söludagur. Við höfðum frum- kvæðið um slíkar merkingar hér á landi, löngu áður en slíkt var sett í reglugerð.“ - Einhver stórátök framundan í framleiðsluaukningu? „Nei, enda hefur sígandi lukka reynst okkur best. Við viljum ekki taka stór stökk í framleiðsluaukn- ingu, því þá er hætt við að aukningin komi niður á gæðunum," sagði Þor- steinn Húnfjörð í lok samtalsins. - GS Þorstcinn og Kristín kona hans í skrúðgarði þeirra hjóna við brauðgerðina. Brauð, brauð og aftur brauð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.